Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDACUR 4. APRÍL 2005 2 7 Sjö sigrar a 14 dögum Það er nóg að gera hjá Sverri Þór Sverrissyni, leikmanni karla- liðs Keflavíkur og þjálfara kvenna- Iiðsins í körfuboltanum. Laugar- dagurinn 19. mars var örugglega einn erfiðasti dagurinn á körfii- boltaferli kappans en þá tapaði hann með báðum liðum á innan við þremur tímum, fyrst fyrsta leik und- anúrslitanna í karla- . flokki á heimavelli gegn ÍR og svo með \ 21 stigs mun fyrir ÍS í öðrum leik undan- úrslita kvenna. Sverrir Þór og Kefl- 1 vfldngar hengdu i þó ekki haus, voru • ; fljótir að komast yfir | |t þennan erfiða dag og - hvorugt liðið hefur — 3 tapað leik síðan. Eftir tvö töp á aðeins þremur tímum hefur Sverrir Þór unnið sjö ^ leiki í röð á síðustu jg jsl? tveimur vikum, fjóra með karlaliðinu og þrjá með kvennaliðinu. Sverrir Þór gæti, gangi allt upp, orðið íslandsmeist- ari tvo daga í röð í þessarri viku haldi sigurganga beggja liða áfram. Gleymdist húii nokkuð á bekknum? Jovana Lilja Stefánsdóttir, tvítug körfuknattleikskona úr Grindavík, náði skemmtilegri tölfræði í öðrum leik lokaúrslit- anna gegn Keflavflk þrátt fyrir að hafa fengið aðeins skráð einn stolinn bolta. Jovana kom inná í lok annars leiklfluta í stöðunni 32-37 fyrir „ ^ Keflavík og * spilaði þær 2 i* ~ 53 sekúndur C ^ JM sem eftir lifðu ^ w*«E fe rí affyrriháif- • leik. Grindavík- j| urliðið vann þennan kafla 12-0 og þótt Jovana hafi ekki skotið á körfuna gerðist eitt- hvað með tilkomu hennar sem varð til þess að Grindavíkurliðið náði sínum besta kafla í leiknum og tryggði sér sjö stiga forskot í hálfleik, 44-37. Henning Henningsson, þjálfari sá þó ekki ástæðu til að setja Jovönu aftur inná og Grindavfk tapaði seinni hálfleiknum með 9 stigum og þar með leiknum 87-89. Þurfa þeir ekki lengur þristana? Keflvfkingar hafa löngum lifað og dáið á þriggja stiga línunni í körfuboltanum en nú virðist orðin breyting á því. Keflavfkur- liðið hefur aðeins skoraði 5,4 þrista að meðaltali í leik í úrslita- keppninni ár og það sem meira er, aðeins 24% langskota liðsins hafa ratað rétta leið. Það mátti sjá upphaf þessarar þróunar f fyrra þegar liðið skoraði 7,8 þrista í leik og nýtti 38,5% skotanna en á leið sinni að þremur íslandsmeistara- titlum sínum þar á undan (1997, 1999 og 2003) skoraði Keflavíkur- liðið öll árin yfir 11 þrista að meðaltali í leik auk þess að nýta yfir 40% skotanna. Snæfell spilar í kvöld lykilleik í úrslitaeinvíginu gegn Keflavík. Keflavík vann fyrsta leikinn með 15 stigum og vinni liðið í Hólminum í kvöld þarf sögulega endurkomu Hlyns Bæringssonar og félaga til þess að vinna fyrsta íslands- meistaratitil félagsins. Hlynur sjálfur ætti að njóta góðs af heimavellinum. Annað árið í röð þurftu Hlynur Bæringsson og félagar hans í Snæfelli að sætta sig við að sjá langa sigurgöngu í úrslitakeppninni taka enda í fyrsta leik úrslitanna sem þeir spila í Keflavík. f fyrra kom Snæfell með sex sigra í röð til Keflavíkur og í ár voru sigurleikirnir orðnir fimm en í bæði skiptin voru það heimamenn í Keflavík sem fögnuðu mikilvægum sigri, Snæfellingar fá tækifæri í dag til þess að sýna hvort þeir geri tilkall til titilsins að þessu sinni því tapi þeir geta Keflvfldngar tryggt sér titilinn á heimavelli á fimmtudaginn kemur. Fjölni með sigri í þriðja leiknum í Hólminum en hann skoraði 14 af 28 stigum sínum í fjórða leik- hluta þar sem hann hitti úr öllum íjórum skotum sínum, þar af voru þrjú fyrir utan þriggja stiga línuna. Hlynur nýtti 20 af 27 skotum sínum í heimaleikjunum gegn Fjölni (74%) og skoraði 28 stig í báðum leikjun- um. Þann fyrri vann Snæfell með tveimur stigum í framlengingu og hinn seinni með þremur stigum og það fer því ekki milli mála að þessi stórkostlega skotnýting Hlyns varð Fjölnismönnum ofviða. Sláandi tölur „Eftir því sem Hlynur spil- ar betur og skorar meira gengur okkur oft betur. Það er þó ekki algild regla en það er mjög algengt. Þetta eru vissu- lega sláandi tölur en hann hefur verið að spila svona upp og niður í vetur. Það er ljóst að við þurfum góðan leik frá Hlyni eins og öðrum í liðinu ef við ædum okkur sigur í þessum leik í kvöld,“ segir Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells. Hér til hliðar má finna saman- burðartöflu með tölfræði um Hlyn í úrslitakeppninni í ár eftir því hvort hann spilar á heima- eða útivelli. ooj@dv.is Það er ótrúlegur munur á sóknarleik Hlyns Bæringssonar í úrslitakeppninni eftir því hvort hann er að spila á heima- eða útivelli. Hlynur mætir, eins og vel er þekkt, alltaf fifllur bráttuanda og tilbúinn að spila góða vörn en þegar kemur að því að setja boltann í körfu andstæðinganna er það eitthvað við körfurnar í Stykkishólmi sem kveikir í Hlyni Bæringssyni, en hann hefur nýtt skotin 40% betur á heimavelli (60,4%) en á útivelli (20,0%) þar sem hann skýtur einnig líka mun sjaldn- ar á körfima. Líður betur í Hólminum „Mér líður náttúnflega mun bet- ur á heimavelli. Það er bara þannig að það er miklu þægilegra fyrir mig að spila í Hólminum í kringum mitt fólk og það væri bara óþarfa töffara- skapur að halda því fram að það skipti ekki máli hvar maður spilar. Það er nú samt þannig með þessa skotnýtingu og það verður enginn hengdur fyrir að hitta ekki. Það er erfitt að ráða við það en það er hægt að ráða við aðra þætti leiksins eins að mæta með brjálaða baráttu til leiks og gera það sem á að gera. Það er síðan oft spuming um millimetra hvort boltinn rúlli upp úr eða ofan í,“ segir Hlynur Bæringsson þegar DV lagði fyrir hann þessa tölfræði. í fyrsta leik lokaúrslitanna klikk- aði Hlynur sem dæmi á 10 skotum undir körfu Keflavíkur en hann hef- ur aðeins klikkað á 11 slíkum skot- um í heimaleikjunum fjórum. Það er þó erfitt að gagnrýna Hlyn fýrir þennan fyrsta leik enda tók hann 23 fráköst, þar af 9 þeirra í sókn. Barátta hans er engu lflc en um leið og skotin fara að detta lfka er hann sá leikmaður sem getur skilið á milli sigurs og taps. Stórleikur Hlyns Bæringssonar átti mestan þátt í að Snæfell sópaði „Það er nú samt þannig með þessa skotnýtingu og það verður enginn hengdur fyrir að hitta ekki" Hættulegur I Hólminum Kefívíkingarþurfa að hafa augun á Hlyni Bæringssyni í leik liðanna í Hólminum i kvöld en Hlynur hefur skorað 21,8 stigað meðaitaii í heimaieikjum Snæfells í úrslitakeppninni þar sem 60,4% skota hans hafa farið rétta leið. HLYNUR HEIMA OG UTI Hlynur Bæri ólika leiki efti á heimavelli I útivelli það s« keppni Inters Tölfræði Hlyns í úrslitakeppninnl: Heimavöllur Útivöiiur 4 Leikir 3 21.8 Stigílelk 6,7 10,0 Fráköstílelk 15,3 4.8 StoösendlngarllelKlM 1,75 Stolnir I lelk 1,33 60,440 Skotnýting 42,9% Þriggja stiga nýting 0,0% 1.5 Þriggja stlga körfurf lelk 0,0 63,9% Vitanýtlng 71,4% 9,0 Vlti fengin I leik 4,7 28.5 Framlag I lelk 17,3 Keflavíkurkonur hafa unnið tvo fyrstu leikina gegn Ritu Williams og Grindavík Hún má alveg skora ef við vinnum leikina Keflavíkurkonur unnu annan leikinn í úrslitaeinvíginu við Grinda- vík um íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta í gær og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð. Leikur- inn var frábær skemmtun, vel spil- aður og æsispennandi allan tímann þar sem sigurinn gat dottið báðum megin. Rita Williams tryggði Grindavík framlengingu með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok, 81-81, en landa hennar Alex Stewart í Keflavíkurliðinu átti síðasta orðið, skoraði öll átta stig liðsins í fram- lengingunni og tryggði Keflavík 89- 87 sigur og 2-0 forustu í einvíginu. Stewart átti frábæran leik, skoraði 28 stig, gaf 11 stoðsendingar og sá til þess í vörninni að Williams þurfti 32 skot til að skora sín 34 stig. „Við komum hingað til Grinda- víkur í dag og ætluðum að selja okk- ur dýrt til þess að ná sigri. Rita Willi- ams jafnar á ævintýralegan hátt með Birnu alveg í sér en við kláruðum þetta vel. Við emm komin í fína stöðu en við vitum að við emm ekki búin að tryggja okkur eitt eða neitt ennþá," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Rita þarf að að hafa fyrir sínum körfum og við leggjum það upp að hún megi alveg skora sín stig á með- an við vinnum. Ég lft á þetta þannig að við þurfum bara að vinna einn leik í viðbót og það er næst á dag- skrá,“ sagði Sverrir sem fékk aftur sínar stelpur til að spila góðan liðs- bolta þó svo að Stewart, Birna Val- garðsdóttir og Anna María Sveins- dóttir hafi staðið upp úr. „Anna María átti hörkuleik í dag (laugardag), allt liðið var að spila vel en hún átti það skilið að vinna þennan tímamótaleik miðað við hvað hún er búin að leggja mikið á sig fyrir sitt félag,“ sagði Sverrir Þór um Önnu Maríu Sveinsdóttur sem var með 19 stig, 18 fráköst, 6 stolna og 5 stoðsendingar í 500. leik sínum fyrir Keflavík. Hjá Grindavík var Rita í aðalhlut verki, Erla Þorsteinsdóttir spilaði líka sinn besta leik í langan tíma og Ólöf Helga * Pálsdóttir kom með kraft inn í leik liðsins. ooj@dv.is Nóg að gera Sverrir Þór Sverrisson hefur nóg að gera þessa dagana enda að spila með karlaliðinu I lokaúrslitum um Islandsmeistara- titilinn sem og að þjálfa kvennaliðið sem erkomiðí lykilstöðu i slnum lokaúrslitum um Islandsmeistara- titilinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.