Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 10
1 0 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 Fréttir DV Hermann Hreiðarsson knatt- spyrnumaður er mikill dugn- aðarforkur og gefursig allan i hvern einasta leik, sama hversu merkilegur eða ómerkilegur hann er. Hermann er utan vallar allt í senn rólyndismaður og mik- ill gaur. Hann er mikill grall- ari og á það til að gleyma sér í áhyggjuleysinu. „Hermann er topp- drengur, eins og Eyja- manna er von og vísa. Ég hefþekkt hann síðan hann var smágaur og get vottað um að hann sé sannur vinur vina sinna og strangheiðarlegur strákur sem fórnar sér algjörlega fyrir þau verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann á það tilað vera eilitið kærulaus en það er að vissu leyti kostur því hann hefur ekkert allt ofmiklar áhyggjur af hlutunum“ Þorsteinn Gunnarsson, íþróttafrétta- maður og EyjamaÖur. „Hermann er afburðagóð- ur fótboltamaður og keppnismaður eins og þeir gerast bestir. Þaö er draumur allra þjálfara að vera með svona mann innnan- borðs, mann sem gefur sig allan I það sem hann tekur sér fyrir hendur. Serp dæmi um það má nefna aö þegar það á að taka rólega æfingu daginn eftir leik þá er hann jafn kappsamur og alltaf. Hann smitar út frá sér á vellinum en eins og ég sagöi við hann eftir landsleikina I slðustu viku þá má hann vera enn frek- ari við liðsfélaga slna, segja meira og vera örlltið grimmari." Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari. „Hann er snælduvitlaus indælis drengur. Hann á það til að gleyma hversu sterkur hann er, en þótt ótrúlegt megi virðast var hann sem barn og unglingur bara iltið peð. Það var ekki fyrr enum 17-18 ára aldur sem hann tók mikinn vaxtarkipp og fóru þá menn að taka eftir honum. Hann er ró- lyndismaður og hefur ekki of miklar áhyggjur aflífinu sem er nú frekar kostur en hitt, en það getur verið galli að hann á það til að vera gleyminn." Tryggvi GuÖmundsson, knattspyrnu- maður og æskufélagi. Hermann Hreiöarsson er fæddur 1 l.júlí 1974 og er uppalinn I Vestmannaeyjum. Lék meö ÍBV áður en hann hélt til Englands I atvinnumennskuna. Hann hófþar ferilinn hjá Crystal Palace en hefur vlöa komiö viÖ. Undanfarin misseri hefurhann leikiö meÖ Charlton Athletic. Hermann hefur um ára- bil veriÖ fastamaðurí íslenska landsliöinu og varhann fyrirliði þess í leikjum slöustu viku I fjarveru Eiðs Smára Guöjohnsen. Samúð með kaþólskum Karl Sigurbjömsson bisk- up íslands sendi Johannes Gijsen Reykjavíkurbiskup kaþólsku kirkjunnar sam- úðarkveðju vegna andláts páfa. Karl segist í nafhi ís- lensku þjóðkirkjunnar votta hugheila samúð í virðingu og fyrirbæn vegna fr áfails páfa sem hafi verið einn áhrifamesti trúarleiðtogi samtímans. „Til hinstu stund- ar leyndi sér ekki af hvflíkri al- vöm, trúarstyrk og heilindum hann gegndi hirðisþjónustu sinni og fulinaði hana í ást tii Guðs og manna." 15 ára gömul kynntist Magnea Magnúsdóttir 26 ára manni sem breytti lífi hennar í hreina martröö. Friðrik Ottó Friðriksson hefur hlotið þrjá dóma fyrir hrottalegar lík- amsárásir gegn henni og afplánar nú fimm og hálfs árs fangelsisdóm á Litla-Hrauni. Magnea opnar sig nú í fyrsta skipti um sambandið sem lagði líf hennar í rúst. Ottast hefnd hrottans sem rústaði líf hennar Magnea Magnúsdóttir er enn í sárum eftir samband sitt við Friðrik Ottó Friðriksson sem situr nú í fangelsi fyrir ofbeldi gegn henni. Hún er óvinnufær vegna kvíðakasta og treystir á hjálp systur sinnar til að ala upp bam sitt og Friðriks. Hún segir hér sögu sína. „Ég kynntíst Friðriki þegar ég var hafa verið í veislunni og hún hafi fimmtán ára gömul, hann var þá 26 ára,“ segir Magnea. „Vinkona mín kynnti okkur, ég var mjög þroskuð miðað við aldur og flestir vinir mínir voru eldri en ég.“ Magnea segir að hún og Friðrik hafi verið vinir í fyrstu en fljótlega farið að vera saman. „Ég varð ófrísk eftir Friðrik og eignaðist son okkar nokkrum vikum áður en ég varð sautján. Hann var góður við mig til að byrja með en það var eins og hann breyttist eftir að ég varð ófrísk," segir Magnea sem ekki elur son þeirra Friðriks upp sjálf; segist ekki treysta sér til þess. Lífið snerist um Friðrik Magnea segir Friðrik hafa drukk- ið mikið og illa frá því að hún kynntist honum. „Ég vann allan tím- an á meðan ég gekk með barnið en hann var alltaf úti í einhverju rugli. Ég vonaði náttúrlega að hann myndi breytast, en ég var auðvitað svo ung að ég vissi ekki betur." Að sögn Magneu fékk hún sífellt hringingar frá fólki sem sagði henni frá ferðum Friðriks þegar hann var úti að drekka. Hann hafi alltaf reiðst óskaplega þegar hún minntist á eitt- hvað af því. Smátt og smátt hafi líf hennar tekið að snúast eingöngu um Friðrik. „Ég gerði allt sem ég gat til að þóknast honum, vera sú manneskja sem hann vildi að ég væri. Þegar ég lít til baka geri ég mér grein fyrir því hvað þetta var mikil geðveiki en ég var bara unglingur," segir hún. Kýld ófrísk í kviðinn „Ég man enn vel eftir fyrsta skiptinu sem hann barði mig,“ segir Magnea. „Ég gekk þá með bamið okkar undir belti og var að vinna í bak- aríi. Vinnan var með ein- hverja veislu og ég tók Frið- rikmeð mér.“ Magnea segir ókeypis bjór strax séð í hvað stefndi. Hún bað Friðrik nokkrum sinnum um að róa sig í drykkjuni en hann hlustaði ekki áhana. „Á leiðinni heim úr veislunni var hann orðinn dauðadrukkinn. Við ákáðum að fara í stutt stopp til mömmu minnar. Hann var greini- lega eitthvað fúll út í mig fyrir að vera gera athugasemdir við drykkjuna og reif skyndilega fast í hárið á mér. Mér brá og sló hann. Þá sturlaðist hann algjörlega, sló mig og kýldi þannig að ég fékk þungt högg frá honum í kviðinn. Ég man hvað mér brá við þetta, enda með barn okkar beggja í maganum." Sprengdi varir hennar Magnea segir að í kjölfar þessa hafi slagsmál brotist út á heimilinu þar sem Friðrik hafi meðal annars ráðist á móður hennar. „Kærasti systur minnar sneri hann á endan- um niður og henti honum út,“ segir Magnea. „Ég var svo æst og undr- andi eftir þetta að ég hljóp út á eftir honum og spurði hann hvað væri eiginlega í gangi. Friðrik svaraði með því að gefa mér þungt högg í andlitið með þeim afleiðingum að varir mínar sprungu." Magnea >? -i segir 'að eftir á að hyggja hafi þetta verið eins augljós vísbend- ing og orðið getur um hvað væri í vændum kysi hún að vera áfram með Magnea Dröfn Mag núsdóttir Reynir að koma lífi sinu á réttan kjöl eftir áraiangar mis- þyrmingar. „Friðrik var með hníf á sér og ógnaði mér með honum. Hann skar sig allan og mak- aði blóði sínu á mig Friðrikienbætirvið: „Friðrikhringdi svo bara og hringdi þar til að ég gaf eftir og við byrjuðum aftur saman." Misþyrmt á Kántríhátíð „Eftir þetta urðu barsmíðar hans hluti af mínu lífi," segir Magnea. „Það var alveg sama hvað það var, hann fann alltaf einhverja ástæðu til að lúskra á mér. Enda hef ég lrklega á einhvern hátt gefið honum þau skilaboð að það væri allt í lagi eftir að ég tók við honum aftur eftir fyrsta skiptið og lúffaði alltaf fyrir honum í öll skiptin sem á eftir komu.“ Þó að Friðrik hafi fengið þrjá dóma fyrir ofbeldisárásir gegn Magneu segir hún sjáíf að alvarleg- asta árásin hafi aldrei verið dregin fram í dagsljósið. „Við fórum saman á Kán- tríhátíð á Skagaströnd," segir Magnea. „Friðrik byrjaði strax að drekka illa og ekki leið á löngu þar til að hann var orð- inn vitstola af ölv- un.“ Hún segir Friðrik hafi byrjað að lemja sig inni í tjaldinu þeirrra. „Ég reyndi hvað eftir annað að komast út en komst ekkert," segir Magnea. „Ég man að það var eitthvað fólk sem spurði hvort ekki væri allt í lagi en ég þorði ekkert að segja enda dauðhrædd við Friðrik. Hann var með hníf á sér og ógnaði mér með honum. Hann skar sig allan og makaði blóði sínu á mig alla. Ég beið alltaf eftir að löggan myndi koma og taka hann en hún kom aldrei." Aldrei orðið jafn hrædd Magnea segist ekki geta lýst því hvernig það er að verða fyrir öðru eins ofbeldi og hún þurfti að upplifa. „Ég veit að það sem ég hræddist mest voru ekki hnefar Friðriks, það voru frekar augu hans sem skelfdu mig,“ segir Magnea. „Stundum kom einhver glampi í augu hans, glampi sem ég var farin að þekkja of vel á endanum. Þegar ég sá þennan glampa vissi ég að það var ekki gott í vændum. Ég vissi að þá var Friðrik til alls líklegur. Þegar ég sá þennan svip var eins og öll mín orka og allur minn vilji hyrfi bara. Það var eins og Friðrik væri af einhvejum öðrum heimi. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar verið jafn hrædd og þegar ég sá þennan svip Friðriks," segir Magnea. Tók frá mér unglingsárin „Ég kvíði fyrir því þegar Friðrik losnar af Hrauninu," segir Magnea og bætir við að hún vonist til að þurfa aldrei að líta hann augum aftur. „Ég efast þó um að sú ósk mín eigi eftir að rætast. Ég kvíði því stanslaust að hann eigi eftir að koma og finna mig, hefna sín á mér einu sinni enn því í huga hans er allt mér að kenna," segir Magnea. Að því er Magnes segir er hún haldin ofsakvíða og á orðið erfitt með að vera innan um fólk sem hún þekki ekki. Hún fái kvíðaköst í aðstæðum sem hún er óörugg í. „Það á eftir að taka mig langan tíma að vinna mig út úr þessu en ég stefni ótrauð áffam því ég ætla ekki að leyfa Friðriki að eyðileggja líf mitt meir," segir Magnea. „Hann tók frá mér unglingsárin og gerði þau að hreinni martröð. Nú situr hann í fangelsi fyrir það, en ég ætla halda áfram og læt ekki bugast." andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.