Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 4. APRlL 2005 Fréttir DV Flensborg stækkar Framkvæmdir eru að hefjast við stækkun Flens- borgarskóla. Um er að ræða tveggja hæða við- byggingu austan við skól- ann, samtals 2.650 fermetr- ar að flatarmáh. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í byrjun skólaárs á næsta ári. Viðbyggingin á að leysa úr brýnum hús- næðisvanda skólans. Aðal- hönnuður er Ormar Þór Guðmundsson arkitekt. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra og Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri munu taka fyrstu skóflustunguna að viðbygg- ingunni í dag. Lóð fyrir kalkþörunga íslenska kalkþörungafé- lagið, Icelandic Sea Miner- als, hefur gert lóðarsamn- ing við bæjaryfirvöld í Vest- urbyggð vegna verksmiðju- lóðar á Bíldudal. Um ítar- legan samning er að ræða. „Bæjarráð fagnar því að samningar náðust milh aðila og teiur að ásættan- legt leiguverð hafi fengist fyrir lóðina," segja bæjar- fuhtrúarnir. Slæm byrjun í grásleppu Fjölskylda Ricardos Correia Dantas, Brasilíumannsins sem hvarf á laugardaginn, bíður milli vonar og ótta hvort hann finnist á lífi. Anna Kjartansdóttir, fósturmóð- ur Ricardos, kynntist honum í Brasilíu og tók hann að sér þegar hann kom hingað til lands. Synir Önnu hafa hjálpað til við leitina að Ricardo. „Ég veit ekki hvort hann er lífs eða liðinn,“ segir Anna Kjartans- dðttir fósturmóður Ricardos Correia Dantas, Brasih'umannsins sem hvarf sporlaust á laugardagsmorgun. Ricardo hafði búið ásamt fjölskyldu önnu í Brasilíu síðastliðin fimm ár. Eftir að Anna fluttist til íslands kom Ricardo í heimsókn. Vegna útlend- ingalaganna var honum ekki fært að búa hér lengur eins og hann vill gera. Nú veit enginn hvar hann er. „Ef hann hefði þurft að fara aftur til Brasilíu hefði hann staðið algjör- lega eins síns liðs," segir Anna en eiginmaður hennar er aðventista- prestur í Brasilíu. „Ricardo vildi búa hjá okkur eins og hann hafði gert síðastliðin árin. Hann var orðinn eins og einn af fjölskyldunni." Synir Önnu eyddu gærdeginum í að hjálpa björgunarsveitarmönn- um að leita að Ricardo. Anna segir það hafa hjálpað þeim að takast á við óttann um örlög vinar þeirra. Vinalegur drengur í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi kemur fram að Ricardo Correia Dantas sé fæddur 3. febrúar 1977, með brasilískt ríkisfang, rúm- ir 170 sm á hærð, grannvaxinn, með svart hár og stuttklipptur. Síðast þegar til hans sást var hann klædd- ur ljósum jakka, með svarta húfu og í svörtum lágbotna íþróttaskóm. Bæjarbúar sem DV ræddi við segja Ricardo hafa verið vinalegan mann sem lítið fór fyrir. Leitað í bakhúsum „Ég var að vinna á laugardaginn en sá hann ekki í búðinni," segir af- greiðslustúlka í Shellskálanum á Stokkseyri. Hún segist hafa séð til Ricardos endrum og eins þessa viku sem hann var í bænum og líkað vel við strákinn. Annar bæjarbúi sem DV ræddi við sagði að mörgum „Ricardo vildi búa hjá okkur eins og hann hafði gert síðustu árin. Hann var orðinn eins og eirtn affjöl- skyldunni." þætti óþægilegt hve mikla áherslu lögreglan legði á leit innan bæjar- ins. Leitað væri í bílskúrum og bak- húsum að týnda Brasilíumannin- um. Bíða og vona Fjölskylda önnu bíður og vonar að Ricardo finnist heill á húfi. Þau eru í húsi í eigu elliheimilisins Kumbaravogs sem er í eigu að- ventista. „Ricardo er góður drengur og yndislegur vinur. Hann er hins vegar óvanur íslenskri náttúru og ómögulegt að segja hvað getur hafa gerst. Síðasta sem ég vissi var að hann ætlaði í stuttan göngutúr. Síðan þá hef ég ekkert heyrt," segir Anna Kjartansdóttir. Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem hafa orðir ferða Ricardos varir að láta vita í síma 4801010. simon@dv.is andri@dv.is Ricardo Correia Dantas týndur Siðast sást til Ricardos á laugar- daginn klukkan tíu. Fyrstu tveir grásleppu- bátarnir komu að landi á Vopnafirði um helgina en verúðin hófst á miðvikudag í síðustu viku þegar byrja mátti að leggja netin. Máni NS 34 og Ólöf NS 69 fengu minna í netin en búist var við og sagði Guðni Ásgríms- son, skipstjóri á Ólöfu, að þetta væri ein lélegasta byrjun sem hann myndi eftir í langan tfma. Skipverj- ar hans drógu 10 trossur og fengu einn og hálfan kút. Kemur þetta fram á vefnum vopnafjordur.is. Umboðsmaöur Alþingis segir meðalhófs ekki gætt við einangrun Vatnsberans í einangrun með nýyddaðan blýant og hníf „Réttast væri að lemja þessa kerl- ingu í stút," segir Þór Óliver Þórhalls- son að séu orðin sem leiddu til þess að hann var sjötíu og fimm tíma í einangrunarvist á Litla-Hrauni. Orðin lét Þór falla eftir fund við hjúkrunarkonu í fangelsinu. Hann telur sig ekki fá þá heilbrigðisþjón- ustu sem hann eigi rétt á í fangels- inu. Þór Óliver hét áður Þórhallur öl- ver Gunnlaugsson og var þekktur undir nafninu Vatnsberinn eftir sakamáli tengdu samnefndu fyrir- tæki. Hann situr nú Litla-Hrauni fyrir morðið á Agnari W. Agnarssyni. Umboðsmaður Alþingis segir nú að annmarkar hafi verið á undir- búningi, efni og framkvæmd Hvað liggur á? ákvörðunar um einangrun hans. „Ég hef í rúm sautján ár tekið ritalin vegna athyghsbrests sem ég er greindur með," segir Þór Óhver. „Mér er sagt að vegna misnotkunar fáeinna fanga á lyfjum sé ekki óhætt að gefa mér þau lyf sem ég þarfn- ast." Þór ÓUver segist hafa reynt að útskýra vonbrigði sín með þessi mál fýrir hjúkrunarkonu fangelsins en engar undirtektir fengið. „Mér lenti ekkert saman við þessa hjúkku. Ég gekk bara á dyr og í þann mund sem ég var að ganga út lét ég þau orð frá mér faUa í fljótfæmi að réttast væri að lemja hana í stút. Hún virðist hafa heyrt það þannig að ég hafi sagt að réttast væri að stúta henni." Þór Óli- „Það liggur bara ekkert á," segir Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður.„Ég var kominn með bílinn á sumardekk og er núna staddur uppi í Borgarfirði og snjóþekja yfir öllu og hálka á vegunum. Því er mikilvægt að keyra hægt og muna að ekkert liggur á. Kapp er best með forsjá og hraði snigilsins er mottó dagsins." ver var kaUaður í viðtal til fangelsisyfirvalda. Þar sagði hann að ef hann fengi ekki þá heUbrigðis- þjónustu sem hann ætti rétt á væri þeirri hættu boðið heim að V hann tæki sitt eigið líf ^ ^ eða líf annarra. Þá var — ákvaðið að Þór ÓUver yrði ‘ settur í sjöúu og fimm tíma í einagrun. „Áður en ég fór í einangrunma var mér réttur nýydd- aður blý- ant- ur tfi skrifta og hnífur sem mér var sagt að ég gæti notað úl að ydda blýant- inn. Með þessi tól sat ég svo í sjöúu og. fimm úma þótt ég væri nýbú- inn að lýsa því yfir að ég væri í sjálfsmorðshug- leiðingum," segir Þór ÓUver. andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.