Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 14
74 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 Neytendur DV • Gítarinn á Stórhöfða er með bassatilboÖ sem inniheldur rafbassa, 20w, magnara, ól, snúru, poka, stillitæki, stand og neglur. Tilboðið stendur til 20. aprfl og kostar pakk- inn 42.900 krónur sem er 28% afsláttur. • Aflangt nuddbaðkar (163x83x73cm) er á 45% afslætti á sturta.is og kostar nuddkarið 127.000 krónur fram til 18. maí. • Stigaroghandrið íLaugar- brekku eru með EcoStar-lúgu- stigi með hita og hljóðeinangraðri lúgu (120x60cm) á 32.000 ^ krónur til 11. maí og er það 16% afslátur. • Luka að Kirkjulundi er % með Wrangler-buxur með pilsi á tilboði til 12. mars og kostar varan 1.980 krónur á þeim tfma sem er 60% afsláttur. • Mountain Tech-flíspeysur eru á 20% afslætti í Rúmfatalagemum til 18. aprfl og kosta 1.990 krónur. • Sjónvarps- miðstöðin í Síðu- múla er með 1,8“ JVC digital-tökuvél á 119.900 til 6. maí sem gerir 20% afslátt. Ódýrasta bensínið' Verö miðast viö 95 okt. i sjálfsafgreiðslu _____ Höfuðborgarsvæðið Hlynur Jörundsson hefur átt í stríði við Tölvulistann frá því starfsmenn fyrirtæk- isins uppfærðu tölvuna hans. Hlynur segir þá á endanum hafa eyðilagt tölvuna. Nú vilji þeir ekki taka ábyrgð á gjörðum sinum. Hlynur segist æfur eftir að hafa vera hótað meiðyrðamáli ef hann færi með málið lengra. Hann leitar til Neytenda- samtakanna. „Ég læt þessa gaura hjá Tölvulistanum ekki hóta mér,“ segir Hlynur Jörundsson iðnaðarmaður sem ber Tölvulistanum ekki góða söguna, en Hlynur hefur ítrekað komið með sömu tölvuna til þeirra í viðgerð en hefur aldrei fengið hana heila til baka. Eftir að Tölvulistinn hótaði honum málsókn ef hann færi með málið lengra ákvað Hlynur að fara í Neytendasamtökin og segja sína sögu. „Þeir segjast ætia að stefna mér fyrir meiðyrði fari ég í hart,“ segir Hlynur Jörundsson, sem er allt annað en sáttur við viðskipti sín við Tölvulistann. Hynur segir fyrirtæk- ið ekki standa ekki undir þeirri ábyrgð sem því beri. „Mér dettur ekki í hug að láta hóta mér svona og þetta mál fer til Neytendasamtakanna. Ég ætla ekki að bakka út úr þessu og þeir skulu borga mér þetta - það er alveg á hreinu," tekur Hlynur ákveðinn ffarn. Ónýt úr uppfærslu „Þetta byrjaði allt með því að ég ákvað að uppfæra móðurborðið, og ég keypti hjá þeim pakka sem ég lét þá setja saman fyrir mig og þeir gerðu það. Svo fékk ég þetta til baka og þá gerðist ekki neitt, svo ég fékk ónýta tölvu til baka. Þá vildu þeir ekki kannast við að hafa sett saman tölvuna, en í ljós kom að kæliviftan var sett öfug á örgjörvann, en það er út af fyrir sig Herkúlesarátak að gera það," heldur Hlynur fram. Aftur og aftur sama sagan Þeir tóku tölvuna aftur, sögðust hafa gert við hana og ég borgaði fyr- ir það þrjú þúsund krónur. Þá kom í ljós að hún var alveg eins, jafn bil- uð. Ég set hana þá í annan turn og hún virkar ekki heldur þá, þeir tóku hana aftur og sögðust hafa gert við hana og að nú sé tölvan í fínu lagi. Ég fékk kassann til baka og kveikti á tölvunni og ekkert gerðist," segir Hlynur sem þá var orðinn pirraður og fór enn og aftur með tölvuna. Núna sagðist hann vilja fá hana lag- aða í eitt skipti fyrir öll. „Viku seinna fékk ég hana til baka í pört- um og þeir segja að hún sé ónýt og engin ábyrgð á henni. Ég var að vísu ekki látinn borga þarna en hafði borgað sex til níu þúsund krónur í hin skiptin." Gangast ekki í ábyrgð „Ég fór á annan stað og fékk úr því skorið að móðurborðið væri ónýtt og sömuleiðist örgjörvinn. Þeir hjá Tölvulistanum segja þeir mér að kaupa nýja örgjörva af þeim og senda þann ónýta, sem ég keypti upphaflega nýjan hjá þeim, út svo hægt sé að athuga hvort um fram- leiðslugalla sé að ræða. Ef svo er munu þeir endurgreiða mér örgjörvann," útskýrir Hlynur. „Ég sagði nei takk og vildi bara fá nýtt móðurborð og örgjörva fýrir það sem þeir höfuð áður selt mér og eyðilagt en þá sögðu þeir bara nei." Hlynur Jörundsson Fékk ónýta tölvu úr uppfærslu hjá Tölvulistanum, ætlar í Neyt- endasamtökin með málið og hefur verið hótað málsókn fyrir meiðyrði. Hóta meiðyrðamáli „Þetta var í ágúst í fyrra og nú ætla ég að byrja að ganga í málið þar sem ábyrgðin er að fara að renna út. Ég sagði þeim að ég muni fara í Neytendasamtökin ef þeir vildu ekki leysa þetta mál. Þá sagði viðmæland- i minn við mig að fari ég í hart með þetta muni þeir stefna mér fyrir meiðyrði. Ég spurðu hann þá hvað hánn héti og hann neitaði að segja til nafns og skellti á,“ segir Hlynur Jörundsson. tj@dv.is „Þá sagði viðmælandi minn við mig að fari ég í hart með þetta muni þeir stefna mér fyrir meiðyrði. Ég spurði hann þá hvað hann héti og hann neitaði að segja til nafns og skellti á." Gunnar Freyr Jónsson segir Hlyn Jörundsson ekki segja rétt frá Var ekki hótað í nafni Tölvulistans Bensínpunktar • Atlantsolía hækkaði bensínverðið hjá sér all veru- lega á föstudaginn eða um fjórar krónur, úr 97,20 í 101,20 og erþví með dýrasta bensinið í sjálfsaf- greiðslu á höfuðborgarsvæöinu. • Þessi hækkun kemur verulega á óvart þar sem þeir hafa hingað til gefiö sig út sem fjórða aflið sem býður upp á samkeppnishæft verö. • öll hin olíufélögln hafa haldið verðum slnum niðri yfír helgina og eiga þau hrós sklllð fyrirþaö. • Vonandi sjá hln olíufélögln sóma sinn í að hækka ekki verð á oliu þótt Atlantsolia hafí hækkað og beita á þá þeirra eigin meðulum, þ.e.a.s. að elta ekki heldur blða þar til Atlantsolla lækkar aftur til að vera með I . samkeppninni. • Því miður verðurþað að teljast óllklegt að bensln- verð haldist undir hundrað krónunum mikiö lengur en með aukinni samkeppni er vonandi aö sjálfstæður rekstur tilboðsstöðva stóru félaganna verið til þess að það gerist ekkl. „Ég er með samantekt af þessu máli öllu sam- an og við getum ekkert gert fyrir manninn. Hlyn- ur keypti hjá okkur hluti sem hann setti sjálfur vitlaust saman. Hann fer með rangt mál og við eru með þetta allt skráð í verkbeiðnir," segir Gunnar Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Tölvulistans. „Síðan kemur hann kemur bara með hlutina til baka, sem voru móðurborð, örgjörvi, vifta og vinnsluminni, en ekki alla tölvuna. Varðandi kröfu hans um málið þá getum við ekki orðið að henni þar sem hann eyðilagði sjálfur þessa hluti, til dæmis með því að snúa viftunni öfugt og því eru þeir ekki í ábyrgð," bendir Gunnar Freyr á. „Þetta er bara eitt af þessum málum þar sem einn af þessum þúsund er ósáttur. Varðandi kvörtunina um að fá ekki örgjörvann endur- greiddan verður henni ekki breytt og við viljum ekki ræða einstaka ábyrgðarmál í fjölmiölum." Tölvulistinn viö Nóatún I Framkvæmdastjórinn segir ásak- anir Filyns Jörundssonar rangar því Hlynur hafi sjálfur skemmt hlutina ítölvunni sinni og því séu þeir ekki í ábyrgð, arstjórinn hringdi þá í Hlyn sem var svo orðljót- ur að verslunarstjórinn sagðist ekki geta setið undir þessu og það að hann skyldi úthúða starfsmönnum á opinberum vettvangi jaðraði við meiðyrðum. Þá sagðist Hlynur ætla að fara í blöðin með málið. Þetta er allt sem sagt var við manninn og und- ir engum kringumstæðum var honum hót- að. Það var svo Hlynur sjálfur sem skellti á verslunarstjórann en ekki öfugt," segir Gunnar. Enginn hafi umboð fyrir að hóta mönnum lögfræðingum nema ákveðnir menn hjá fýrirtækinu. ',,Ég fagna því að hann skuli fara í Neyt- f sambandi við hótunina sem Hlynur Jör- undsson fjallar um segir Gunnar, „það var hann sem hringdi í okkur og kallaði okkur lygara og svikara og vildi fá að tala við eigandann. Verslun- endasamtökin ef hann telur sig eiga kröfu í okk- ur og að farið verði rétt með málið," segir Gunn- ar Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Tölvulistans viðDV. tj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.