Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 2

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 2
Moli Lífshættir búfjárins EIGA AÐ RÁÐA FERÐINNI í BÚSKAPNUM i Svíþjóð hafa á síðari árum farið fram heitar umræður um loðdýrarækt og þau sjónarmið verið uppi banna eigi hana. Vidar Marcström, fyrrv. professor (prof emeritus), fjallar hér um málið frá sínum sjónarhóli: Hin forna hefð bændasamfé- lagsins að nýta en jafnframt varðveita náttúrugæði og rækta og nytja jafnt tamda og villta dýrastofna er jafn sjálfsögð nú á tölvuöld og áður. Stór hluti sænsku þjóðarinnar hefur fullan skilning á þessu enda á hún ræt- ur sínar í bændamenningunni. Margir þéttbýlisbúar hafa þó aldrei haft neina snertingu við landbúnað, hvað þá við viðskipti með búfjárafurðir. Þá gera fáir sér grein fyrir því að í náttúru Svíþjóðar deyja milljónir fugla i hverjum mánuði. Viðhorf þéttbýlisbúa leysa smám saman af hólmi persónu- lega upplifun fyrri kynslóða af náttúrunni. Dýrunum eru gefnir mannlegir eiginleikar og þau fá hlutverk í heimi ævintýranna. Með rangtúlkunum á nútíma erfðafræði eru dýr og fólk sett Altalað á kaffistofunni Jóhannes Grímsson var fjár- maður á Jökuldal, var hann einn af þeim sem fór á fætur fyrir birt- ingu og stóð yfir fé allan daginn. Eitt sinn stóð Jóhannes yfir fé uppi á heiði. Kom þá til hans ókunnugur maður og spurði til vegar á eitthvert heiðarbýlið. jafnfætis. Raunveruleikafirrtir borgarbúar setja jafnaðarmerki milli aflífunar dýra og dráps og morða. Að sjálfsögðu er maðurinn ein- stakur, m.a. vegna hæfileika síns til tjáskipta, til skapandi hugsunar og vegna gáfna sinna en ekki síst vegna vitundar sinnar um dauðann. Sú vitund skapar fólki kvíða- og hræðslutilfinningu sem lætur engan ósnortinn og kallar fram einmanaleika. Til að vinna bug á því er fólk í sífelldri leit eftir nýrri neyslu og upplifunum, sem að minu áliti er fánýt sókn eftir sálarró og hamingju í landi þar sem veraldarhyggja er í sjálfu sér orðin trúarbrögð. Hvorki tamin né villt dýr eiga við þetta vandamál að stríða. Þau láta eðlisávísun sína ráða og taka því sem að höndum ber. Að sjálfsögðu skynja þau sársauka og okkur ber að gefa þeim eins góð lífsskilyrði og unnt er. Auðvitað bregðast þau við hættum, sem þau verða fyrir, en þau hafa ekki sama tímaskyn og maðurinn né hræðslu gagnvart því sem óhjá- kvæmilega gerist. Þessar ástæður valda því að fjöldi fólks telur það ekki ósiðlegt Benti Jóhannes á mel þar nokkuð frá og segir: „Þama sérðu mell, þegar þú kemur upp á hann sérðu annan mell, þegar þú kemur upp á þann mell sérðu enn mell og ef þú getur ekki ratað þaðan þá eru helvítis asni“. Heimild: Hákon Aðalsteinsson. að aflífa dýr ef það er gert mann- úðlega. Villt dýr, sem eru ekki felld við veiðar, lifa heldur ekki eilíflega, heldur drepast af völd- um sjúkdóma, í umferðinni, rán- dýr drepa þau eða þau svelta til dauða. Að sjálfsögðu ber okkur að virða ólíkar skoðanir fólks á bú- fjárhaldi en við getum ekki tekið skyndiákvarðanir án efnislegrar umræðu. Það er einnig óásætt- anlegt að hópar mótmælenda telji að tilgangurinn helgi meðalið og hafi í frammi ofsóknir og ólýð- ræðislega framkomu til að ná takmarki sínu. Bann við minkarækt hefði al- varlegar efnahagslegar og fé- lagslegar afleiðingar. Um 170 minkabú með árs veltu sem nemur um 450 millj. s.kr. og um 1000 starfsmenn yrðu lögð niður. Að auki hefði það slæm áhrif fyrir þjónustugreinar loðdýra- ræktarinnar. Þannig gerði það alifuglaræktinni erfitt fyrir en hún hefur selt sláturúrgang i loðdýra- fóður og yrði þá að eyða honum á sinn kostnað, í stað þess að hann komi í verð. Næði bann við minkarækt fram að ganga má ætla að eigendur minkabúa muni í einhverjum mæli flytja rekstur sinn til ann- arra landa þar sem kröfur til rekstrarins eru minni. Að lokum má nefna að vissu- lega er lifandi lýðræði styrkur að opinni og gagnrýnni umræðu. Hins vegar hefur það gerst að hópar mótmælenda taka sér vald til að hafa áhrif á almenning með rangfærslum. Við slíkt verður ekki unað. (Þýtt og endursagt eftir Prof. emeritus Vidar Marcström í Land Lantbruk nr. 23/2004). Þarna sérðu mell | 2 - Freyr 6/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.