Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 23

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 23
1. tafla. Át innifóðraðra lamba á heyi og kjarnfóðri á eldistímanum. Át, kg þ.e./dag Alls úr fóðri Gróf- Kjarn- FEm AAT PBV HÓPUR_____________fóður fóður Alls /dag g/dag g/dag C. nýræktarrúllur 0,971 0,971 0,82 65 130 D nýræktarrl.+kjarnf. 0,993 0,044 1,037 0,89 78 142 E. rýgresisrúllur 0,955 0,955 0,82 66 107 F. rýgresisrl.+kjarnf. 0,984 0,031 1,015 0,87 74 117 sem skiptust í 6 hópa með 16 lömb í hverjum, þar af 4 gimbrar og 12 hrúta. Meðallífþungi við upphaf tilraunar var 31,9 kg hjá gimbrum og 35,4 kg hjá hrútum. Lömbin voru valin þannig í hóp- ana að meðallífþungi í hverjum hópi væri jafn í upphafi tilraunar. I upphafí tilraunar var öllum lömbum gefið ormalyf og hrút- lömbin gelt. Þetta á þó ekki við um viðmiðunarhópinn (A) sem slátrað var strax þann 3. október. Tilraunahópar voru sex: A. Slátrað í upphafi tilraunar, (viðmiðunarhópur) B. Slátrað eftir rúmar 5 vikur á káli C. Kálbeit í rúmar 5 vikur, inni- fóðrun í 5 vikur á nýræktarrúll- um D. Kálbeit í rúmar 5 vikur, inni- fóðrun í 5 vikur á nýræktarrúll- um og kjamfóðri. E. Kálbeit í rúmar 5 vikur, inni- fóðmn í 5 vikur á rýgresisrúll- um F. Kálbeit í rúmar 5 vikur, inni- fóðmn í 5 vikur á rýgresisrúll- um og kjamfóðri. Til frekari skýringar er tilrauna- skipulaginu lýst á 1. mynd. Kálakurinn, sem beitt var á, var í landi Mávahlíðar og hafði verið sáð í hann vetrarrepju í lok maí. Var stærð akursins um 2 hektarar sem reiknað var með að væri ríf- legt miðað við lambaljölda og til- raunatíma, auk þess sem uppsker- an var með mesta móti þetta árið. Lömbin höfðu einnig aðgang að úthaga (mýri) á tilraunatimanum. A innieldinu var ríflega þriðj- ungur gróffóðursins hjá öllum til- raunahópunum (C-F) sama gmnn- fóðrið, en hópar C og D fengu að auki rúlluhey af nýrækt sem sáð hafði verið í um vorið, en hópar E og F rúlluhey af akri með vetr- arrýgresi. Orkustyrkur heyjanna var ágætlega hár, 0,83, 0,86 og 0,87 FEm/kg þe. fyrir (í sömu röð) gmnnfóðrið, nýræktarheyið og rý- gresið. Hópar C og E fengu ein- göngu gróffóður en hópum D og F voru gefin 100 g/dag/lamb af Milljónablöndu frá Fóðurblönd- unni hf. sem inniheldur 68,75% fiskimjöl, 30% bygg, auk magne- síumfosfats, vítamína og snefil- efna. Hóp A var slátrað 3. október og hóp B 11. nóvember, báðum hjá KS á Sauðárkróki, eins og flestum lömbum Hestbúsins. Innieldis- hópunum (C-F) var slátrað þann 18. desember hjá SS á Selfossi, þar sem KS hætti slátmn viku fyrr en áformað var að tilrauninni lyki. Öll þau lömb sem vom eftir lif- andi hveiju sinni vom vigtuð á fæti, ómmæld og fita á síðu metin fyrir hverja af slátrununum þremur. Upplýsingum úr sláturhúsi var safh- að á hefðbundinn hátt (fallþungi og flokkun) en auk þess var mæld fitu- þykkt á síðu (J-mál) á öllum skrokkum, auk annarra hefðbund- inna útvortis- og þverskurðarmála, sem mæld em í afkvæmarannsókn- um á Hesti, og gefin stig fyrir læri og frampart. EUROP- flokkun skrokkanna var snúið yfir á línuleg- an skala líkt og gert er t.d. í uppgjöri afkvæmahópa hjá hrútum (Fitufl.2=5; Fitufl.3=8; Fitufl.3+=9; Fitufl.4=ll, Fitufl. 5=14 - P=2; 0=5; R=8; U=ll; E=14). Niðurstöður og umræda At. Niðurstöður varðandi át lambanna em í 1. töflu. Lömbin átu kjamfóðrið illa, einkum fram- an af, og að meðaltali fór aðeins í þau tæplega helmingur þess kjam- fóðurs sem þeim var gefið, eða um 44 g/lamb/dag hjá nýræktar- hópnum (D) og 31 g/lamb/dag hjá rýgresishópnum (F). Ef eitthvað er þá átu kjamfóðurhópamir (D og F) ívið meira gróffóður en hin- ir (C og E). I öðmm rannsóknum hérlendum og erlendum hafa svona smáir kjamfóðurskammtar yfirleitt ekki haft neikvæð áhrif á át og jafnvel em dæmi um að við- bótarprótein úr kjamfóðri örvi át á gróffóðri. Nánast enginn munur er á gróffóður- eða heildaráti milli hópanna sem fengu nýræktarrúll- umar (C og D) og þeirra sem fengu rýgresisrúllumar (E og F), þó að meðaltölin séu þeim fyrr- nefndu örlítið í vil (1-2%). Gróf- fóðurát lambanna er ívið minna en búast hefði mátt við miðað við niðurstöður fyrri tilrauna og hátt orkustig heyjanna. Þurrefnisinni- hald gróffóðursins í þessari tilraun var að meðaltali eftirfarandi: Grunnhey 57,4% þe., nýrækt 49,9% þe. og rýgresi 46,9% þe. Samkvæmt niðurstöðum eldri til- rauna hefði mátt búast við nokkm meira áti ef þurrefnisinnihald heyjanna hefði verið 60% eða yf- ir. Þó að litið hafi étist af kjam- fóðrinu munar samt nokkm á þeir- ri heildarorku og ekki síður AAT sem hópamir innbyrtu, kjamfóð- urhópunum í vil. PBV-gildin em mun hærri en mælt er með en þó Freyr 6/2004 - 23 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.