Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 20

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 20
Starfsemi sauöfjársæð- ingarstöðvanna árið 2003 efð er fyrir því að gera hér í þessu sauðfjár- blaði grein fyrir starf- semi sauðfjársæðingastöðvanna á umliðnu ári. I þeirri grein, sem hér fylgir, er slíkt yfirlit um starfsemina árið 2003 að finna. Sæðingar sauðijár eru einn mik- ilvægasti hlekkurinn í ræktunar- starfí sauðfjár hér á landi og hefur mikilvægi þeirra aukist verulega á síðustu árum. Ástæða er einnig til að minna á það að sauðQársæð- ingar geta og eiga að vera mikil- vægur hlekkur í baráttu við sauð- fjársjúkdóma í landinu. Þessi starfsemi gekk á allan hátt með miklum ágætum á árinu 2003 eftir að viss áföll höfðu dunið yfír árið áður eins og ijallað er um í grein fyrir síðasta ár. I desember var gerð allum- fangsmikil tilraun með notkun á djúpfrystu hrútasæði á nokkrum stöðum hér á landi. Þorsteinn 01- afsson, sem borið hefur veg og vanda af tilrauna- og þróunarstarfi í sauðíjársæðingum hér á landi á undangengnum árum, gerir grein fyrir þessari tilraun á öðrum stað í blaðinu og verður því ekki fjallað frekar um hana hér. Veturinn 2003 voru eins og áð- ur tvær stöðvar starfræktar og voru það að þessu sinni stöðin í Laugardælum og stöðin við Borg- ames. Hrútakostur stöðvanna taldi í allt 47 hrúta eða einum færra en veturinn áður. Á stöðinni í Laug- ardælum vom samtals 25 hrútar, af þeim vom 18 hymdir og sjö kollóttir, auk eins forystuhrúts, en á stöðinni við Borgames voru 22 hrútar og voru 13 af þeim hryndir og átta kollóttir, auk eins forystu- hrúts. Á undanfömum árurn hefur ver- ið mikil og hröð endumýjun í hrútaskosti á stöðvunum enda ekki á annan hátt mögulegt að hafa þar í boði nægjanlega góða hrúta vegna þeirra miklu kynbóta- framfara sem hafa átt sér stað á allra síðustu árum í sauðljárstofn- inum víða um land. Endurnýjunin var samt örlítið rninni en árið áður en nú komu til notkunar á stöðv- unum í fýrsta skipti 18 nýir hrútar en 19 þeirra sem vom í notkun á árinu 2002 vom horfnir af sjónar- sviðinu af Ijölmörgum ástæðum. Hrútamir, sem af margvíslegum ástæðum em horfnir úr notkun frá fyrra ári, em eftirtaldir: Ljóri 95- 828, Dalur 97-838, Sjóður 97- 846, Stúfur 97-854, Glær 97-861, Bjargvættur 97-969, Morró 98- 845, Hængur 98-848, Flotti 98- 850, Styrmir 98-852, Hagi 98- 857, Kani 98-864, Náli 98-870, Baukur 98-886, Víðir 98-887, Bessi 99-851, Styggur 99-877, Leki 00-880 og Skúmur 01-885. í stað þeirra hrúta, sem horfnir eru af vettvangi, kornu til notkun- ar á stöðvunum 18 efnilegir nýir hrútar haustið 2003. Þessir hrútar vom valdir til notkunar á stöðvun- um eftir ýmsum leiðum en flestir þeirra samt á gmndvelli skipu- legra afkvæmarannsókna vegna sauðfjársæðingastöðva, sem unn- ar em vítt um land og Qallað hef- ur verið um hér í blaðinu áður. Hér á eftir em þessir hrútar taldir upp og gerð grein fýrir uppruna þeirra en fyrir þá sem leita vilja frekari upplýsinga um þá er vísað i stórglæsilega hrútaskrá stöðv- anna þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um alla þá hrúta sem á stöðvunum voru í desember 2003 og einnig ítarlega umQöllun um þá reynslu sem þegar er feng- in um afkvæmi þeirra. Nýir hrútar á stöð Farsæll 99-898 er frá Smáhömr- um í Steingrímsfirði. Hann er son- ur Eirs 96-840 en móðir hans er ær 93-702 og er hann því albróðir Sónars 97-860, sem um nokkurra ára skeið hefur verið í notkun á stöðvunum. Farsæll er hvítur og kollóttur og kom til notkunar í Laugardælum. Sólon 01-899 kom frá Kambi í Reykhólasveit en hann er undan Nirði 00-278 og móðir hans er Gimba 00-169. Sólon er hvítur og kollóttur og hann er á stöðinni í Laugardælum. Leifur 02-900 er fæddur á Leifsstöðum í Öxarfirði. Hann er undan Gjafari 01-174 og Sinnep 94-757. Leifur er svartbaugóttur og hymdur og hann er tekinn á stöð sem forystuhrútur og var á stöðinni í Laugardælum. Tímon 00-901 er frá Gerði í 120 - Freyr 6/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.