Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 52

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 52
Gimbrar - slök flokkun —1*■■■■ Hrútar - slök flokkun —á.— Hrútar - góð flokkun 1. mynd. Áhríf sláturtíma á verðmæti falls af þrenns konar lömbum sem fædd eru 20. maí og hafa miðlungs vaxtarhraða á ólíkum tímabilum, sjá nánari skýringar i texta. fita) og hins vegar góð flokkun sem byggir á gögnum frá Hestbú- inu á síðasta hausti þar sem flokk- un var eins og best gerist (góð gerð, lítil fíta). Samkvæmt þess- um dæmum voru til að mynda 16- 17 kg hrútlömb með slaka flokkun með að meðaltali 6,77 í gerð en 8,11 í fitu, en 16-17 kg hrútlömb með góða flokkun með 9,47 í gerð og 6,66 í fltu. Auk þess mikla munar á flokk- un, sem er milli einstakra fjár- stofna og ræktenda, er verulegur munur milli hrúta og gimbra. Við sama fallþunga eru gimbramar að jafnaði með betri gerð en jafn- framt feitari en hrútamir. Því eru töflur um flokkun fyrir hvort kyn aðgreindar i likaninu. Ekki hefur enn verið gerð til- raun til að taka inn í líkanið möguleg áhrif árstíða og fóðmn- arstigs á flokkun, umfram það sem fallþungi, kyn lambs og erfðaeiginleikar skýra. Þetta er hins vegar meðal þess sem leitast er við að finna út í öðmm rann- sóknaverkefnum á Hesti og bygg- ja inn í líkanið eftir því sem mögulegt verður. Burðartimi- vöxtur - sláturtími. Fallþungi við tiltekinn sláturtíma stýrist af því hversu gamalt lamb- ið er og hversu hratt það hefur vaxið á mismunandi aldursskeið- um. í líkaninu má skipta vaxtar- tímanum í mismunandi tímabil með mismunandi vaxtarhraða. Gera má ráð fyrir að vaxtarhrað- inn sé mestur fyrri hluta sumars en dvíni svo er líður á, allt þó háð beitargróðri og öðmm aðstæðum. Vaxtarhraðinn í dæmunum hér á eftir er skilgreindur sem g/dag af lifandi þunga og miðað við fasta fallprósentu (40%) sem auðvitað er nokkur einföldun. Niðdrstöður Ahrif kyns og flokkunar. A 1. mynd er sýnd þróun í heildarverð- mæti falla af lömbum er fæðast 20. maí, vaxa um 300 g/dag til júlíloka, þá um 250 g/dag til ág- ústloka, svo um 200 g/dag á kjam- góðri haustbeit til októberloka og þá um 100 g/dag á innifóðmn eft- ir það, þ.e. ef lambið lifir svo lengi. Við skulum kalla þetta miðlungs vaxtarhraða (sjá síðar). 1. mynd sýnir verðmæti þrenns konar lamba: a) gimbur með slaka flokkun b) hrútur með slaka flokkun c) hrútur með góða flokkun. Þar sem vaxtarhraðinn á ólíkum tímabilum er jafn hjá lömbunum þremur þá er fallþunginn að sjálf- sögðu líka jafn. Hann er um 10 kg í ágústbyrjun, 12,8 kg 27. ágúst, 15,7 kg 1. október, 17,9 kg 29. október og 20,0 kg 17. desember. Eins og fæðingardagurinn og vaxtarhraðatölurnar gefa til kynna þá gæti hér verið um að ræða bú sem stílar upp á slátmn á hefðbundnum tíma og/eða haust- bötun á ræktuðu landi og slátmn eftir hefðbundinn tíma. Lágur aldur lambanna við upphaf sum- arslátmnar þýðir lágan fallþunga, þannig að þrátt fyrir lækkandi meðalverð á kg þá eykst verð- mæti lambsins vegna aukins fall- þunga eftir því sem líður á ágúst- mánuð. I byrjun hefðbundinnar sláturtíðar nær fallþungaaukning- in ekki að halda í við verðlækk- unina og lambið lækkar í verði fyrst um sinn. Fram að hrútadegi helst svo verðskráin óbreytt en fallþunginn eykst, og verðmæti fallanna aukast. Verðmætaukn- ingin er meiri hjá hrútum en gimbrum, og sýnu meiri hjá hrút- um með góða flokkun heldur en slaka. Munurinn milli lambanna í þessu tilliti eykst enn þegar verð- skráin hækkar í nóvember og des- ember. Ef lömbunum væri t.d. ekki slátrað fyrr en 10. desember væri meðalfallþungi þeirra 19,7 kg. Þá væri verðmæti gimbrar með slaka flokkun (Gerð 8,00, Fita 9,09) 5.253 kr./fall; hrúts með slaka flokkun (Gerð 7,14, Fita 8,50) 5.682 kr./fall en hrúts með góða flokkun (Gerð 10,85, Fita 8,05) 6.435 kr./fall. Það skal tekið fram að hér eru haustgeltir sauðir lagðir að jöfnu við hrúta hvað flokkun varðar, sem kann að vera einhver einföldun, þó ekki þannig að það ráði neinum úrslit- um. Lærdómurinn af þessari æf- ingu er sem sagt sá að vel gerðir og fitusnauðir hrútar/sauðir eru sú | 52 - Freyr 6/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.