Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 63

Freyr - 01.09.2004, Blaðsíða 63
Sven og Monica á Skymnings Gárd eru með 450 fjár af Gotiandskyni. Auk þess að framleiða dilkakjöt eru þau með heimavinnslu á pelsgærum og ull. Þau kynna margvíslegan fatnað o.fl. í vönduðum bæklingi og á heimasíðu sinni www.skymnings-gard.se. Sven ræðir við Gun Bernes o.fl. gesti fyrir framan búðina, klæddur mokkavesti. (Ljósm. Ó.R.D.). Næsta málþing i Finnlandi A seinni árum hefiir það verið venjan að gefa erindin út í sér- stökum heftum. Sá háttur var m.a. hafður á vegna málþingsins í Reykholti 2002 og get ég enn út- vegað eintök af því hefti án endur- gjalds. Efnið er ýmist á Norður- landamálum eða ensku. A þessu málþingi var tjallað um stitthvað fleira en það sem hér hefur verið drepið á svo sem sníkjudýr í sauð- fé, vítamín í gróffóðri og áhrif smára í votheyi á vöxt lamba. Allt þetta efni verður vonandi birt í að- gengilegu fornti áður en langt um líður, líkt og áður. Eg tel æskilegt að fleiri Islendingar taki þátt í þessum þætti norræns samstarfs, bæði af faglegum og félagslegum ástæðum, því að ég tel það gagn- legt á ýmsan hátt. Stjórn Intemor- den notaði tækifærði og fúndaði um ýmis málefni sem varða fram- tíðarstarfsemina. Norðmenn buð- ust til að leggja fram sérstaka að- stoð vegna ritarastarfa og verða reglur um markmið og starfsemi endurskoðaðar á næstunni. Ráð- gert er að efla heimasíðuna en upplýsingar um Internorden er að finna á www.faravelsforbund- et.com. Næsta málþing Intemor- den verður haldið í Finnlandi sumarið 2006, nánar tiltekið skammt frá Tammerfors (Tam- pere) um mánaðamót júní-júlí. Nokkur umhugsunar- atriði... Frh. afbls. 55 Fyrir eldri hrúta, sem eiga orðið uppkomnar dætur, em þetta hins vegar verðmætar upplýsingar. Sæð- ingarstöðvahrútamir em líkt og heimahrútamir víða ungir þannig að ættemismat þeirra margra er tak- markað. Fyrir þá eldri em hins veg- ar komnar traustar upplýsingar. Bent er á að í grein um niðurstöður íyrir stöðvarhrúta á öðmin stað í blaðinu er að finna nýjustu niður- stöður um þá sem sjálfsagt er að nýta. Fyrir mæður Iambanna em ættemisupplýsingamar að öðru jöfhu meiri og tryggari eftir því sem mæðumar em eldri. Vegna þess hve ættemismat getur verið feikilega misömggt á föður- og móðurhlið- ina er eðlilegt að meta ættemisupp- lýsingamar með hliðsjón af því. Það atriði sem ég vil að lokum víkja að örfáum orðum er að brýna menn á að veita lömbunum undan yngstu ánum verðuga athygli við val ásetningslambanna. Það er að vísu ljóst að fýrir þá eiginleika þar sem mikið er byggt á ættemisupp- lýsingum em þær minni og óná- kvæmari fyrir þessi lömb en lömb- in undan fullorðnu ánum. Það sem hins vegar þarf að gera sér fulla grein íýrir er að ef kynbótafram- farir í hjörðinni em miklar þá stan- da yngstu æmar eldri ánum feti framar að gæðum. Þess vegna em bestu lömbin að erfðaeðli hlut- fallslega miklu fleiri undan yngri ánum en þeim eldri. Þegar menn meta lömbin undan yngstu ánum verður að sjálfsögðu að taka tillit til eðlilegs þungamunar á þeim og lömbum fúllorðnu ánna. Eftir því sem erfðaframfarir eru meiri í stofninum er því eðlilegra að sí- hækkandi hlutfall ásetningslamb- anna komi undan yngstu ánum. í hópi lambanna undan þeim á gull- mola búsins að vera að fínna. I þessu sambandi er ástæða til að nefna búskaparvenju sem er of al- geng, og er sú að menn setji á lamb- hrúta til notkunar á gemlingana sem þeir ætla ekki að setja á undan. I framhaldi að því eru gemlings- lömbin haustið eftir ekki með við skoðun á mögulegum ásetnings- lömbum heldur öll send beint í slát- urhús. Með þessu er umtalsverðum ræktunarmöguleikum í raun fómað. Eins og sagt var í upphafí var þessu greinarkomi aðeins ætlað að vera viss ábending i sambandi við ýmsar áleitnar spurningar sem hljóta víða að koma upp í tengsl- um við val ásetningslamba. Verði hún til að skerpa áherslur hjá ein- hverjum í því starfí er tilgangnum náð. Freyr 6/2004 - 63 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.