Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 2
Skráning íslendinga erlendis 'tlývi {félayan, FRÉTTABÚI, héraðsblað V,- Skaftfellinga Skeiðflöt, 871 Vík s.: 98-71429, 98-71299 Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðar- maður: Eyþór Ólafsson, Skeiðflöt. Áhugasvið: A.-Skaft., V.-Skaft. Halldóra Vébjörnsdóttir, hár- greiðslumeistari Fögrusíðu 1, 603 Akureyri s.: 96-12327, 96-12325 f. 28.7.1963 áAkureyri Áhugasvið: Ólafsfjörður, Fljótin, S.-Þing. og N.-Þing. Guðjón Þór Valdimarsson, út- varpsvirki Holtsbúð 69, 210 Garðabæ s.: 91-656748 f. 1.12.1946 í Reykjavík Áhugasvið: A. -Skaft., V. -Skaft., Rang. og Barðastrandarsýsla. Jón Ragnar Sigurjónsson, við- skiptafræðingur Barmahlíð 40, 105 Reykjavík s.: 91-18925 f. 27.4.1927 í Reykjavík Áhugasvið: Sigrún Jónsdóttir, bókavörður Syðri-Grund, 541 Svínavatns- hreppi, A.-Hún. s.: 95-27108 f. 21.11.1958 á Eystra-Geldinga- holti, Gnúpverjahr. Áhugasvið: Suður- og Norður- land. Valmundur Ingi Pálsson, skrif- stofumaður Hverafold 8, 112 Reykjavík s.: 91-675110, 91-41600 f. 22.7.1955 íReykjavík Áhugasvið: Suðurland og Húna- vatnssýslur. í frétt í Morgunblaðinu nýlega var sagt frá því að Þjóðræknis- félagið hafi hafið skráningu Islend- inga erlendis. Það var árið 1990 sem ríkisstjómin fól félaginu skrá- setninguna og fékk félagið til þess fjárstyrk frá menntamálaráðuney t- inu. Samstarf hefur m. a. verið haft viðÞjóðræknisfélagið í Vest- urheimi. Nú þegar liggur fyrir skrá yfir öll íslendingafélög erlendis en skráning einstaklinga er enn ekki hafin á vegum Þjóðræknis- félagsins. Nýlega skipaði svo utanríkis- ráðherra nefnd til samskipta við Vestur-íslendinga og mun hún einnig eiga að sinna þessu máli. Samkvæmt grein í vestur-íslenska blaðinu Lögberg - Heimskringla, frá des. s. 1., er skráningin mikil- væg í ljósi þess að sem stendur njóta Skandínavar og Evrópubúar meiri réttinda á íslandi en fólk í Bandaríkjunum sem er af íslensku bergi brotið. Þessu vill Alþingi breyta, segir í greininni, en til þess að það sé hægt verður að vera til ábyggileg spjaldskrá yfir íslendinga búsetta vestanhafs og afkomendur þeirra. Samkvæmt sömu grein er skrá- setning einstaklinga í Kanada þeg- ar hafin í samráði við Islendinga- félögin. Skrásetternafn, fæðingardagur og staður, heimilisfang, sími og starf. Böm em skrásett og fæðing- ardagar þeirra. Menn eru einnig beðnir að gera grein fyrir íslensk- um uppmna sínum og hvort þeir séu með amerískan ríkisborgara- rétt. Að lokum eru menn spurðir að því hvort þeir hyggist einhvem- tímaflytjatil íslands. Atli Steinars- son mun sjá um skrásetninguna í Bandaríkjunum. Þótt erfitt sé að skilja ástæður þess að skrásetningin áíslending- um vestanhafs sé á tveim höndum, eins og einnig kemur fram í viðtali við Jón Ásgeirsson formann Þjóð- ræknisfélagsins, í áðurnefndri Morgunblaðsgrein, ber að fagna því að hún sé komin í gang, ekki síst í ljósi þess að nú munu vera um 40 000 manns af íslensku bergi brotnir búsettir í Vesturheimi. GR Sá er ekki alla ævi vesall sem einn dag á góðan 2

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.