Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 8
Lœrdómsríkt að kynnast Pétri Zoplianíassyni Við ræddum oft um það hvað félagið þyrfti að gera til þess að auka áhuga á ættfræði og styðja að rannsóknum. Eitt af meginstefnu- málum okkar var að gefa út bjað þar sem við gætum í stuttum greinum komið á framfæri ýmiss- konar fróðleik en einnig komið með fyrirspumir og upplýsingar, en upplýsingar lágu sjaldnast á lausu og mikið var fyrir öllu haft. Allt varð að handskrifa á þessum árum því engin voru ljósritin. Heimildir var nær eingöngu að finna á safninu sem hafði tak- markaðan opnunartíma. Sem dæmi um aðstöðu- leysið á þessum árum, segir Indr- iði, tók það hann milli 20 og 30 ár að safna upplýsingum í verk sitt “Ættir Þingeyinga ” með því að sitja á safninu stundarkorn eftir vinnu dag hvern, en því var lokað kl. 17:00, og eyða þar flestum laugardögum og sumarfríum. Glæpsamlega gott En það var varla hægt að kvarta yfir viðmóti safnvarðanna; Það var gott við þá að eiga, segir Indriði, glæpsamlega gott. “Farðu bara niður ogfinndu bók- ina, hún er í efstu hillunni í 3. rekk Þannig var oft svarið þegar mann vantaði einhverja tiltekna bók. En því miður gat þetta þýtt for- djörfungámerkileg- um og dýrum hand- ritum, því allir kunnu ekki með þetta frelsi að fara. Yfirmenn safns- ins sáust sjaldan, en Guðmundur Finn- bogason tók bros- andi á móti öllum sem til hans leituðu og spjallaði um ný- yrði og annað sem hann var að fást við. Gott var einnig að leita til Hannesar Þorsteinssonarþjóð- skjalavarðar þótt hann væri af gamla embættismanna- skólanum, þurr og drumbslegur. Bjarni Vilhjálmsson þjóð- skj alavörður var lítið inni í ættfræði til að byrja með en hafði áhuga og sat síðar í stjóm Ættfræðifélagsins. Þyrnirósusvefn Starfsemin fór hægt af stað. Fyrsta starfsár félagsins vom að- eins haldnir einn eða tveir fundir þar sem Pétur Zophaníasson og Guðni Jónsson, ættfræðingur og skólastjóri, héldu stuttafyrirlestra um ættfræði. Félagsmenn voru til að byrja með aðeins um tuttugu talsins. Veturinn eða vorið 1946, eftir lát Péturs, var svo haldinn fundur í félaginu og Guðni Jónsson kosinn formaður. Sama ár var ákveðið að ráðast í útgáfu Manntalsins 1816 og kom fyrsta heftið út árið eftir eða 1947. Þrjú hefti komu síðan út árin 1951, 1953 og 1959. En útgáfan var tímafrek og annað félagsstarf sat á hakanum og lagðist að lokum út af. Svaf félagið síðan Þyrnirósusvefni í rúman áratug eða fram til ársins 1972 því enginn kunni við að taka félagið úr höndum slíks ágætis- manns sem Guðni Jónsson var. En hann var á þessum tíma svo afkastamikill íútgáfumálum, segir Indriði, að á átta árum lét hann frá sér sex bækur - auk manntalsins 1816 - samtals þrjú þúsund og sex hundruð blaðsíður. Annað stórveldi á sviði ætt- fræðinnar var Einar Bjarnason, ættfræðiprófessor, segir Indriði. Hann var sá mesti ættfræðingur sem við höfum átt, - þótt við legðum saman tvo eða þrjá þá næðu þeir ekki upp til hans. Indriði og Dagur Jóhannesson oddviti í Aðaldal rœða um áframhaldandi útgáfu af "Ættum Þingeyinga". 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.