Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 3
Hólmfríður Gísladóttir formaður Ættfræðifélagið 50 ára Nú þegar Ættfræðifélagið stendur á tímamótum, það verður 50 ára 22. febrúar, er ekki út vegi að rifja aðeins upp sögu þess. Til þess höfum við eldri fund- argerðarbækur. Fimmtudaginn 22. febrúar 1945 komu menn saman til þess að ræða um stofnun félagsskapar um mannfræði. Fundurinn var haldinn í lestrarsal Landsbóka- safnsins við Hverfisgötu, en til hans höfðu boðað þessir menn: Bragi Sveinsson ættfræðingur, Einar Bjarnason fulltrúi, Guðni Jónsson mag.art. Jón Jóhannes- son dr., Pétur Zophóníasson ætt- fræðingur og Þorvaldur Kolbeins. Eins og stendur í fyrstu fund- argerð félagsins: "PéturZophóníasson hafði orð fyrirþeim, ertilfundarins boðuðu, og nefndi dr. Jón Jóhann- esson til fundarstjóra, en hann kvaddi Einar Bjarnason til ritara. Pétur Zophóníasson skýrði síð- an fyrir fundarmönnum tilganginn með boðun til fundarins. Tóku síðan til málsþessirmenn, Halldór Stefánsson, Þorvaldur Kolbeins, Steinn Dofri, Kristmundur Þorleifsson og Bragi Sveinsson og vöktu athygli á ýmsum atr- iðum sem vœntanlega yrðu verkefni félagsskap- arins. Var þá lögð fram til- laga um kosning nefndar til samnings laga fyrir félagið. Var samþykkt til- lagafrá Steini Dofra um 5 manna nefiid. Voru í hana til- nefndir Einar Bjarnason, Pétur Zophóníasson, Þorvaldur Kol- beins, dr. Páll Eggert Olason og Steinn Dofri. Voru þeir kosnir í einu hljóði. Síðan voru lesin upp nöfn þeirra, sem boðaðir höfðu verið til fundarins í því augnamiði, að viðstaddir kynnu að kunna skil á fleirum, er áhuga hefði fyrirfél- agsskapnum og til hans vildu teljast, en fundarboðsmönnum hefði ekki verið kunnugt um. Fundarstjórigatþess, aðfund- urinn yrði skoðaður stofnfundur og að haldinn mundi verðafram- haldsstofnfundur er laganefndin hefði lokið störfum og myndi nefndin boða til þess fundar." FramhaldsstofnfundurÆtt- og mannfræðifélagsins var haldinn í lestrarsal Landsbókasafnsins, sunnudaginn 4. mars 1945 kl. 2 e.h. Var þá kosin stjóm félagsins og hlutu þessir kosningu: Pétur Zophóníasson formaður, Einar Bjarnason ritari, Þorvaldur Kolbeins gjaldkeri. I varastjórn voru kosnir Guðni Jónsson varaformaður, Eiríkur Guðmundsson og Steinn Dofri. Markmið félagsins er að efla og útbreiða íslenska ættvísi og mannfræði og aðrar sky ldar fræði- greinar, eftir því sem unnt er, á hverjum tíma. Á stjórnarfundi í Ættfræði- félaginu 22. apríl 1946, tók Guðni Jónsson varaformaður sæti for- manns, en PéturZophóníasson lést 21. febrúar 1946. Var ákveðið að hefja útgáfu manntalsins 1816. Það er fyrsta manntal á íslandi, þar sem tilgreindur er fæðingar- staður (bær og s veit) hvers manns. Safnahúsið í Reykjavík. Á Þjóðskjalasafninu, sem þar er til húsa "slær hjarta Ættfræðifélagsins hraðast." 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.