Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 7
Indriði Indriðason ættfræðingur og rithöfundur: Ættfræðin gerír okkur skyggnarí á lífíð sjálft Viðtal: Guðfmna Ragnarsdóttir Það er vetur, en sólin farin að hækka á lofti. Dagurinn er 22. febrúar 1945. Stóra, hvíta húsið austan í Arnarhólnum trónir stolt og virðulegt, meðvitað um þann þjóðarauð sem það hefur að geyma. I Lestrarsal Þjóðskjala- safnsins sitja nokkrir menn, sumir ungir aðrir nokkuð við aldur. Þeir hafa setið hér oft áður, löngunt stundum. Einnig þeir eru með- vitaðir um þann auð sem í bókunt hússins felst, en athygli þeirra beinist fyrst og fremst að ætt- fræðinni og þýðingu hennar fyrir samheldni ogtengsl, menningararf' og alhliða fróðleik. Einum þeirra hefur meira að segja verið veittur sá trúnaður að hafa lykil að safninu. Oft sést loga þar I jós í glugga langt fram á k völd. Þá situr ættfræðingurinn og eld- huginn Pétur Zophaníasson og vinnur úr heimildum; les, flettir og rekur ættir langt aftan úr öldum. Við þurfum að stofna samtök ættfræðiáhugafólks, segir Indriði Indriðason, sem einnig ver öllum frístundum sínurn á Lestrarsaln- um. Já, það hefur mig alltaf dreymt unt, segir Pétur. Báðir finna þeir þörfina fyrir sameiginlegan vett- vang áhugamanna um ættfræði. Svo líða árin við grúsk og fræðistörf og draumurinn bíður. En allt hefur sinn tíma og nú er kominn 22. febrúar 1945 og þeir sitja hér báðir, Indriði og Pétur, og nokkrir í viðbót og ákveða að nú skuli stofnað ættfræðifélag. Ættfræði í vöggugjöf Pétur einn með lykil -Það var fyrst og fremst fyrir áeggjan Péturs að félagið var stofnað, segir Indriði Indriðason, ættfræðingur og rithöfundur, þar sem við spjöllum um þessa gömlu, sögulegu daga á heimili hans við Árholt 20 á Húsavík ájólaföstunni. Strax á unga aldri smitaðist Indriði af ættfræðiáhuganum enda alinn upp við ættfræði frá blautu barns- beini, sonur Indriða Þórkelssonar bónda, skálds og ætt- fræðings á Ytra- Fjalli í Aðaldal í Suður-Þing- eyjarsýslu. En segja ntá að Indriði faðir hans hafi lagt grunn- inn að “Ættir Þing- eyinga”, því ntikla ritverki sem Indriði Indriðason helgaði síðan allar frístundir sínar áratugum sam- an, en af því hafa komið út fjögur bindi og fleiri eru vænt- anleg. Það varlærdóms- ríkt, segirlndriðþað kynnast Pétri Zóph- aníassyni, þeim mæta manni og eign- asthannaðvini.Þrátt fyrir mikinn aldurs- mun náðum við strax saman og ég gat alltaf leitað til hans og rætt við hann um það sem ég var að fást við. Ég naut þess líka að þeir faðir minn höfðu átt góð samskipti. Pétur hafði gífurlega útgeislun og sj arma og hann var ö I lu m mönn- um betur og meira virtur sem ætt- fræðingur. Hann var mikill fél- agshyggjuntaður og hafði marg- víslegar áætlanir og ráðagerðir um starfsemi og hlutverk félagsins. Hann var einnig kosinn fyrsti for- maður þess. Því miður naut hans allt of skammt við en hann andaðist 21. febrúar 1946, réttu ári eftir Alinn upp við œttfrœði stofnun Ættfræðifélagsins. Menn báru til hans mikið traust eins og best sést á því að hann og hann einn, það ég veit til, af almennum gestum safnsins, hafði lykil að því. 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.