Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 22
For. Torfa: Þorgrímur Eilífsson húsm. í Engey og k.h. Þóra Torfa- dóttir.) Sigurður d. 3.11.1839, “6 ára, kíghósta”. Loftur d. 28.1.1840, “hálfs árs”, og Einar. Árið 1821 bjuggu þau í Grjóta Ásmundur, 31, Guðbjörg, 32, og böm þeirra Jón, 2, og Sigríður, 0. Býli Ásmundar, sem nefndist Ásmundarbær eftir honum, má ætla að hafi verið hið upphaflega Grjótabýli (ein af hjáleigunumfrá Reykjavík) og stóð fyrir norðan Helgabæ, en sá bær stóð norðaust- an við núverandi mót Túngötu og Garðastrætis. Um aldamótin 1800 vom býlin í Grjótahvirfingunni fimm að tölu. Guðbjörg Ólafsdóttir dó 6. mars 1866, “giftkonaíReykjavík, 77 ára”. Ásmundur Sigurðsson dó 28. des. 1873, “82 ára, ekkill í Torfa- húsi”. 2. Einar Sigurðsson f. íEffersey 1792. Hann var hjá foreldrum sínumíNorðurkoti 1797 og 1801, en frá 1805 í Melkoti. Fyrri kona Einars var Kristín Pétursdóttir. Hún var dóttir Péturs Guðmunds- sonar ‘ ‘hreppstj óra, j arðeiganda og bónda” í Bygggarði í Reykjavíkur- sókn, f. 1749, Lúðvíkssonar í Breiðholti, og konu hans Önnu Guðmundsdóttur, f. 1757, Þor- varðssonar í Brautarholti, Einars- sonar. Á manntalinu 1801 vom skráð 6 böm þeirra Önnu og Péturs í Bygggarði, þeirra á meðal Kristín, 8 ára. Á manntalinu 1816 var Kristín Pétursdóttir skráð 25 ára vinnukona í Þórarinshúsi í Garðasókn. Árið 1832vom skráðíMelkoti þau Einar húsbóndi, 39, Kristín h.k., 38, f. í Reykjavík, og böm þeirra Margrét, 2, og Anna, 1. Kristín Pétursdóttir dó “af gulu” 29. okt. 1835. Böm hennar og Einars Sigurðssonar voru: Margrét f. í Melkoti 22.6.1830. Hún var lengst af heima í Melkoti, en 5.6.1852 giftist hún Snorra Þórðarsyni, 33 ára bónda í Steins- holti. Margrét var þá sögð 23 ára bústýra hans. Fyrstu börn þeirra vom Einar f. 25.5.1856, Guðrún f. 16.12.1858, Þóraf. 20.5.1861 og Sigurður Kristinn f. 15.12.1862. Annaf. íMelkoti 11.10.1831. Hún var heima hjá sér í Melkoti þar til hún giftist 14.5.1853 Magnúsi Egilssyni, Guðmunds- sonar bónda á Þórustöðum á Strönd í Gullbringusýslu. Magnús var sagður 34 ára yngissveinn á Þómstöðum, en Anna 23 ára yngis- stúlka í Melkoti. Seinni kona Einars Sigurðs- sonar í Melkoti var Guðlaug Jónsdóttir. Hinn 26. ágúst 1840 eignuðust þau soninn Magnús “ekkjumaðurEinarSigurðsson og vinnukona hans Guðlaug Jónsdóttir í Melkoti. lta brot”. Þau giftust 23.11.1844, Einar “tómthúsmaður í Melkoti, ekkill, 51 árs”, og Guðlaug “ráðskona hans, 42 ára”. SvaramaðurEinars var Ásmundur bróðir hans í Grj óta, en hennar Jón Jónsson í Viðey. (Það hefur hvarflað að mér, að Jón þessi hafi verið Jón yngri á Gengishólaparti í Gaulverjabæjar- sókn skv. mannt. 1816 og jafnvel verið bróðir Guðlaugar.) Á manntalinu 1845 vom skráð í Melkoti Einar, 52, “húseigandi, fiskimaður”, og Guðlaug Jóns- dóttir, 43, hans kona, og börnin Margrét, 15, Anna, 14,ogMagnús, 6, öll sögð þeirra börn. Einar Sigurðsson dó “72 ára” 5. júní 1865, en Guðlaug Jónsdóttir dó “78 ára” 17. ágúst 1878. Hinn 8. nóv. 1879 vom gefin saman í hjónaband Magnús Ein- arsson tómthúsmaður í Melkoti, 39 ára, og Guðrún Klængsdóttir (systir Þorvaldar í Norðurbæ) bú- stýra, sama staðar, 45 ára. Eins og kunnugt er, er talið að Melkot og Magnús og Guðrún séu fyrir- myndir Halldórs Laxness í bók hans Brekkukotsannál. Eins og að framan segir varMagnús íMelkoti annálað góðmenni. Til dæmis lánaði hann Kristjáni Sigurðssyni frænda sínum og afa mínum 200 krónur árið 1899 til þess að kaupa á uppboði bæinn Syðstugrund í Þingholtunum í Reykjavík (síðar Bergstaðastræti 28B). Innskot: Hinn 2. okt. 1880 gift- ust Kristín Magnúsdóttir yngis- stúlka í Melkoti, 25 ára, og Júlíus Andreas Hansen Schou stein- höggvarifráBorgundarhólmi, “nú heimilisfastur hér í bæ, 24 ára”. Svaramenn voru Magnús Einars- son tómthúsmaður í Melkoti og séraMatthíasJochumsson ritstjóri í Reykjavík. Þau Kristín og Júlíus eignuðust saman soninn Kristján Júlíus Schou 7.7.1881. Égfinn KristínuMagnúsdóttur ekki fædda í Reykjavík. Hún fermdist þó í Reykjavík 1868 og var þá hjá fóstra sfnum Magnúsi í Melkoti. Þá kemur fram að hún fæddist 23.4.1854. Mér sýnist sennilegt að Kristín hafi verið dóttir Önnu Einarsdóttur hálf- systur Magnúsar í Melkoti og Magnúsar Egilssonar á Þóru- stöðum, en þau giftust 14.5.1853 eins og fram er komið. 3. Guðmundur Sigurðsson f. 1794. Hann var hjá foreldrum sínum í Norðurkoti 1797, þriggja og hálfs árs. Hann var íNorðurkoti á manntalinu 1801, sagður 8 ára; í Melkoti 1805. 4. Sigríður Sigurðardóttir var skírð 14. janúar 1795. Hún varhjá foreldrum sínum í Norðurkoti 1797, tveggjaog hálfs árs. Hún dó “í Laugarneskoti” 20. apríl 1798. 5. Jón Sigurðsson var skírður 3. sept. 1797. Þá var Sigurður faðir hans skráður grashúsmaður í Laugarneskoti. Jón var hjá for- eldrum sínum alla tíð og 1832 var hann skráður 36 ára húsmaður hjá Einari bróður sínum í Melkoti. Eins á manntalinu 1845. Að svo komnu hef ég ekki miklu meiri vitneskju um ofan- greint fólk, en vona að þessar upplýsingar komi að notum. Arngrímur Sigurðsson 22

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.