Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 18
Nýtt húsnæði — Auðir veggir og gólf, lykill, Ijós í glugga, máluð gólf, hillur niður, hillur upp, bókaburður, raða, raða, öllu á að hraða, því afmælið nálgast. Sníkjur og hugljúf bréf, einn stóll, eitt borð, bókahilla í vændum. Þau standa þarna herbergin tvö og bíða, annað fullt af bókum sem bíða þess að verða keyptar, hitt tómt og bíður þess að fyllast af hugmyndum og áhugasömum ættfræðingum sem spjalla, bera saman bækur sínar og ráða í rúnir fortíðarinnar - eða hvað? Hvernig nýtum við best þessa ágætu aðstöðu okkar - þegar hún verður fullbúin? þið skiljið hvað ég er að fara: Leynist ef til vill góður stóll, vænt borð eða góðar bókahillur ónýttar einhversstaðar í horni, húsgögn sem gætu prýtt nýja húsnæðið okkar? Og hvað um litla mynd á auðan vegg? Afkomendur systkinabarna framhald af bls. 17 Greindarskortur algengari Þegar litið var á geðsjúkdóma sem gætu stafað af erfðum var fyrst kannað ástand foreldranna sjálfra. Ekki var marktækur munur á geðheilsu þessarra tveggja hópa. Rannsóknin sýndi að foreldrar, þar sem hvorugt var geðtruflað, áttu fleiri börn en þar sem annað eða báðir foreldranna voru geð- trufluð. Auk þess sýndi rannsóknin að það var hærra hlutfall geð- truflaðra barna þar sem geðtruflun var hjá foreldrunum. Ekki var að finna marktækan mun á geðtruflunum hjá afkom- endum þessarra tveggja hópa, en greindarskortur var nokkuð al- gengari hjá afkomendum systkina- bamaen hjásamanburðarhópnum. Hvar sem veila er fyrir hendi er hætta til staðar þegar mjög skyld ættmenni eignast afkomendur. Þá geta magnast víkjandi erfðaeigin- leikar sem annars ber lítið á. Vanda valið Það að geðtruflanir sem e.t.v. hefði mátt búast við að væru al- gengarihjáafkomendumsystkina- barna eru það ekki, telur Tómas að geti stafað af því að menn þekktu til maka síns, fjölskyldu hans, ættar og erfða, menn þekktu veikleika og kosti og reyndu þar af leiðandi að vanda valið og forðast þá einstaklinga sem mesta galla sýndu. Þessari þekkingu er sjaldnast til að dreifa í dag þar sem menn koma af mun stærra svæði og þekkja oft lítið hver til annars. Að öðru leyti sýndu niðurstöð- urnar að taugaveiklun og áfengis- neysla var mest hjá samanburðar- hópnum í þéttbýli og minnst hjá systkinabörnunum í dreifbýlinu. En þessar niðurstöður stemma einnig við munstur annarra þjóð- félagshópa. Hvað segið þið um málið? Hvernig eigum við að haga nýt- ingunni?Egerfull afhugmyndum og þið ábyggilega líka. Það sem ég hef þráð alla daga frá því ég gekk í Ættfræðifélagið - en aldrei fengið- er sálufélagi í grúskinu. Mig langartil þess að við komum á hópum sem hittast t.d. einu sinni í viku og vinna saman að ákveðn- um verkefnum, athugunum á ákveðnum ættum, fyrirbærum eða svæðum. Þeir sem áhuga hafa á Hjalta- línsættinni, svo eitthvert dæmi sé tekið, gætu til dæmis komið saman á þriðjudagskvöldum í nokkra mánuði og þeir sem áhuga hafa á Kostir líka Þótt erindið fjallaði aðallega um hugsanlega margföldun ým- issa erfðagalla hjá afkomendum systkinabarna undirstrikaði pró- fessor Tómas Helgason að ekki mætti gleynia því að jákvæðir þættir erfðust ekki síður en þeir neikvæðu oggætu menn nefntótal dæmi um slíkar jákvæðar erfðir hjá afkomendum systkinabarna. Þótt erfitt sé að meta h versu stóran þátt erfðirnar eiga í okkur er óhætt að fullyrða að þær ráða mestu þótt umhverfisþátturinn séeinnigstór, sagði Tómas og vitnaði til orða Njáluhöfundar um að fjórðungi bregði til fósturs. “Þess vegna verður manni æ betur ljóst hversu mikilvægt það er að velja sér rétta foreldra!” Samantekt: Guðfinna Ragnarsdóttir. 18

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.