Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 13
7 Guðrún Sveinsdóttir, f. 16.9.1833 í Efsta- Hvammi, d. 19.3.1915, húsmóðir íEfsta-Hvammi. Maður: 9.10.1858, Einar Magnússon eldri, f. 24.11.1823 í Skáleyjum á Breiðafirði, d. 24.6.1901, bóndi og rennismiður. 8 Rannveig Hjaltadóttir, f. 2.5.1801 á Stað í Steingrímsfirði, húsmóðir í Efsta-Hvammi. Maður: 22.8.1825 ,Sveinn Þorvaldsson, f.6.6.1789 í Hvammi, d. 11.6.1834, bóndi og gullsmiður. 9 Sigríður Guðbrandsdóttir, f. 1774, d. 8.7.1842, húsmóðir á Stað í Steingrímsfirði. Maður: 1795, Hjalti Jónsson, f. 1766 á Prest- bakka í Hrútafirði, d. 15.2.1827, prófastur, smiður og skáld. 10 Sigríður Jónsdóttir, f. um 1747, d. 22.3.1835, húsmóðir á Brjánslæk. Maður: 1770, Guðbrandur Sigurðsson, f. 1735, d. 4.3.1779, hrapaði til bana, prestur, smiður og málari. 11 Guðrún Þórðardóttir, f. um 1705, d. 24.2.1790, húsmóðir á Gilsbakka í Hvítársíðu. Maður: 1.10.1734, Jón Jónsson, f. 1737 á Gilsbakka, d. þar 22.8.1796, prestur. 12 Margrét Jónsdóttir, f. 1681, húsmóðir á Grund í Eyrarsveit og í Hvalgröfum á Skarðsströnd. Maður: Þórður Guðlaugsson, f. um 1671, d. 1707, bóndi og hreppstjóri. 13 Ragnheiður Torfadóttir, f. um 1651, d. 11.7. 1712, húsmóðir í Einarsnesi í Borgarfirði. Maður: 1676, Jón Sigurðsson, f. um 1649 í Einarsnesi, d. 29.5.1718, sýslumaður. 14 Sigríður Halldórsdóttir, f. um 1622, d. 1704, húsmóðir í Gaulverjabæ. Maður: 19.10.1651, Torfi Jónsson, f. 9.10.1617, d. 20.7.1689, prestur. 15 Halldóra Jónsdóttir eldri, f. um 1585, d. 1661, húsmóðir á Möðruvöllum í Eyjafirði. Maður: 1606, Halldór Ólafsson, f. nál. 1580, d. 8.7.1638, lögmaður. lóGuðrún Árnadóttir, f. nál. 1545, d. 1603, húsmóðir á Grund í Eyjafirði. Maður: Jón Björnsson, f. 1538, d. 19.3. 1613, sýslumaður. 17 Guðrún Sæmundsdóttir, húsmóðir á Hlíðar- enda í Fljótshlíð. Maður: Árni Gíslason, d. 1587, sýslumaður. 18 Guðríður Vigfúsdóttir, húsmóðir á Ásum í Holtum. Maður: Sœmundur Eiríksson, d. 1554, lög- réttumaður. 19 Guðrún Pálsdóttir, f. fyrir 1478, húsmóðir á Hlíðarenda. Maður: Vigfús Erlendsson, d. 1521, lögmaður og hirðstjóri. Böðvar Guðlaugsson: Ættfræði Lárus hreppstjóri á Haugi var hálf-afabróðir minn, og launbróðir hans, einhver Laugi, var langömmuhálfbróðir þinn. Og launsonur Laugja þessa lét sig hafa það að barna hálfsystur Bessa burs séra Þorláks á Stað. Og launsystir séra Láka - lengi er á einu von, átti með frænda hans, Áka, utanhjónabands-son. Felubam hans var svo Hanna hálf-ömmusystir mín, og einkabam hennar var Anna afa-hálfsystir þín. Þetta em flókin fræði og fátt hef ég á þeim grætt, nema fjarskylda frændur í bæði föður- og móðurætt. Hér slitnar leggurinn því að móðir Guðrúnar Pálsdóttur er ókunn. Faðir hennar var Páll Jónsson sýslumaður hinn frækni á Skarði á Skarðsströnd. Það segir nokkra sögu um ólíka stöðu karla og kvenna í ættfræðinni að í kvenleggjum verður ekki með góðu móti hjá því komist að geta karlanna, eins og hér er gert. Þessi ólíka staða kynjanna fyrr á öldum er orðinn hlutur sem ættfræðingar nú á dögum fá ekki breytt. En þess heldur ríður á að þeir reki af sér slyðruorðið og sýni konum samtímans og störfum þeirra fulla virðingu. Nógu gaman væri nú auk þess ef fleiri leggðu sig eftir löngum kvenleggjum og segðu frá þeim í fréttabréfinu. Em margir kvenleggir lengri en sá sem hér er rakinn? 13

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.