Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 9
Endurreisn Þeim safnfélögunum Einari Bjarnasyni, Jóhanni Gunnari Ól- afssyni f. v. bæjarfógeta, og Indr- iða varð tíðrætt um örlög félagsins og það varð úr að þeir boðuðu til rabbfundar með Pétri Haraldssyni og Bjarna Vilhjálmssyni þjóð- skjalaverði og ákváðu þar að endurreisafélagið. Hinn 18. febr- úar 1972 var svo Ættfræðifélagið endurvakið. Indriði Indriðason var kosinn formaður og var fyrsta verkefnið að ljúka Manntalinu 1816 og komu tvö síðustu heftin út 1973 og 1974. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið í útgáfumálum bæði hjá Ættfræðifélaginu og Indriða. Fjórar bækur um ættir Þingeyinga hefur hann eins og áður sagði sent frá sér, og víst er að það verður mörgum fagnaðarefni að frétta að kominn er á skrið undirbúningur að áframhaldandi útgáfu þessarra merku bóka. Jákvæður áhugi En hvað veldur þessum mikla ættfræðiáhuga okkar íslendinga? Hvað sækjum við í þessarættrakningar og upptalningar? Ég held að skýringin séeinföld, segir Indriði. Islenska þjóðin er nánast einstök- fámenn og náin. Allirþekkjaalla og allir vilja þekkja alla. Við höfum jákvæðan áhuga hvertáöðru. Það er yndisleg tilfinning aðlitlaþjóðinokkar skuli vera eins og ein stór fjölskylda. Ættfræðin, þekk- ingináættumokkar og uppruna, gerir okkur líka mun skyggnari á lífið sjálft. í ættfræðinni sjáum við kynslóð- irnar renna fram hverja af annarri, skynjum lífsbaráttuna og hin kröppu kjör alþýðunnar, sorgina og gleðina. Við finnum að við erum öll hlekkir í langri keðju sem fléttast í samofið net ættanna. Við fylgjumst hvert með öðru gegn- um skyldleikann og einmitt þekkingin á ættum okkar og ein- kennum gerir okkur færari um að skilja samferðafólkið, gerir okkur víðsýnni, glöggskyggnari og umburðarlyndari. Við sjáum hvemig útlit og einkenni, gáfur og hæfileikar, skapferli og hegðun, veikleikar og sjúk- dómar ganga gegn- um ættimar, oft eins og rauður þráður. Ættfræðin gerir okkur einnig ríkari tilfinningalega, hún gerir okkur færari um að draga ályktanir og skiljabæði lífið sjálft og einstaklingana. Það er allt jákvætt viðað vita deiliásér Ættfrœðin gerir okkur ríkari og sínum og samferðafólkinu, að vita, skynja og skilja að við erum öll partur af sögunni og lífinu. Ég held líka að það sér inn- byggð þörf hjá öllum að vita deili á sér, vita af hverjum maður er kominn og hverjum maður er skyldur. Þráin og þörfin fyrir þennan fróðleik kemur fyrr eða síðar. Grúsk eða vísindi? Önnur hlið ættfræðinnar er að hún er spennandi, eins og gesta- þraut sem aldrei verður leyst til fulls. Stöðugt bíða óhnýttir endar sem enginn veit h vert leiða fy rr en við fikmm okkur eftir þeim á vit nýrra spumingamerkja. En hvað um ábyggilegheitin? Hverju er að treysta? Em ekki allir undan öllum? Hvað um öll framhjáhöld og launböm? Auðvitað er margt óljóst, óvisst og vafasamt og sumt hreinlega falsað. En við verðum að taka því og reyna auðvitað eins og fyrri daginn að hafa það sem sannara reynist. Vafaatriðin réttlætaengan veginn að við köstum ættfræðinni í heild sinni fyrir róða. framhald á bls. 16 Útgáfan var tímafrek 9

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.