Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 21
- fyrirspurnir - fyrirspurnir - fyrirspurnir - fyrirspurnir - fyrirspurnir - / Svar til Asmundar á Akranesi í fyrsta tölublaði Fréttabréfs Ættfræðifélagsins 1995 bar Ás- mundurU. Guðmundsson á Akra- nesi framnokkrarfyrirspurnir. Hér á eftir verður leitast við að svara að nokkru einni fyrirspurn hans: Hinarupprunalegu Reykjavík- urættir hafa verið taldar tíu. Ein þeirra er Efferseyjarætt. Stofnar hennar voru hjónin Magnús Helga- son bóndi í Effersey, fæddist um 1722, dó 14. des. 1785, og kona hans Sigríður Gissursdóttir (Giss- urardóttir), fæddist um 1730, dó líklega 1792. Foreldra þessara hjóna hefur mér ekki tekist að finna enn. Börn þeirra, sem mér er kunnugt um, voru: Helgi f. 1759, Sigríðurf. 1760, Sesselíaf. 1762, Ásmundur f. 1764 og Gissur f. 1769. Sigríður Magnúsdóttir var skírð 28. september 1760, “frá Skildinganesi”. Hún var hjá for- eldrum sínum í Effersey á mann- talinu 1762,2 ára, og eins á sálna- registrinu 1769, 9 ára. Sigríður var fermd 15 ára, 21. maí 1775, “fráSkildinganesi”. Árið 1786 var hún skráð 27 ára hjú í Skildinga- nesi. Sigríður giftist í Seltjarnames- sókn 13. nóv. 1790 Sigurði Ás- mundssyni, ættuðum úr Borgar- fírði skv. manntalinu 1816. Svara- maður hennar var bróðir hennar Helgi Magnússon. Uppruni Sigurðar Ásmunds- sonar er mér óljós. Þess má geta að 25.3.1764 var skírður Sigurður fráEffersey, sonurÁsmundarEin- arssonarog KristínarEinarsdóttur. Þá má nefna Ásmund Hildibrands- son sem var á Bændatali í Reykja- vík 1735. Einnig má nefna Ás- mund Arason húsmann í Effersey, 58 ára á sóknarmannatali 1769. Hann hafði búið á Kleppjárns- reykjum í Reykholtsdal frá því um 1746 fram undir 1760. Kona hans hét Guðrún Ásgrímsdóttir. Sigurðar er ekki getið sem sonar þeirra í Borgfirskum æviskrám. Árið 1797 voru þau Sigríður Magnúsdóttir og Sigurður Ás- mundsson húsbóndi skráð í Norðurkoti á Laugarnesi, bæði sögð 37 ára. Norðurkot var ein af þremur hjáleigum í landi Laugar- ness. Hinar voru Suðurkot og Bamhóll. Á manntalinu 1801 vom þau skráð ásamt 4 sonum sínum í Norðurkoti í Reykjavíkursókn. Árið 1805 voru þau öll, nema Sigríðurdóttirþeirra, skráð í Mel- koti. Melkot var tómthúsbýli sem mun hafa byggst úr landi Mels- húsa, en ekki er vitað hvenærbýlið var reist. Melshús vom ein hjál- eigan frá Vík. Árið 1769 vom tveir ábúendur í Melkoti. Melkot stóð þar sem nú mætast efri hluti lóðar Ráðherrabústað- arins, við Tjamargötu 32, og Suð- urgata. Tún það, sem umhverfis Melkot hafði verið grætt út, var tekið undan afbýlinu og selt einum bæjarmanna, án þess að ábúanda afbýlisins væri gefinn kostur á að eignast grasnytina. Meginhluta næstliðinnar aldar bjó þar ein og sama ætt mann fram af manni (sjá hér á eftir). í þessu grasnytjalausa afbýli bjó síðasturMagnús Einars- son tómthúsmanns Sigurðssonar, orðlagður gæðamaður. Magnús bjó þarna í fjölda ára við góða afkomu, mikilsmetinn af öllum, enda prúðmenni hið mesta. Aðal- atvinnahans var sjósókn, enþegar ekki gaf á sjó, stundaði hann garð- rækt af miklu kappi. Árið 1811 vom hjónin Sigríður Magnúsdóttir og Sigurður Ás- mundsson enn skráð í Melkoti, en einungis sonurþeirra Jón hjáþeim. Árið 1816 vom þau enn í Melkoti og hjá þeim synirnir Ásmundur, Einar og Jón. Á manntalinu þetta ár kemur fram, að Sigurður Ásmundsson fæddist í Borgarfirði. Árið 1822 voru í Melkoti Sigurður og Sigríður og synimir Einar og Jón. Hinn 5. júní 1825 dó Sigurður Ásmundsson “húsm. í Melshús- um, 65 ára”. Sigríður Magnúsdóttir var 73 ára húskona í Melkoti 1832. Hún dó “ekkja í Melkoti, 83 ára” 25. september 1843. Böm þeirra vom þessi: 1. Ásmundur Sigurðsson f. í Effersey 4. maí 1791. Hann var jafnan á heimili foreldra sinna þar, í Norðurkoti og í Melkoti. Hinn 31. maí 1819 voru saman vígð Ásmundur Sigurðsson “28 ára, húsmaður, í Grjóta” og Guðbjörg Ólafsdóttir “31, vk.”. Guðbjörg Ólafsdóttir fæddist 6. febrúar 1788 “ektabam hjón- anna Ólafs Sigurðssonar (dó 82 ára 1816) og Guðrúnar Þorsteins- dóttur (dó 65 ára 1810) frá Tj amar- húsum”. Af 13 bömum lifðu hana 8, en 7 lifðu hann. Árið 1821 var Guðbjörg skrif- uð Guðmundsdóttir, 1823 var hún skrifuð Guðríður (systir hennar hét Guðríður) og 1829 Sigurðar- dóttir. Böm Guðbjargar og Ásmundar vom: Jónf. 1819. Sigríður f. 1821, d. 17.8.1827, “6 ára, úr brjóstþyngslum”. Guðrún f. 14.6.1823, d. 10.6.1827, “4 ára. af hálsbólgu”. Kristrún f. 1.5.1827. Sigríðurf. 8.5.1828. (Hún gift- ist Torfa prentara Þorgrímssyni f.24.1.1828. Margir afkomendur. 21

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.