Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 12
líða í mjög stórum niðjatölum. Það er á hinn bóginn óafsakanlegt að fjalla með alveg ólíkum hætti um störf og æviferil karla og kvenna. Telji menn vert að tíundaeitthverttiltekið atriði umkarlaáað sjálfsögðu einnig að tíunda það um konur. Eins og dæmið úr Krákustaðaætt sýnir leynist oft mikil saga á bak við orðin "bara húsmóðir". Konur fæða okkur af sér og flest erum við víst fyrst og fremst alin upp af konum. Samt er það meginregla í ættfræðiritum að geta fyrst um föður maka og síðan um móðurina, eins og eitthvert aukaatriði. Dæmi: Jóna Jónsdóttir, f. 1.1.1930 í Reykjavík, hús- móðir í Keflavík. - M.: 1.1.1955, Jón Jónsson, f. 10.10.1925 í Grindavík, sjómaður. For.: Jón Sigurðsson sjómaður í Grindavík og k.h. Guðmunda Guðmundsdóttir. Hér vil ég snúa hlutunum við, segja "Guðmunda Guðmundsdóttir húsmóðir og m.h. Jón Sigurðsson sjómaður í Grindavík". Sumum kann að þykja þetta léttvægt en mér finnst það skipta máli, vera sú lág- marksvirðing sem við getum sýnt mæðrum okkar. Framættir fólks eru raktareftirkarlleggjum og um það tjóir náttúrlega ekki að fást. Föðurnafnakerfið íslenska veldur því að örðugt er að bera sig öðruvísi að og auk þess er það svo að upplýsingar um föður segja oftast meiri sögu en upplýsingar um móður, einkum fyrr á öldum. íslenska bændasamfélagið var feðraveldi og ættrakning eftir karlleggjum er að því leyti eðlileg og sannferðug að hún endurspeglar þessa staðreynd. Þar á ofan eru kvenleggirnir oft stuttir. Staða kvenna var með þeim hætti að heimildir eru miklum mun færri og fátæklegri um þær en um karlana, m.a. vegnatakmarkaðs áhuga ættfræðinga og annarra skrásetjara sögunnaren ekki síð- ur af félagslegum og efnahags- legum ástæðum. Karlar voru skráðir fyrir búum og eignum, voru vottarádómþingum, gegn- du opinberum störfum og svo framvegis. Við allt þetta bætist að sú venja að rekja framættir eftir karlleggjum veldur því iðulega að menn koma ekki auga á kvenlaggina. Ég hafði t.d. rakið ættir mínar fram og aftur um langt skeið áður en ég áttaði mig á því að beinn kvenleggur minn teygir sig allar götur aftur á 15. öld. Til gamans læt ég þennan legg fljóta hér með. Ég rek hann eins og ég kann hann lengstan og nefni dótturdóttur systur minnar því fyrsta til sögunnar: 1 Diljá Anna Júlíusdóttir, f. 28.10.1992 í Reykja- vík. 2 Guðný Pálsdóttir, f. 4.2.1972 í Reykjavík, hús- móðir í Reykjavík. Maður: Júlíus Sigurjónsson, f. 2.5.1959 í Reykjavík, ljósmyndari. 3 Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 21.5.1952 í Reykjavík, sálfræðingur í Reykjavík. Maður: 24.12.1970, skildu, Sæmundur Páll Kristjánsson, f. 1.3.1951 í Reykjavík, vinnu- vélastjóri í Mosfellsbæ. 4 Guðrún Lilja Halldórsdóttir, f. 17.2.1923 í Reykjavík, íþróttakennari, fimleikaþjálfari og húsmóðir í Reykjavík og síðar á Seltjamarnesi. Maður: 28.8.1948, Sigurður Ármann Magn- ússon, f. 26.3.1917 í Ketu á Skaga, d. 24.4.1987 á Spáni, stórkaupmaður. 5 Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 17.5.1897 í Efsta-Hvammi í Dýrafirði, d. 24.5.1985 í Reykjavík, húsmóðir í Reykjavík. Maður: 3.11.1917, Halldór Jónsson, f. 9.8. 1892 í Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd, d. 20.10.1945 í Stokkhólmi, skipstjóri og síðar kaupmaður og kaupsýslumaður. 6 ÞorvaldínaRósaEinarsdóttir, f. 6.1.1869 íEfsta- Hvammi, d. 20.9.1943 í Reykjavík, verkakona á Þingeyri og síðar í Reykjavík. Barnsfaðir: Guðmundur Hjaltason, f. 6.5. 1872 í Kirkjubólssókn við Djúp, d. 26.9.1967 í Bridge- port í Connecticut í Bandaríkjunum, bakari síðast og lengst í Bridgeport. "bara húsmóðir"

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.