Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 5
Úr lestrarsal í Safnahúsinu Nú hefur komið út bók eftir Kristínu H. Pétursdóttur bóka- safnsfræðing, sem getur um flestar slíkar bækur og rit og heitir bókin íslensk œttfræði, gefin út 1994. Félagatöl hafa verið gerð, árin 1980, 1986 og 1990 í heftum og 1983 í Fréttabréfi. Nú er í undir- búningi nýtt félagatal. Breytingar eru miklar, félagar falla frá og aðrir koma inn, því mikil aukning er á félagsmönnum, sem eru orðnir yfir 600 talsins. Árið 1983 hóf Ættfræðifélagið að gefa út fréttabréf. Forustumenn í því voru þeir Amgrímur Sig- urðsson, þá ritari og Einar Egils- son, þá gjaldkeri. Þetta var stórt og heillaríkt spor fyrir Ættfræði- félagið, því Fréttabréfið hefur verið mikil lyftistöng fy rir félagið, og tengiliður þess við félaga, sér- staklega úti á landi. Með aukinni tækni hefur vinnsla Fréttabréfsins færst yfir á tölvur, auðveldar það vinnslu og gefur blaðinu fallegra útlit. Þegar Jón Valur Jensson varð formaður í nóvember 1989 tók hann við vinnslu Fréttabréfsins og tókst það vel. Hann lét af störf- um formanns á aðalfundi 1991 og einnig ritstjórnFréttabréfsins. Þá tók við Anna Guðrún Hafsteins- dóttir og sá um fréttabréfið milli aðalfunda 1991 og 1992. Á aðal- fundi 1992 tók Hálfdan Helgason við ritstjóm og hefur hann unnið Fréttabréfið af mikilli alúð síðan. Árið 1991 tók kona við for- mannsstörfum í Ættfræðifélaginu og hefur það kannski verið tímanna tákn. Manntöl Munið manntöl Ættfræðifélagsins, ómissandi hverjum áhugamanni um ættfræði. Manntal 1801, Suðúramt kr. 3000.- Vesturamt kr. 2800,- Norður- og austuramt kr. 2500.- Manntal 1816, V. hefti kr. 600,- VI. hefti kr. 600,- Manntal 1845, Suðuramt kr. 3000,- Vesturamt kr. 2800.-, Norður- og austuramt kr. 3100.-. Öll manntölin saman fást á 15000 krónur eða manntölin 1801 og 1845 á 14000.-. Manntal 1910, Skaftafellssýslur, kr. 2800.- Bækumar má panta hjá formanni félagsins, Hólmffíði Gísladóttur, hs. 91-74689 og Klöru Kristjáns- dóttur gjaldkera, hs. 91-51138 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.