Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 4
Það er því ákaflega mikilsvert í ættfræðilegu tilliti og ómissandi hjálpargagn hverjum þeim, sem við ættfræðirannsóknir fæst. Félagið fékk styrk frá Alþingi 1946 og þá hófst prentun á mann- talinu 1816 og 1. heftið kom út 1947. Og manntalið 1816 hélt á- fram að koma út með styrk frá Alþingi, 2. heftið kom út 1951,3. heftið 1953 og 4. heftið 1959. Félagsfundir voru á þessum tíma haldnir í lestrarsal Lands- bókasafnsins og sýnir það hve sterk tengsl hafa alltaf verið milli Ættfræðifélagsins og Safnahúss- ins og sérstaklegaÞjóðskjalasafns- ins. Á Þjóðskjalasafni leitar fólk upplýsinga. Þangað kona margir félagar í Ættfræðifélaginu að leita að uppruna sínum og annarra. Þar hittist fólk og þar slær hjarta Ætt- fræðifélagsins hraðast. Þegar fjögur hefti af mann- talinu 1816 höfðu komið út þá fór að dofna yfir félaginu af einhverj- um ástæðum og lagðist starfsemin niður um tíma. Svo var það árið 1972, föstudaginn 18. febrúar að boðað var til fundar í Ættfræði- félaginu í fyrstu kennslustofu Há- skólans. Til fundarins boðaði Ein- ar Bjarnason prófessor og ræddi hann um tilgang fundarins, hann væri sá að kjósa nýja stjórn og vinna að því að ljúka útgáfu mann- talsins 1816. Ný stjóm var þannig skipuð: Indriði Indriðason rithöfundur, formaður Einar Bjarnason prófessor, vara- formaður Pétur Haraldsson verslunarstjóri, gjaldkeri Jóhann Gunnar Olafsson fyrrv. bæjarf., ritari Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala- vörður, meðstjómandi. Stjómin ákvað að ljúka útgáfu ámanntalinu 1816ogkom5.heftið út 1973 og það 6. árið 1974. Á þessum árum voru fél- agsfundir haldnir í Templarahöll- inni við Eiríksgötu en stjórnar- fundiráskrifstofuÞjóðskjalavarð- ar,Bjarna Vilhjálmssonar, íSafna- húsinu. Árið 1975 urðu formanna- skipti, og tók Ólafur Þ. Kristjáns- son fyrrverandi skólastjóri viðfor- mannsstörfum. Þá var komið að kaflaskilum í sögu félagsins, þegar farið var að ræða nýjar útgáfur. Á aðalfundi Ættfræðifélagsins 27.apríl 1976 varákveðiðað hefja útgáfu á manntalinu 1801. Og árið 1978 kemur út fyrsta bindið af því manntali en þá hafði fengist styrk- ur úr ríkissjóði og einnig úr Þjóð- hátíðarsjóði til útgáfunnar. Það er á engan hallað þó getið sé Bjarna Vilhjálmssonar þáver- andi Þjóðskjalavarðar, því hann átti veg og vanda af útgáfu mann- talanna 1801 og 1845 sem gefin voru út á árunum 1978-1985. Starfsemi Ættfræðifélagsins hefur einkum verið útgáfustarf- semi og félagsfundir, sem haldnir hafa verið að vetrinum og þá fengn- ir fyrirlesarar, sem talað hafa um einhver fræðandi efni. Formannaskipti urðu í félaginu 1981, þegarÓlafurÞ. Kristjánsson baðst undan endurkosningu. Þá varkosinnformaður Jón Gíslason póstfulltrúi. Strax árið 1982 varpar Bjarni Vilhjálmsson fram hug- mynd um útgáfu á manntalinu 1910. Á félagsfundi 23. mars 1988 var ákveðið að athuga með útgáfu á manntalinu 1910. Þurfti að leita leyfa og samstarfs við Erfða- fræðinefnd og Þjóð- skjalasafn. Undirbúningsvinna hefur verið mikil, en fyrsta hefti, Skafta- fellssýslur, kom út 1994, með styrk úr Menningarsjóði, og áfram skal haldið. Það var talað um það á fundum að tekin yrði saman ítarleg skrá yfir allar útgefnar ættfræði- bækur og rit, félags- mönnum til hægðar- auka. Setið við skjáinn 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.