Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 15
sagði Einar: “Þetta er eiginlega afleitt nafn, Fúlatjörn, það verður að slá af verði á jörð með svona Ijótu nafni.” Við það fyrtist Hall- dórog sagði: “Jæja, við skulum þá láta það vera að skrifa undir.” Og þar við sat. Ekki fer neinum sögum af því hvortEinarBenediktssonfórfram á afslátt út á konsúlshúsið, en hann kallaðiþað Héðinshöfðaeftirsam- nefndum bæ í Suður-Þingeyjar- sýslu þar sem hann ólst upp frá tiu ára aldri. I Héðinshöfða bjó Einar aðeins skamma hríð ásamt Val- gerði konu sinni en fluttist þaðan til Lundúna. Læknir og listmálari 1919 tók bæjarstjórn Höfða leigunámi handa Páli Einarssyni dómara í hæstarétti en hann var þá að flytja með stóra fjölskyldu frá Akureyri. Páll Einarsson hafði verið fyrsti borgarstjóri Reykja- víkur, 1908-1914. Árið 1924 eignaðist Matthías Einarsson, yfirlæknir við Lands- spítalann, Höfða og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni til ársins 1938. Þá leigði hann breska rfkinu húsið og seldi því síðan hús og lóð árið 1942. Dóttir Matthíasar er Lovísa Matthíasdóttir listmálari. í Höfða hangir í dag eitt mál verk eftir hana. Þegar í tíð Matthíasar Einarssonar var nafn hússins sty tt og það kal lað Höfði. Hefur sú nafngift haldist. Höfði var síðan aðsetur breska aðalræði smannsins og síðar sendi- herrans fram til 1951. Á þessum “bresku” tímum kom að sjálfsögðu margt góðra gesta í Höfða. Fræg- asti gesturinn er trúlega Sir Winston Churchill, forsætisráð- herra Breta, en hann kom til Reykjavíkuríágúst 1941 eftirfund með Roosevelt Bandaríkforseta. Þeir höfðu þá gengið frá Atlants- hafsyfirlýsingunni sem kalla má grund völ linn að stofnskrá Samein- uðuþjóðanna. Önnurfrægpersóna sem var gestur í Höfða á þessum árum var Marlene Dietriech. “The white lady” Síðasti breski sendiherrann sem bjó íHöfða vareinhleypurog þótti nokkuð undarlegur í háttum. Daglega sá hann veru, sem ekki var af þessum heimi, á sveimi í húsinu. Hann kallaði hana hvítu konuna eða “The white lady.” Þar kom að hann þoldi ekki við lengur og fékk því framgengt að húsið var selt þar sem ekki væri vært í því fyrir draugagangi. Stórstúkaíslandskeypti Höfða af breska ríkinu en vildi svo hætta við. Ingólfur Esphólín fram- kvæmdastjóri, kunnur brautryðj- andi á sviði hraðfrystiiðnaðar, gekkinníkaupinárið 1952ogbjó í Höfða til ársins 1962. Ingólfur notaði húsið einnig til verksmiðju- reksturs og Halldór Laxness skýrði eitt sinn frá því í Höfða að einmitt þar hefði hann hugsað sér að leikriti hans Prjónastofan Sólin gerðist. En þegar árið 195 8 kaupi r borg- arsjóður Höfða af Ingólfi og átti í fyrstu að rífa húsið. Ætlunin var að bora eftir heitu vatni á lóðinni og þar voru á þessum árum borað- ar tvær holur sem nýttar voru í mörg ár. Á árunum upp úr 1960 var húsið svo notað sem bækistöð við umfangsmikla vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Reykjavík. Gert upp í felum Sagt er að Gústaf A. Pálsson sem þá var borgarverkfræðingur, hafi stolist til að fara að gera við húsið án þess að nokkurfjárveiting væri til og án þess að láta nokkurn vita. Þegar verkinu varnánastlok- ið hafi hann boðið borgarstjóra að koma og líta á. Sá hafi orðið yfir sig hrifinn og upp úr því hafi verið ák veðið að nota Höfða fyrir gesta- móttökur og fundarhöld á vegum Reykjavíkurborgar. Þannig hefur húsið svo verið nýtt í 27 ár eða frá árinu 1967. Á vegum borgarinnar hafa komið þangað þúsundir gesta m.a. þjóðhöfðingjarnir Margrét Þór- hildur Danadrottning, Ólafur V. Noregskonungur, Elísabet Eng- landsdrottning, Mitterand Frakk- landsforseti, Cossica fyrrum Ital- íuforseti, Havel þáverandi forseti Tékkóslóvakíu, Gro Harlem Bruntland forsætisráðherra Nor- egs, Ingvar Carlsson forsætis- ráðherra Svíþjóðar og Willy Brandt fyrrverandi kanslari Vest- ur-Þýskalands. Heimsfrægð Þekktustu gestir Höfða eru þó án nokkurs vafa þeir Ronald Rea- gan og Mikhail Gorbatsjov sem hittust þar árið 1986 á leiðtoga- fundinum margfræga. Óhætt er að fullyrða að húsið öðlaðist heimsfrægð við þann fund og þótt hann virtist í fyrstu skila takmörk- uðum árangri hefur mönnum síðan orðið æ Ijósar að fundurinn var upphafið að lokum kalda stríðsins. Höfði er síðan orðinn fastur viðkomustaður erlendra ferða- manna og aðdáun manna á húsinu kvu hafa orðið svo mikil að einn þei rra - j apan skur auðj öfur- by ggði sér nákvæma eftirlíkingu þess í heimalandi sínu! Draugar ættfærðir H vað drauga varðar hafa menn reynt að henda reiður á uppruna þeirra og nærveru í Höfða. Ymsir vilja tengja reimleikana við Einar Benediktsson skáld, og atburði úr fortíð hans, en haft er fyrir satt að honum fylgdi einhver vera sem hulin værisjónumvenjulegsfólks. 15

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.