Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1995, Blaðsíða 16
Páll Einarsson sem flutti í húsið á eftir Einari var mikill áhugamaður um spíritisma. Hann mun þó einsk- is hafa orðið var á sínum ámm í Höfða. Það er í reynd fyrst um 1950 sem “The White lady” fer að gera vart við sig fyrir alvöru en síðan hafa ýmsir þóst sjá torkennilegar verur á sveimi í Höfða. En þeir sem ekki búa yfir neinum dular- gáfum verða að láta sér nægja að horfa á listaverk Sigurjóns Ólafs- sonar Öndvegisúlumar (Súlumar), sem standa framan við Höfða en þær kallaði hann stundum í spaugi “Draugana í Höfða”. Stúlkuklettar Þeir sem eru næmir ættu ef til vill að ganga fram á klettana sjáv- armegin við Höfða, og velta fyrir sér ömefninu Stúlkuklettur eða Stúlkuklettar, sem þar er að finna samkvæmt fyrsta íslenska sjókort- inu (1788) og byggt var á athug- unum Minors nokkm áður. Og hver veit nema enn bergmáli um loftin bláfyrstu loftskeytin semtil íslands bámst erlendis frá, en ein- mitt hér við Höfða reisti Marconi- félagið fyrstu stangimar til mót- töku slíkra skeyta árið 1905. Af ofangreindu má sjá að saga Höfða er orðin löng og litskrúðug. Þar hafa skáld og skútusjómenn, kóngar og konsúlar, drottningar og draugar, læknar og lögfræð- ingar, forsetar og framkvæmda- menn gengið um gættir. Og nú er komið að okkur, kæru félagar, að gesta þetta sögu- fræga hús. Hvað sem við sjáum, lífs eða liðið, munum við finna anda liðinnar aldar leika um okkur í Höfða og heyra nið sögunnar um leið og við njótum gestrisni borgar- stjórans. Samantekt: Guðfinna Ragnarsdóttir. Heimildir: Páll Líndal: Reykjavík Sögustaður við Sund, Einar Benediktsson: Kvæðasafn, Gunnar M. Magnúss: 1001 nótt Reykjavíkur. Upplýsingar frá Ólafi Jónssyni lögfræðingi hjá Reykjavíkurborg. o. fl. heimildir. Ættfræðin gerir okkur... framhald afbls.9 Auðvitað má deila um það hvort ættfræðin er grúsk eða vís- indagrein - eða bara tómstunda- gaman gamalla karla og kerlinga- sem ekki hafa nema rétt komist í gegnum bamaskóla. Og víst er að mörgum háskólamönnum er gj amt á að líta á ættfræðirannsóknir sem hégóma og stolin orð - en ekki vísindaleg fræðistörf. Mér finnst það ekki skipta öllu máli hvort við flokkum ættfræðinaundir vísindi. Aðalatriðið er að hún er hagkvæm iðja sem eykur skilning okkar á mannlífinu, heldur til haga fróð- leik og þekkingu, tengir okkur sög- unni, þjóðinni og menningunni og gefur okkur lífsfyllingu. Það er mér nóg. ------------------\ Móttaka í Höfða Mánudaginn 27. febrúar býður borgarstjórinn í Reykjavík, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir félagsmönnum Ættfræðifélagsins til móttöku í Höfða, kl. 17:00 - 19:00 (kl 5-7). Við hvetjum alla félagsmenn til þess að taka þessu höfðinglega boði borgarstjórans og mæta í Höfða, þessa sögufrægu og fallegu byggingu og njóta veitinga og gestrisni. Varstu búin(n) að lesa greinina um sögu Höfða hér á undan? J 16

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.