Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 8

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 8
Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi, þar sem frumvarp hans sem leyfir hærri útgreiðslu séreignarsparnaðar liggur fyrir og talið er að í leynist mistök. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Rafknúnir hægindastólar sem auðvelda þér að setjast og standa upp Fjölbreytt úrval Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is JÓLAPRÝÐI PÓSTSINS 2010 Jólaprýði er fallegt jólaskraut fyrir heimilið og tilvalið í jólapakkann. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistar- maður á Akureyri er höfundur jólaóróanna og jólafrímerkjanna 2010. Jólaóróarnir eru seldir 4 saman í pakka á kr. 3.100 og stakir í pakka á kr. 850. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Jólabæklingurinn er kominn út. Girnileg jólatilboð. fyrir BRUNCH HLAÐBORÐ Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL. 11.00–15.00 UPPLIFÐU NAUTHÓLSVÍKINA HJÁ OKKUR Í EINSTÖKU UMHVERFI www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 A N T O N & B E R G U R Þ eir sem kjósa að taka út séreignar-sparnað sinn á nýju ári lenda sjálf-krafa með helming upphæðarinnar í hærra skattþrepi vegna nýs ákvæðis í frumvarpi fjármálaráðherra um útgreiðslu viðbótarsparnaðarins. Ekki verður hægt að stýra greiðslum úr sjóðnum þannig að þær haldist allar í lægsta skattþrepi og fær ríkið því sex þúsund krónum meira en ella af hverri mánaðargreiðslu. Fréttatíminn óskaði eftir viðbrögðum Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra en fékk þau svör úr ráðuneytinu að hann vildi ekki tjá sig. Samkvæmt frumvarpinu, sem lagt hefur verið fyrir þingið, getur fólk á tímabilinu 1. janúar 2011 til 1. apríl óskað eftir að taka út allt að fimm milljónir króna með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að frádreginni staðgreiðslu, á 12 mánaða tímabili. Nýja ákvæðið er að útgreiðslutíminn styttist hlutfallslega sé upphæðin lægri. Þetta þýð- ir, samkvæmt útreikningi Fréttatímans, að fólk fær alltaf um það bil 416.000 krónur greiddar út á mánuði, sé óskað eftir því að fá þá eða hærri upphæð greidda út. Allt umfram 200 þúsund lendir í millitekju- skattþrepi. Greiðslan ýtir þeim þá upp úr lægsta skattþrepi í millitekjuskattþrep. Greiddar eru 58.320 krónur í skatt í stað 52.056 króna af 216 þúsundum upphæðar- innar. Þetta er óháð öðrum launum. „Athyglisvert,“ segir Vilhjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Sé hægt að afstýra því að fólk lendi í efri skattþrepum, telur hann rétt að endur- skoða þetta ákvæði með hagsmuni lág- tekjufólks í huga. „Það er engin ástæða til að taka meiri skatta af lágtekjufólki en þegar er gert,“ segir hann. „Þessi upp- setning er ekki sanngjörn.“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fulltrúi Landssamtaka lífeyrissjóða, stóð í viðræð- unum við fjármálaráðuneytið um fram- lengingu úttektar séreignarsparnaðarins. Hann segir að það hafi hvorki verið ætlun lífeyrissjóða né ráðuneytisins að breyta útgreiðsluákvæðunum frá því sem nú er. Hann hafi haft samband við sérfræðing fjármálaráðuneytisins eftir að blaðamaður leitaði fyrst til hans og sérfræðingurinn hafi tjáð honum að ákvæðið væri þarna fyrir mistök og þessu yrði kippt í liðinn. Gunnar segir að lífeyrissjóðirnir myndu mótmæla, yrði ákvæðinu haldið til streitu. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins segir það einhvern misskilning. Frumvarpið standi. Fram til þessa hafa eigendur séreignar- sparnaðar mátt taka út 2,5 milljónir króna og geta þeir sem hafa tekið þær út nú tvöfaldað úttekt sína á nýju ári. Um 50 þúsund einstaklingar hafa fengið um 43 milljarða af séreignarsparnaði sínum greiddan út frá hruni. Tækju landsmenn út jafnháa upphæð með nýja ákvæðinu í gildi má áætla að tekjur ríkisins gætu aukist um um það bil 600 milljónir króna. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  SéreignarSparnaður Ákvæði Setur alla í hærri SkattÞrep ríkiSinS Greiða hærri skatta vegna mistaka í fjármálaráðuneyti Nýtt ákvæði í frumvarpi fjármálaráðherra um útgreiðslu séreignarsparnaðar, sem liggur fyrir Alþingi, tryggir að ekki er hægt að taka svo lága upphæð út að fólk lendi í lægsta skattþrepinu. For- svarsmaður lífeyrissjóðanna kemur af fjöllum og segir að við eftirgrennslan hafi þær upplýsingar fengist úr ráðuneytinu að ákvæðið sé þar fyrir mistök. Fjármálaráðherra vill ekki tjá sig um málið við Fréttatímann. Tækju landsmenn út jafnháa upphæð með nýja ákvæðinu í gildi má áætla að tekjur ríkis- ins gætu aukist um um það bil 600 millj- ónir króna. Hjalti Zóphóníasson.  StjórnlagaÞing rúnar Þór jónSSon datt fyrStur út Eins atkvæðis-maðurinn var hættur við Rúnar Þór Jónsson, nr. 5768, var sá fram- bjóðandi til stjórnlagaþings sem fæst atkvæði hlaut, þ.e. aðeins eitt, og datt því fyrstur út. Rúnar Þór var þó í raun ekki í framboði því hann hafði dregið það til baka og var ekki kynntur meðal frambjóð- enda í kynningarriti því sem sent var inn á hvert heimili í aðdraganda kosninganna til stjórnlagaþings síðastliðinn laugardag. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri hjá dómsmálaráðuneytinu, segir að Rúnar Þór hafi sent inn framboð sitt með full- gildum hætti með tilskildum fjölda með- mælenda. Hann var því á upphaflega listanum yfir frambjóðendur sem land- kjörstjórn birti. „Rúnar Þór hætti síðan við framboðið og staðfesti það skriflega,“ segir Hjalti. Þess vegna var hans ekki getið í kynn- ingarblaðinu til þess að koma í veg fyrir að frambjóðandi sem ekki var í framboði fengi atkvæði. Hjalti segir að rétt hafi þótt að verða við óskum frambjóðandans um að hætta við. Atvikið kenni mönnum þó að rétt sé að setja reglur um að þeir sem tilkynna framboð fyrir ákveðinn tíma geti ekki hætt við. Hann nefndi til samanburð- ar þegar Guðrún Pétursdóttir hætti við forsetaframboð 1996. Þá hefðu sumir sagt að slíkt væri ekki leyfilegt. Kannski sé svolítið til í því. jonas@frettatiminn.is 8 fréttir Helgin 3.-5. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.