Fréttatíminn - 03.12.2010, Side 14

Fréttatíminn - 03.12.2010, Side 14
Á sta Knútsdóttir vinn- ur sem þroskaþjálfi og er með einhverfan dreng í sinni umsjá. Hún á f jögur börn og barnabarn. Hún segir að mis- notkun í æsku af hendi náins fjöl- skyldumeðlims hafi veitt henni reynslu af því að standa andspænis gerandanum og, eins og hún orðar það, afhenda honum skömmina sem hann kallaði inn í sál hennar. Ólöf er gift, tveggja barna móðir. Hún er doktor í stofnerfðafræði frá há- skólanum í Björgvin og kennir á menntaskóla- og háskólastigi. Hún birti frásögn sína á fréttavefnum Pressunni síðasta þriðjudag í kjöl- far þess að fjórar konur höfðu stigið fram undir nafni og ásakað Gunnar um ósæmilega hegðun í þeirra garð. Meðal þeirra eru fyrrum mágkonur Gunnars, systurnar Sólveig og Sig- ríður Guðnadætur. Frásögn Ólafar vakti mikla athygli vegna dagbókar sem hún geymir um reynslu sína en það sem færri vita er að áður en hún ákvað að stíga fram hafði náinn fjöl- skyldumeðlimur Gunnars samband við hana. „Sú vildi ræða við mig áður en ég hafði hugsað mitt skref í málinu,“ segir hún. Hún hafði þá ekki hitt konurnar sem stóðu fyrir bréfa- skriftum til stjórnar Krossins. Í vitnisburði hennar má lesa: „Áreiti af Gunnars hálfu hófst þegar ég var nýorðin fimmtán ára. Ég hafði verið erlendis þá um sumarið og tekið út töluverðan þroska þann tíma. Þegar Gunnar sá mig hafði hann orð á því hve mikið ég hafði breyst á svo óvið- eigandi hátt að ég man enn stund og stað þessa atburðar. [...] Líkam- legt áreiti af Gunnars hálfu hófst í upphafi árs 1986, þegar ég var 19 ára og stóð yfir mánuðum saman. Hann nýtti sér flest þau tækifæri sem gáfust til að strjúka brjóst mín og lendar auk þess sem hann kyssti mig ítrekað á munninn og renndi fingrum sínum inn undir nærbuxur mínar. Vilji hans var einbeittur og hann hagaði sér í samræmi við það.“ Síhringjandi til að stöðva málið Sex kvennanna, sem allar voru með- limir í Krossinum, hittust á fundi á miðvikudagskvöld ásamt Thelmu Ásdísardóttur, ráðgjafa á Dreka- slóð, þjónustumiðstöð fyrir þol- endur ofbeldis, og Ástu sem hefur fengið sess sem talskona hópsins. Sumar sáust þar í fyrsta sinn og Ólöf segir að hún hafi ekki hitt aðrar í áraraðir. Konurnar ræddu hvernig það orsakaðist að þær segðu sögu sína nú. Þær ræddu líka viðbrögð Gunnars Þorsteinssonar í fjölmiðl- um við bréfi með vitnisburði fimm þeirra, þriggja undir nafni, sem stjórn Krossins fékk. „Við ræddum líka hvernig hann veittist að sumum kvennanna með ásökunum um að þær hefðu verið í óreglu. Það átti ekki við rök að styðjast í öllum tilfellum. En auðvi- tað eigum við öll okkar fortíð og það breytir því ekki að þessi brot voru framin. Þau voru framin áður en fólk fór í óreglu og því spyr maður sig hver sé orsökin,“ segir Ásta. „Ég vona að almenningur sjái í gegn- um það.“ Konurnar ætla að hittast áfram einu sinni í viku og segir Ásta að þær trúi því að fleiri konur bæt- ist í hópinn. „Í það minnsta þrjár, sem komust ekki í gær og hafa ekki komið fram áður, hafa haft sam- band við okkur og vilja vera með,“ segir hún. „Allar eiga þessar kon- ur það sammerkt að þær hafa borið gífurlega sektarkennd og skömm og í ljós kemur að allar héldu þær að þær væru sú eina.“ Forsaga málsins er sú að ein kvennanna sem ekki hafa treyst sér til að koma fram undir nafni leitaði með sögu sína til Ástu. „Hún segir mér að hún viti um aðra konu sem lent hafi í Gunnari. Ég sagði því við hana að við skyldum heyra í henni. Við gerðum okkur grein fyrir því að þarna úti væru unglingsstúlkur og ungar konur í hættu. Það er bara þannig,“ segir hún. „Við ákváðum að skrifa bréf til stjórnarinnar, sem ég ritaði og við sendum á alla stjórnarmeðlimi Krossins. En áður en það gerðist lak vitneskjan um bréfið út til barna Gunnars. Það veit ég að gert var af velvilja því viðkomandi vildi vara börnin við og fannst hræðilegt að þau fengju þetta mál yfir sig,“ segir Ásta og bætir við að Gunnar hafi frétt af málinu þar sem hann hafi verið ásamt eiginkonu sinni í Nor- egi. „Þau byrjuðu að hringja í fólk vegna þess að nöfn þessara þriggja Borgartúni 29 | S. 585 6500 | www.audur.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 03 08 8 Bókaðu tíma hjá ráðgjöfum okkar í síma 585-6500 eða á radgjof@audur.is Er þinn auður í góðum höndum? Auður býður trausta og árangursríka eignastýringu Framhald á bls. 16 Óttumst ekki Gunnar í Krossinum Ólöf Dóra Bartels Jóns- dóttir (til vinstri) og Ása Knútsdóttir. „Við óttumst ekki að Gunnar í Krossinum kæri okkur fyrir að stíga fram og greina frá því hvernig hann beitti konur kynferðislegri valdníðslu. Alls ekki, því geri hann það er málið komið inn í dómskerfið og þá getum við gefið vitnisburð okkar,“ segja þær Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir og Ásta Knútsdóttir. Ólöf er meðal kvennanna sem hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af Gunn- ari Þorsteinssyni í Kross- inum, en til Ástu leitaði sú fyrsta með sögu sína og boltinn fór að rúlla. Þær segja Fréttatímanum sögu sína. Við höfum birt þessa vitnisburði og jú, það er sárt, en hann braut á þessum konum og sárs- aukinn sem börnin hans og barnabörn og hans nánustu eru að upplifa eru af hans völdum en ekki vegna þess að konurnar stíga fram.     14 viðtal Helgin 3.-5. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.