Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 30

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 30
DV er elsta dagblað landsins og nær þeim merka áfanga í þessum mán-uði að fylla heila öld. Það er afrek hjá hvaða fyrirtæki sem er að lifa svo lengi, ekki síst hjá svo umdeildu fyrirtæki sem fjöl- miðill er. Raunar er stutt í að annað dagblað fylli öldina því Morgunblaðið hóf göngu sína árið 1913. Á ýmsu hefur vissulega gengið frá því Einar Gunn- arsson stofnaði Vísi að dagblaði 14. desember 1910 en Vísisnafnið festist við það. Framan af var Vísir einkum Reykjavíkurblað, síðdegisblað sem síðar atti kappi við Morgunblaðið, Tímann, Alþýðublaðið og Þjóðviljann. Blaðaútgáfan var lengst af fjörug þótt fjárhagur blaðanna væri oftar en ekki þröngur. Ósætti um stefnu Jónasar Kristjánssonar varð til þess að honum var vikið úr ritstjórastarfi Vísis árið 1975 en hann hafði verið ritstjóri frá árinu 1967. Jónas, Sveinn R. Eyjólfsson, sem verið hafði framkvæmdastjóri blaðsins frá árinu 1968, og hópur í kringum þá stofnaði Dag- blaðið (DB) sem hóf göngu sína 8. september 1975 og fór í beina samkeppni við Vísi á síðdegisblaðamark- aði. Samkeppnin var hörð og endaði með sameiningu blaðanna síðla árs 1981 undir nafninu Dagblaðið Vísir, sem skömmu síðar var stytt í DV. Það auðveldaði meðal annars sameininguna að starfsemi þeirra var hlið við hlið í Síðumúla 12-14. Það dugði því að bora dyragat á vegg milli ritstjórnanna til að sameina þær, í bókstaflegri merkingu. Komst í stærðarflokk með Morgunblaðinu Óhætt er að segja að hið sameinaða blað hafi náð til fólks á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar. Blaðið varð stór- veldi, lestur þess slagaði upp í lestur risans á blaðamark- aði, Morgunblaðsins, en hann var 63-64% árið 1983 þegar lestur Morgunblaðsins var um 70%. Jónas Kristjáns- son segir í starfssögu sinni, Frjáls og óháður, að þarna, tveimur árum eftir sameiningu, hafi árangur hennar verið kominn í ljós. DV var komið í sama stærðarflokk og Morgunblaðið. „Við vorum í rífandi góðum gangi og tekjurnar sópuðust að blaðinu. Mælt í lestri og tekjum var ekki hægt að segja annað en dæmið hafi gengið full- komlega upp.“ Þegar nær dró aldamótum fór að halla undan fæti og rekstur blaðsins komst í þrot haustið 2003. Það reis þó á ný, kom út um hríð árið 2006 sem vikublað en var endur- reist sem dagblað árið 2007. Núverandi ritstjórar DV eru feðgarnir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson. Fréttatíminn leitaði til nokkurra fyrrverandi ritstjóra DV, auk núverandi ritstjóra, og bað þá að leggja mat á áhrif Vísis/DV í heila öld. Jafnframt voru ritstjórarnir beðnir að leggja mat á stöðu DV í dag og að lokum á framtíð blaðsins. Á engan er hallað þótt því sé haldið fram að Jónas Kristjánsson hafi verið áhrifamestur í þeim hópi en hann var ritstjóri Vísis frá 1967 til 1975, Dagblaðsins (DB) 1975 til 1981 og DV frá 1981 til ársloka 2001 og aftur í stuttan tíma 2005-2006. Á erindi svo lengi sem blaðið segir sannleikann Ellert B. Schram var ritstjóri Vísis við sameiningu síðdegisblaðanna árið 1981 og samritstjóri Jónasar Kristjánssonar á DV til ársins 1995. Hann segir að Vísir hafi lengst af verið eftirmiðdagsblað, blað götunnar, blað almennings. Það hafi síðan breyst í Dagblaðið Vísi, frjálst og óháð og með mikla útbreiðslu. Áhrif blaðsins í heila öld hafi verið veruleg, annars væri DV löngu dautt. Hvað DV í dag varðar sýnist Ellert blaðið þora. „Það á erindi, svo lengi sem það segir sannleikann og er frjálst og óháð,“ segir hann og litið til framtíðar segir Ellert: „Meðan DV lætur ekki sérhagsmuni og ofstækismenn ná völdum á ritstjórninni er ennþá von um framhaldslíf.“ Ruddi brautina í opinni blaðamennsku „DV hafði mikil og í flestu góð áhrif á íslenskt þjóðfélag. Dagblaðið ruddi brautina í nýrri og opinni blaðamennsku sem sameinað blað, DV, hélt á lofti,” segir Óli Björn Kára- son sem var ritstjóri DV 1999-2003. „Undir stjórn nýrra eigenda er DV að gera margt gott en annað miður. Áhrif blaðsins eru langt frá því sem þau voru, en blað í anda DV er jafn nauðsynlegt nú og áður,” segir hann. Óli Björn segir framtíð prentmiðla almennt óljósa og eigi það jafnt við um DV og aðra miðla. „Takist eigendum og starfs- mönnum DV að stunda harða en ábyrga blaðamennsku, samhliða því að samþætta kosti vefs og prentmiðils, getur framtíðin verið björt.” Sandkornin draga úr trúverðugleika Sigurjón M. Egilsson varð ritstjóri DV um skamma hríð þegar það var endurreist sem dagblað í upphafi árs 2007 en blaðamaður þar alllanga hríð löngu fyrr. Hann segir að frá þeim tíma sem hann man hafi DV farið bæði í djúpa dali og hæstu hæðir. „Ég byrjaði fyrst á DV snemma árs 1987. Þá og næstu ár á eftir var DV mjög merkilegt blað. AldArgAmAll óþekktarangi Framtíðin er á netinu, segir Reynir Traustason, ritstjóri elsta dagblaðs landsins. Hann og nokkrir fyrrum ritstjórar þess leggja mat á blaðið í heila öld, velta fyrir sér stöðu þess í dag og líklegri framtíð. 30 tímamót Helgin 3.-5. desember 2010 Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiilmsins, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott k ff i í dag á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast cw100058_isam_bki_endurstaðfærsla_kaffitimi_nov2_augldabl_2x38_17112010_end.indd 1 16.11.2010 15:43:47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.