Fréttatíminn - 03.12.2010, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 03.12.2010, Qupperneq 34
Besta plötuumslag ársins Pólýfónía Apparat Organ Quartet „Ógeðslega flott skjaldarmerki, sérstakur stíll sem er eitthvað svo töff.“ – Elsa María Ólafsdóttir. „Pólýfónía Apparats er alveg ofboðslega skemmtilega innpökkuð, einhvers konar samruni skjaldarmerkis og tölvuleiks, væri til í að hafa flennistóra útgáfu uppi á vegg. Ekkert meira um það að segja.“ – Halldór Högurður. „Flottasta umslagið er á plötunni Pólýfónía með Apparati. Ég hef alltaf fílað þennan hönnuð. Hann leikur sér að tölvugrafík og alls konar minnum úr Mario Bros og þvíum- líku. Alveg frábær og yndisleg hönnum. Og alveg hrikalega töff. Sigurður Eggertsson er alveg sér á parti og nýtur þegar alþjóð- legrar viðurkenningar fyrir hönnun. Það er ekki tilviljun.“ – Teitur Atlason. 2. sæti Búum til börn Moses Hightower „Samspil titils og myndskreytingar dansar á einhverri undarlegri og skemmtilegri línu hvað varðar sakleysi og fegurð, líkt og titillag plötunnar. Minna er meira og þessi einfalda útfærsla hittir beint í mark hjá mér.“ – Elín Ester Magnúsdóttir. „Svo kjút og viðeigandi. Platan heitir Búum til börn og framan á er ungt par sem er án ef að fara að búa til börn :)“ – Elsa María Ólafsdóttir. „Virkilega vel heppnað umslag. Lekkerir litir og laust við alla tilgerð. Umslag sem kallar á athygli á einstaklega hæverskan hátt. Óvæntur glaðningur á bakhliðinni, alltaf gaman að lúmskum eðalhúmor.“ – Bergþóra Jónsdóttir. 3. sæti Electric Ladyboy Land Helgi Valur & The Shemales „Tilvísun í Sticky fingers en samt svo mikið Helgi Valur, sem er máske óþekkur en aldrei vúlgar. Veit ekki hvort maður getur sagt smekklegt, en ég get sagt vel gert.“ – Halldór Högurður. „Nærmynd af níðþröngum gullbuxum að framanverðu. Hversu spilltara getur það eiginlega verið? Greinileg vísun í eitt frægasta umslag sögunnar, Sticky fingers með Rolling Stones. Einfalt, segir sögu og grípur mann alveg um leið. Frábær hönnun byggð á einfaldri hugmynd hjá Jónu Hildi Sigurðardóttur.“ – Teitur Atlason. 4. sæti Black Box XIII „Frábært konsept sem er vel útfært. Með betri hugmyndum sem ég hef séð nýlega. Útlit og innihald mynda eina heild sem býr til dulúðugt andrúmsloft í kringum útgáfuna. Vinnslan á kóvermyndinni er stílhrein, töff og viðeigandi. Snilld.“ – Elín Ester Magnúsdóttir. 5. sæti Í annan heim Rökkurró „Afskaplega fallegt umslag sem rímar vel við innihaldið. Umslagið er listaverk eitt og sér. Dökkt og drungalegt, hlaðið þögn og stillu. Fær mig til að langa til að rýna í hvert smáatriði og stækka svo upp á vegg. Eitt fallegasta umslag sem ég hef séð.“ – Bergþóra Jónsdóttir. „Hvað er eiginlega langt síðan maður sá kláf síðast? Þessi „annar heimur“ er greinilega kláfsferð yfir í heim án farsíma og mig langar þangað, alla vega yfir helgi eða svo. Já, ég verð að viðurkenna það, ég er kláfhundur.“ – Halldór Högurður. Versta plötuumslag ársins Steinn úr djúpinu Steinn Kárason og gestir „Allt á sér þetta eflaust sínar ástæður en brett upp á aðra skálmina, fiðla í sand- inum, sverð standandi upp úr sandinum ... Vil ég vita ástæðuna? Geggjaðra en umslagið á „All my friends are dead“ með Freddie Gage. Þeir sem ekki hafa séð það umslag ættu að gúggla það.“ – Halldór Högurður. „Ha? Ég viðurkenni það hér og nú að ég skil ekki þetta umslag. Kannski skortir mig húmorinn til að fatta þetta, eða að einhver texti á plötunni leysi gátuna. Þetta umslag vakti athygli mína og undrun, en því miður ekki forvitni.“ – Elín Ester Magnúsdóttir. Í síðustu viku fékk Fréttatíminn hóp álitsgjafa til að velja bestu og verstu bókakápur ársins og nú er komið að plötuumslögunum. Upp að vissu marki gilda sömu lögmál um kápur bóka og umslög á geislaplötum. Einum álits- gjafanna kom nokkuð á óvart hversu mörg umslög eru góð í ár og fá áberandi slæm. „Sum umslögin eru alveg dúndur með fínum pælingum að baki, full af húmor, dramatík og vísunum í söguna.“ Þá gildir það sama um bækur og plötur að það er fyrst og fremst innihaldið sem fólk er að sækjast eftir en eitthvað þarf að gera til þess að verkin skeri sig úr í hillum og rekkum verslana. Og þá eru umbúðirnar aðalmálið. Helgi Valur og The Shemales hljóta að teljast eiga umdeildasta umslagið þetta árið en það kemst bæði á topp 5 yfir þau bestu og verstu. Sem fyrr er rétt að hafa í huga að hér er fyrst og fremst um samkvæmisleik að ræða og áfellisdómar um umslög þurfa síður en svo að gilda um innihaldið. Skjaldar- merki rennur saman við tölvuleik í besta plötu- umslaginu Jólatilboð 100% dúnn 790 grömm dúnfylling 100% bómull 270 þráða Pima bómull Áður 29.990 kr Nú 19.990 kr Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Einnig í vef verslun www.lindes ign.is Ekkert send ingargjald! Dásamleg dúnsæng Stærð 140x200 Álitsgjafar: Elsa María Ólafsdóttir verslunarstjóri hjá Eymundsson á Skólavörðustíg Bergþóra Jónsdóttir nemi á lokaári í grafískri hönnun við LHÍ Halldór Högurður Elín Ester Magnúsdóttir umbrotsmaður á Morgunblaðinu Teitur Atlason bloggari 34 úttekt Helgin 3.-5. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.