Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 56

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 56
 Bókardómur Hreinsun eftir sofi oksanen n okkuð er liðið síðan Hreinsun, skáldsaga Sofi Oksanen, kom út í þýðingu Sigurðar Karlssonar. Verkið fór að safna verðlaunum strax eftir útgáfuna 2008, hafði raunar litið dagsins ljós sem leikrit árinu áður og kemur vænt- anlega upp hér á landi næsta vetur. Þótt sagan hafi borist mér fyrir allnokkru lenti hún strax í lestri hjá öðrum; hún skelfir menn og hrærir í þeim. Fæstir hafa nokk- urn skilning á hvað hernám Sovétmanna á Eystrasaltslöndunum hafði í för með sér, rétt eins og hernám Kirjálabotns fyrir þjóðirnar sem þar bjuggu. Harðstjórnin, rússavæðingin og örlög þeirra sem flúðu; Eistarnir yfir hafið þar sem þeir urðu Sví- ar eða Finnar, eða inn í skógana þar sem menn voru hundeltir árum saman uns yfir lauk. Oksanen gerir sér mat úr þess- ari sögu, byggir skáldverkið á ást tveggja systra á sama manninum, þjóðernissinn- uðum bónda, og er örlagasaga þeirra rakin í upprifjun á meðan yngri systirin tekur 1992 á móti ungri stúlku sem er að flýja kynlífsþrælkun í Berlín. Þar hafði hún verið fangi Rússa sem tengjast leyniþjónustunni gömlu. Saman er því stillt kúgun fólks á Stalíntímanum og mansali okkar daga. Hreinsun er líklega merkilegasta skáld- verkið sem kemur á markað í ár. Ekki bara fyrir söguefnið sem opnar nýjan heim les- endum hér, bæði um harðræði Stalíntímans og okkar klámaldar; hér er persónusköpun unnin af mikilli innsýn í mannlega náttúru, frásögnin ryðst áfram í rykkjum og sögu- konan hefur makalaust vald á því að teygja verund og vitund persónanna á ystu nöf í ofurnæmri skynjun. Þessu skilar þýðing Sigurðar Karlssonar alla vega; hin fjórða, Saga af systrum Hreinsun er líklega merkilegasta skáldverkið sem kemur á markað í ár. Ekki bara fyrir sögu- efnið heldur líka fyrir makalaust vald og skynjun höfundar.  okkurgulur sandur Magnús Sigurðsson ritstýrir. 125 bls. Uppheimar Fínt fyrir fan-klúbbinn Safn tíu ritsmíða um skáldskap Gyrðis Elías- sonar, tekið saman af Magnúsi Sigurðssyni, gerir ekki nema að snerta nokkra fleti á löngum og víðum ferli Gyrðis en er samt fínt að fá. Sumar greinar býsna þröngar (Hall- dór, Helgi Þorgils), aðrar vel unnar frá víðu sjónarhorni (Sveinn Yngvi, Guðmundur Andri). Sigurbjörg Þrastardóttir skemmti- legust. Fín leiðsögn fyrir fan-klúbbinn -pbb  Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir 317 bls. Veröld Óþarfa málalengingar Ég man þig er tilraun Yrsu Sigurðardóttur til að segja langa draugasögu. Efnið kallar á nóvellu og Yrsu til gagns mætti setja henni fyrir blaðsíðufjölda svo að hún leggist ekki í málalengingar eins og hér gerist. Hún nær spennu á köflum en þess á milli er alltof langt. -pbb  Önnur líf Ævar Örn Jósepsson 361 bls. Uppheimar Kötta kjaftæðið Ævar Örn Jósepsson heldur áfram sögum af löggum í Reykjavík. Hann er eins og Yrsa, allur á lengdina. Lesandinn er langeygur orðinn eftir einhverjum tíðindum en áfram vind- ur sögunni 361 blaðsíðu og lesandinn að sálast. Kötta kjaftæðið. -pbb „Stenst samanburð við það sem best gerist í glæpasögum samtímans, hvar sem er í heiminum.“ Times Literary Supplement um Ösku YRSA SIGURÐARDÓTTIR ÉG MAN ÞIG s p e n n u s a g a | v e r ö l d  Hreinsun Sofi Oksanen Sigurður Karlsson þýðir. 355 bls. Mál og menning 56 bækur Helgin 3.-5. desember 2010  Bókadómar Bókin er ... hvalreki öllum sem vilja næra sig með mikilvægri og brýnni sögusmíð. Hreinsun verða allir að lesa sér til gagns. Þorgrímur seigur Þorgrímur Þráinsson á tvær bækur á topp 5 barna- og unglinga- bókalista Eymundsson: Þokuna og Ertu guð, afi? ef ég tel rétt, á fáum árum. Hann hefur reynst smekkvís á viðfangsefni og skilar íslenskum texta sem virðist nákvæmur á blæbrigðaríku máli. Sókn hans inn á lend- ur finnskra bókmennta er mikill fengur íslenskum lesendum. Saga Oksanen er ekki fyrir teprur: ofbeldisfullar lýsingar hennar á aðstæð- um ungra kvenna í kynlífsþrælkun eru hroðalegar. Þá sýnir hún sitt eðli sem meistari frásagnar í úthugsaðri lýsingu á Aliide, gömlu konunni sem er burðarás- inn í sögunni, bjástri hennar í eldhúsinu þar sem hún undirbýr sig fyrir veturinn, sýður og sultar, á meðan hún rifjar upp fyrir sjálfri sér og okkur hvernig hún komst yfir býli systur sinnar og mágs. Hreinsun fellir ekki dóma yfir þeim sem sviku sína nánustu í hendur lögreglu svo að þeir enduðu sína daga norðurfrá á freranum ef þeir komust svo langt. Þeir sem lifðu það af. Hún er afdráttar- laus í skörpum lýsingum á illsku böðla og meðreiðarsveina en greinir jafnframt sérgæsku þeirra sem láta undan. Bókin er ekki auðveld aflestrar vegna efnisins, en hvalreki öllum sem vilja næra sig með mikilvægri og brýnni sögusmíð. Hreins- un verða allir að lesa sér til gagns. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Sigurgeir Sigurjónsson hefur um árabil verið afkastamikill við útgáfu ljósmyndabóka sem flest- ar eru hugsaðar fyrir erlenda ferðamenn. Á upphafsárum sínum var hann viðloðandi jafn- aldra sína í tísku- og skemmti- bransanum og því var vel til fundið að draga fram myndir hans frá árunum upp úr 1965 og setja saman á bók. Popp- korn kallar hann ritið, 224 síður, flestar myndirnar eru svarthvít- ar, nokkrar í lit. Hér gefur að líta myndir frá árdögum poppsins, af erlendum hljómsveitum sem hingað komu, böndum á borð við Tóna, Pops, 5 pence, Hljóm- ana og seinni bönd, Flowers og Trúbrot. Í bland fljóta portrett af listafólki á öllum aldri, vinum og vinkonum. Bókin ber þess merki að safnið hefur ekki dug- að til að halda konsepti, yngstu myndirnar eru af öðrum toga, öðrum myndefnum. Stærsti galli bókarinnar er textasmíð Einars Kárasonar. Hann er af annarri kynslóð, öðrum hópi og sækir sér fyrir- mynd í Ég man-texta Þórarins Eldjárns og Perecs en nær aldrei almennilegum tengslum við myndefnið, hann er á rölti utan við það. Í hans stað hefði mátt fá skríbenta úr hópi samferða- manna Sigurgeirs: í hugann koma Ómar Valdimarsson, Gísli Rúnar, jafnvel Stefán Hall- dórsson. Sambandsleysi Einars við myndefnið verður æpandi, hann kastar til höndunum. Gott dæmi er af landgöngu tveggja kynslóða úr Gullfossi 1970, en þær ferðir voru stór hluti af lífs- reynslu margra kynslóða. Um það hefur Einar fátt að segja nema gamlan brandara um Glistrup. Útgáfu ljósmyndabóka á að vanda. Þessar myndir verða ekki prentaðar á bók í náinni fram- tíð. Útgefandi hefur því misst af góðu tækifæri til að koma frá sér vænum prentgrip. Hér mátti gera vel við brot úr aldarspegli þótt myndvalið hefði líkast til heimtað að sótt væri í verk fleiri ljósmyndara til að gera tíma- bilinu 65 til 70 verðug skil. -pbb Myndir af poppurum og fleira fólki  Poppkorn Sigurgeir Sigurjónsson Einar Kárason 224 bls. Forlagið  Bókardómur PoPPkorn sigurgeir sigurjónsson Sofi Oksanen Ofbeldisfullar lýsingar hennar á aðstæðum ungra kvenna í kynlífsþrælkun eru hroðalegar. Hópferðir fyrir alla í desember Teitur hópferðabílar 9 - 69 manna 5152700 info@teitur.is Fyrirtækjaferðir, jólaglögg, jólaböll, kaffihús, kirkjuferðir eða saman í sveitina að höggva jólatré.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.