Fréttatíminn - 03.12.2010, Side 64

Fréttatíminn - 03.12.2010, Side 64
64 jólakræsingar Helgin 3.-5. desember 2010 F lestir hafa ákveðnar skoðanir á því hvaða léttvín henti best í ákveðn-um tilvikum; rautt með lambinu, hvítt með fiskinum, kampavín til að skála í og svo mætti lengi telja. Færri hafa hins vegar skoðanir á sætvínum eða desertvínum eins og þau eru einnig kölluð. Margir hafa jafnvel aldrei keypt slíkar veigar. Það er þó að breytast, sem sést best á því að salan á þessum vínum hefur nær tvöfaldast á síðustu fimm árum hér á landi. Þekktustu sætvínin koma frá Sauternais í Frakklandi og To- kaj-Hegyalja í Ungverjalandi. Ungverjar eru einmitt frumkvöðlar í framleiðslu þessarar tegundar vína og hafa fram- leitt þau frá 17. öld þegar þau fóru að ná vinsældum meðal yfirstéttar Evrópu. Loðvík fimmtándi kallaði þessa tegund vín konunga og konung vínanna. Sætvín er hinn fullkomni félagi andalifrar (foie gras) og ýmissa eftirrétta eða geta staðið ein og sér sem eftirréttur eða með kaffi í stað líkjörs enda sæt og góð. Nú þegar hátíðarnar nálgast og margir gefa sér meiri tíma við matargerð er vissulega til- efni til að íhuga þessi vín því sum þeirra eru vægast sagt meiriháttar. Ekki spillir heldur fyrir að sum þeirra smellpassa við hinar ýmsu kökur og eru frábær með ís, sér í lagi möndluís, og geta verið frábær með mygluostum. Sætt sætara sætast Fréttatíminn smakkar á skemmtilegum sætvínum í tilefni jólanna. Oremus Tokaji Late Harvest, Ungverjaland 2003 13,5% Verð fyrir 375 ml 2.485 kr. Ungverskt eðalsætvín frá Tokaj, sem er eitt elsta og þekktasta sætvínshérað heims þar sem hin ungverska, sjaldgæfa og einkar heppilega sætvínsþrúga furmint vex. Vínið er fallega gyllt á litinn með góðu jafnvægi sýru og sætu og flauelsmjúkri fyll- ingu. Sambland af ferskju og hunangi í bragðinu. Glæsilegt vín sem gott er að drekka eitt og sér eða með myglu- ostum. Torres Floralis Moscatel Oro, Spánn 15% Verð fyrir 500 ml 1.999 kr. Þaulreynt og gott sætvín frá spænska framleiðandanum Torres. Þetta vín hefur góða blómaangan, er þétt og ríkt, bragðmikið en samt mjúkt með karamellukeim og múskati. Jólalegt vín sem hentar með sætum eftirmat og passar eflaust vel við dökka súkkulaði- köku. Concha y Toro Late Harvest sauvignon blanc, Chile 2007 12% Verð fyrir 375 ml 1.350 kr. Áberandi ljóst sauvignon blanc sætvín frá chilenska framleiðand- anum Choncha y Toro. Það kemur á óvart hve sætt það er miðað við litinn. Bragð af þrosk- uðum ávexti, þurrkuðum apríkósum og ferskju og hefur mjúka fyllingu. Vín sem passar vel með tertum og möndlu- skálinni. Montes Late Harvest Gewürstraminer, Chile 2008 12% Verð fyrir 375 ml 1.799 kr. Gyllt sætvín frá framleiðandanum Montes í Chile sem unnið hefur til verðlauna fyrir þetta vín. Það er blómleg angan af þessu víni og það er létt sírópskennt með smá ananas og hunangi. Vín sem gæti farið vel með marsípani, biscotti og möndlum og eflaust líka með vellög- uðu kaffi. Morandé Late Harvest sauvignon blanc, Chile 2007 12% Verð fyrir 375 ml 1.995 kr. Enn eitt sætvínið frá Chile. Þetta er frá framleiðandanum Morandé í Casablanca-dalnum. Fallega gyllt á litinn með líflegri blóma- lykt og angan af þurrkuðum ávexti. Mikil sýra sem er í ágætu jafnvægi við sætuna og vanillukeimur. Ágætt með flestum eftirréttum og sér- staklega blámyglu- ostum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.