Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 79

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 79
Þekkt fyrir sínar kvenlegu línur Ofurfyrirsætan Crystal Renn er eitt af virtustu módelum heims. Hún er frábrugðin öðrum fyrirsætum og fær verkefni á allt öðrum forsendum en venjulegt er. Crystal er hvað þekktust fyrir stóran líkama og kvenlegar línur og frægustu tískuframleiðendur heims hafa fengið hana til liðs við sig í herferð gegn grönnum fyrirsætum. Síðasta verkefni hennar var myndaþáttur í tískublaðinu Harper’s Bazaar og hefur hún hlotið töluverða gagnrýni fyrir verkið. Útlit hennar hefur breyst gríðarlega og kvenlegar línurnar horfnar. Crystal hefur nefnilega grennst mikið á stuttum tíma og mikið er rætt um hvort hún teljist enn ein af stóru fyrirsætunum. Vaxmeð- ferð, fljótleg og auðveld aðferð Vaxmeðferð er fljótleg og auðveld aðferð til þess að fjar- lægja líkamshár. Hún hentar vel á stór svæði og viðkomandi er lengur laus við hárin en eftir rakstur. Endurvöxtur háranna getur orðið hægari eftir með- ferð og hár orðið ljósari og fíngerðari. Fylgikvillarnir eru þó ýmsir. Mikilvægt er að hlúa vel að húðinni eftir meðferð- ina. Hún verður oftast aum og viðkvæm og það getur leitt til þess að húðsjúkdómar, bólur, upphleyptir fæðingarblettir og marblettir myndist. Mikil hætta getur verið á sýkingu næstu 24 stundir eftir vaxmeðferð og mikilvægt er að varast ljósa- bekki, gufuböð, líkamsrækt og sápu. Sjaldgæft er þó að fólk myndi ofnæmisviðbrögð vegna meðferðarinnar en það lýsir sér þannig að húðin verður upp- hleypt og fólk finnur til kláða. Best er að beita vaxmeðferð þegar hárin eru að meðal- tali sex millimetrar að lengd. Önnur áhersla er þó á hár í and- liti. Það fer mikið eftir hárgerð viðkomandi og líkamssvæði en að meðaltali eru hárin þrjár til fimm vikur að vaxa aftur eftir meðferðina. Sumir halda því fram að vaxmeðferð orsaki inngróin hár, en svo er ekki. Meðferðin gerir vandamálið aðeins sýnilegra. Með því að skrúbba sig reglulega minnkar maður líkurnar á inngrónum hárum. Flestar snyrtistofur landsins bjóða upp á vaxmeðferð ýmiss konar og er mikil aðsókn í þær meðal kvenna. Snyrtistofan Paradís er meðal þeirra og stendur við Laugarnesveg. Stof- an fagnaði 30 ára afmæli sínu nú í nóvember og býður öllum sínum viðskiptavinum 20% af- slátt af öllum gerðum vaxmeð- ferðar í desember, ásamt fleiri tilboðum. tíska 79 Helgin 3.-5. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.