Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 83

Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 83
Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. S ú var tíðin að tónlistaráhuga-fólk fetaði sig eftir tónlistar-sögunni fyrir orð listamanna sem það dáði. Mín kynslóð kannast vel við að fylgjast með því hvernig breskir heims- popparar urðu fyrir áhrifum af tónlist amerískra blúsara. Síðar borguðu þessir sömu bresku popp- arar fyrir sig með því að heimsækja Ameríku og blása breskum áhrifum inn í tónlistarlífið þar. Áhrif manna á borð við Robert Plant á rokktón- list þess heims verða varla ofmetin. Söngrödd sem erfitt er að ímynda sér hvernig hefði þróast ef ekki hefði komið til sá kerskáli tónlistarfram- leiðslu sem var Led Zeppelin. Það er ótrúlegt afrek að vera enn í fremstu röð eftir fjörutíu ára feril. Láta ekki freistast af endurreisn stórveldis rokksins heldur leitast frekar við að hreinsa af kjarnanum allan óþarfa sem sækir að eins og flugnager að skítaskán. Band of Joy er flott plata sem skilur eftir sig þá tilfinningu að heildarútkoman vegi þyngst í huga Roberts Plant og lögin fái brautar- gengi aðeins ef þau auka spilagleð- ina og virka sem hluti af stærra sam- hengi. Þetta er heildarlausn í tónlist ef hún er til. Ómur söngvaskálda frá fyrri hluta síðustu aldar í bland við hljóminn af rokkskáldum síðari hluta sömu aldar og útkoman er nú- tímaleg án þess að leitast við að vera framsækin. Það er ekki laust við að maður öfundi það tónlistaráhugafólk framtíðarinnar sem á eftir að upplifa tónlistarsögu 20. aldarinnar í gegn- um Robert Plant. Pétur Grétarsson  Band of Joy Robert Plant Trolcharm Ltd Enn í fremstu röð eftir 40 ár  Gæðaplötur péturS GrétarSSonar Föstudagur 3. desember Garðar Cortes og Robert Sund Kjarvalsstaðir kl. 12.15 Einn dáðasti tenórsöngvari Íslands, Garðar Cortes, heldur hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur mörg af eftirlætislögum sínum. Undirleik annast píanóleikarinn Robert Sund. Þeir félagar endurtaka leikinn á sama stað og tíma á laugardaginn, 4. desember Aðgangur 1.000 kr. en frítt fyrir eldri borgara og námsmenn. Tóta Jazz Café rósenberg kl. 22 Ragnar Örn Emilsson gítar, Gunnar Hrafnsson kontrabassa, Erik Qvick trommum og Daníel Geir Sigurðsson trompet leika jazz-standarda í bland við önnur lög og Tóta Jónsdóttir syngur. Nokkur yndisleg jólalög verða á dag- skránni. Aðgangur 1.000 kr. Laugardagur 4. desember S.H. Draumur sódóma reykjavík kl. 21 Rokkhljómsveitin S. H. Draumur gekk aftur eftir 17 ára hlé og spilaði fyrir fullu húsi á Airwaves á dögunum. Tilefni endurkomunnar var útkoma viðhafn- arútgáfunnar GOÐ+ þar sem allur út- gáfuferill sveitarinnar er undir, en platan GOÐ (frá 1987) er í öndvegi. Nú ætlar hljómsveitin að spila plötuna GOÐ í heild sinni í fyrsta skipti – auk annarra laga. Aðgangur 2.200 kr. Melchior slippsalnum, Mýrargötu 2 kl. 16 Tónleikar í viðburðaröðinni Lifandi útvarp. Sagnaandi og þjóðlegur fróð- leikur svífur yfir vötnum, líkt og stundum heyrist í Ríkisútvarpinu. Boðið upp á spjall og fyrirspurnir úr sal. Lögin sem leikin verða spanna allan feril sveitar- innar, allt frá 35 ára gömlum gullkornum til glóðvolgrar framleiðslu, óútgefinnar. SÖNGBÓK MEGASAR tónlistarskóli FÍH kl. 20 Söngdeild TFÍH og hljómsveit undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar og Krist- jönu Stefánsdóttur flytja söngperlur Megasar. Sérstakir gestir verða Kar- ítur Íslands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Sama dagskrá verður flutt kl. 18 á sunnudeginum, 5. desember. sunnudagur 5. desember Karlakór Reykjavíkur – Aðventu- tónleikar Hallgrímskirkja kl. 17 Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór- söngvari syngur einsöng með kórnum. Einnig koma fram félagar í Drengjakór Reykjavíkur, trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og Eggert Pálsson pákuleikari. Lenka Mateova verður við orgelið. Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson. Aðgangur 3.900 kr. Sans Café rósenberg kl. 22 Sans spilar hressan jazz eftir samtíma höfunda. Hjómsveitina skipa: Freysteinn Gíslason, bassa, Grímur Hjörleifsson, píanó, Helgi Rúnar Heiðarsson, saxó- fónn, Magnús Torfi Magnússon, gítar, og Óskar Kjartansson, trommur. Aðgangur 1.000 kr. Þetta er heildar- lausn í tónlist ef hún er til.” dægurmál 83 Helgin 3.-5. desember 2010 Brautryðjandaverk um íslenska sveppi. Nauðsynleg bók fyrir alla áhugamenn um sveppi og íslenska náttúru. Hin fræga draumabók Freuds. Allar draumaráðningabækur sem mark er á takandi eiga rætur að rekja til þessarar bókar. Grundvallarrit við draumaráðningar og sjálfskoðun. Fantagóð saga úr islensku sjávarplássi þar sem lífið virðist við fyrstu sýn ganga sinn vanagang. En undir yfirborðinu ólgar allt af ástríðum og átökum um eignir, völd og hjörtu mannanna. Heillandi bók eftir Ólaf H. Símonarson. Lára Sjöfn er 13 ára unglingsstelpa sem tekst á við lífið eftir mikinn sorgarvetur. Hún flækist inn í dularfulla atburðarás og þarf að bregða sér í hlutverk leikara, spæjara og hetju til þess að leysa úr málunum. Hörkuspennandi saga handa börnum og unglingum. Kvikmyndin verður frumsýnd í febrúar 2011! SKRUDDA.IS

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.