Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 84

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 84
84 dægurmál Helgin 3.-5. desember 2010 „Þetta er rosalega stórt húsnæði sem við höfum undir markaðinn og erum að reyna að fá sem flesta til þess að taka þátt og leigja sér svæði. Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk til þess að koma og selja dótið sitt og næla sér í aukapening fyrir jólin. Verðlagið er ekki hátt og maður sér algjört lágmarksverð á vörunum. Hér er einnig einn stærsti hundrað- krónu-markaður á landinu þar sem fyrirfinnast alls konar vörur,” segir Svavar Þórisson, framkvæmdastjóri Jólamarkaðarins. Markaðurinn verður opinn alla daga kl. 12-18 fram að jólum og bú- ist er við mikilli aðsókn. Sú nýjung verður tekin upp að á laugardögum verður haldið uppboð á alls kyns vörum fyrir viðskiptavini. Allir hafa tækifæri til að koma með hluti að heiman og selja. Seljandinn ákveður lágmarksverð og svo verður lagt á vöruna í framhaldi af því. Uppboð alla laugardaga Í Ármúla 21 hefur nýlega verið settur upp stór jólamarkaður á tveimur hæðum. Fólk hvaðanæva að leigir sér svæði í húsinu fyr- ir 2.000 krónur og selur dót sitt, hvort sem það er heimaföndrað, kompudót eða vefverslanir sem hafa komið sér þar fyrir. Svavar í Jólamarkaðinum. H vað er bleikt, gyllt og með rauða vara-litskossa út um allt? Svarið er kápan á nýútkominni ævisögu Kardashian- systranna Kim, Khloe og Kourtney. Bókin kom út 23. nóvember síðastliðinn og á meðfylgjandi myndum má sjá systurnar kynna bókina í bókabúðinni frægu, Barnes & Noble á Fimmta stræti í New York, á miðviku- daginn. Bókin, sem ber heitið Kardashian Konfi- dential, er þó hispurslaus eins og systranna er siður. Eftir því sem næst verður komist er bókin uppfull af skemmtilegum staðreyndum um æsku þeirra, fegurðar- og tískuráðum og visku frá látnum föður þeirra, lögfræðingnum Robert Kardashian. Systurnar hafa haldið úti gríðarlega vin- sælum raunveruleikaþætti á sjónvarpsstöð- inni E! sem ber nafnið Keeping up with the Kardashians og segja fróðir menn vestra að bókin sé aðeins eðlilegt framhald á ferli þess- ara stúlkna. Kardashian- systur kynna ævisöguna  jólamarkaður  kardasHian konfidential Heitasta ævisagan Stærsta stjarnan af þeim Kardashian- systrum er Kim. Náðargáfa skáldskapariNs Skáldsaga Steinunnar Jóhannesdóttur um uppvaxtarár Hallgríms Péturssonar hefur vakið verðskuldaða athygli. Heillandi saga, sögð af alúð og hugkvæmni. Eftir höfund metsölubókarinnar Reisubók Guðríðar Símonardóttur „Söguleg skáldsaga í hæsta gæðaflokki.“ BryndíS LoftSdóttir, EymundSSon „Gefðu pakka á pakka“ er slagorð hönnunartvíeykisins Hafdísar Hreiðarsdóttur og Vilborgar Aldísar Ragnars- dóttur sem standa að baki Arca design. Þær stallsystur tóku sig til og hönnuðu lítinn plexiglergrip í mynd tvívíðs jólapakka og selja í verslun sinni til styrktar góðu málefni. „Pakkinn kostar 500 krónur og upphæðin rennur óskipt til Mæðrastyrksnefndar,“ segir Hafdís. Pakkinn er fallegt skraut á jólapakka en sómir sér líka vel sem skraut á jólatré eða annars staðar þar sem hægt er að hengja hann upp. Arca design var stofnað í ágúst 2009 af Hafdísi og Vilborgu og sérhæfir sig í ís- lenskri hönnun á vörum úr plexigleri og áli. Markmiðið að baki hönnun þeirra er að mögulegt sé að taka alla grip- ina í sundur svo að auðveldara sé að geyma þá. Samstarfsaðili þeirra Arca- systra í pakkaverkefninu fyrir Mæðrastyrksnefnd er Logóflex skiltagerð, sem gefur alla vinnu og efni við útskurð á grip- unum. Verslun Arca design er í Grímsbæ við Bústaðaveg.  jólaskraut til styrktar góðu málefni Pakki á pakkann Nýtt leikverk eftir Jón Atla Miðasalan er opin virka daga frá kl. 13-15 Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík Tom Waits Tribute Mojito3. DESMIÐNÆTURSÝNING! 23:30 3.DES 4.DES 4.DES Vesturport & Rás 2 kynna The Bad Livers & The Broken heart Band AUKATÓNLEIKAR KL. 23:30 kl. 20 kl. 22:30 Jónas Sig. Jólarósir Tónleikar Snuðru og Tuðru 5.DES 7.DES Augastein – Á senunni Ævintýrið um 12.DES kl. 14 OG 16 NÆSTA VIKA: MIÐNÆTURSÝNING 10.DES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.