Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Útselskópar voru talsvert færri þeg- ar talið var í látrum í haust en þegar síðast var talið haustið 2008. Nú voru kóparnir rétt rúmlega eitt þúsund talsins og er stofn útsela talinn vera um 4.100 dýr, að sögn Erlings Haukssonar, sjávarlíffræðings og yf- irmanns selarannsókna hjá Selasetri Íslands. Erlingur segir að svo virðist sem stofninn sé nú í lágmarki. „Það kom mér verulega á óvart hvað þetta voru fáir kópar,“ sagði Erlingur. „Árið 2008 taldi ég mun fleiri útselskópa en 2005. Þá hélt ég að útselsstofninn væri kominn á ferð upp á við. Það er alls ekki svo. Hann er nú kominn niður fyrir það sem hann var árið 2005.“ Velja sér afskekkt látur Erlingur var ekki búinn að komast að niðurstöðu um hvað olli þessari kúvendingu í útselsstofninum. Hann sagði að talningin hefði ekki gengið verr nú en áður. Farið var 3-4 sinn- um á talningarstaðina. Látur útsela eru aðallega í Breiðafirði, á Strönd- um og í Öræfunum. Erlingur sagði að útselirnir velji sér afskekkt látur. Honum fannst almennt gæta fækk- unar í öllum látrunum, þó sé hún ef til vill mest áberandi á tilteknum stað í Breiðafirði. Ein hugsanleg skýring á fækkun útsela hér er að selirnir hafi fært sig eitthvað annað. Erlingur kvaðst þó ekki geta fullyrt neitt um það. Útsel- urinn er sunnlægari tegund en land- selurinn. Aðeins fá ár eru síðan fyrsti útselurinn sást við Grænland. Land- selir hafa hins vegar haldið sig við Grænland svo lengi sem elstu menn muna. Útselsstofnar fara mjög vax- andi t.d. við Kanada og þeir eru orðnir mjög stórir við Bretlandseyj- ar eftir mikinn vöxt undanfarna ára- tugi. Stofn landsela við Bretland hef- ur hins vegar verið á niðurleið en ástæða þess er ekki þekkt. Sílisbrestur við Ísland undanfarin ár getur einnig verið hluti skýring- arinnar á fækkun útsela. Dregið úr beinum veiðum „Útselir éta heilmikið marsíli, sér- staklega fyrir sunnan land og í Breiðafirði. Það gera landselirnir raunar líka,“ sagði Erlingur. Hann sagði að selirnir éti líka þorsk og vaxandi þorskgengd sé góð tíðindi fyrir selina. Þó geti verið að fæðu- skilyrði fyrir seli séu ekki jafn góð nú og áður við strendur landsins. „Svo getur maður ekki sleppt því að nefna veiðarnar. Bæði ungir út- selir og ungir landselir koma sem meðafli í fiskinet, ekki síst grá- sleppunet. Það er spurning hve mikil áhrif þessar veiðar hafa á stofnana,“ sagði Erlingur. Hann sagði að mjög mikið hefði dregið úr beinum selveiðum frá því þær voru mest stundaðar hér á landi. Útselum hefur fækkað talsvert  Útselir eru nú einungis um 4.100 samkvæmt talningu Ingvar P. Guðbjörnsson Þórunn Kristjánsdóttir Einungis ríflega 40% fimmtán ára barna á Íslandi höfðu árið 2009 vænt- ingar um að ljúka háskólanámi. Þetta kemur fram í PISA-könnun sem OECD lét gera í 21 aðildarríki árið 2009 og var birt í gær. Þar segir að skólakerfi þurfi að bjóða nemendum með háar vænting- ar til náms upp á góðan stuðning og aðstöðu í gegnum námið þannig að þeir geti uppfyllt væntingar sínar. En að sama skapi þurfi skólakerfi einnig að undirbúa þá sem ekki hafa vænt- ingar um að ljúka framhaldsnámi undir þátttöku á vinnumarkaði. Það vekur athygli hversu hátt hlut- fall getumeiri nemenda er sem hefur ekki væntingar til háskólanáms. Á sama tíma er þess getið í skýrslunni að hlutfall getuminni nemenda sem hyggja á háskólanám er hærra en menn bjuggust við. Skólakerfi byggist á verðleikum Í þeim tilfellum þar sem hátt hlut- fall getuminni nemenda hefur vænt- ingar um háskólagráðu er sagt að þau lönd þurfi að styðja betur við nem- endur sína og veita þeim umhverfi þar sem þau geti bætt námsfram- vindu og uppfyllt væntingar. Ísland er þó ekki í þessum hópi heldur í hinum þar sem hátt hlutfall getumeiri nemenda hefur ekki vænt- ingar um framhaldsnám. Á Íslandi er hlutfallið yfir 10%. Í þessum löndum er lagt til að skólakerfin miði að því að hvetja nemendur áfram og auka námslegar væntingar þeirra, en einn- ig að huga betur að staðsetningu bók- náms- og verknámsskóla. Þá er einnig hvatt til þess að skóla- kerfi byggist á verðleikum nemenda en ekki á bakgrunni. Varað er við því að sé ekki hugað betur að verðleikum geti það þýtt að samfélagið verði efnahags- og félagslega af hæfileikum sem fólk kann að búa yfir en fær ekki að nýta vegna uppbyggingar mennta- kerfisins. Hátt hlutfall hyggur ekki á háskólanám  Um 40% hyggjast ljúka háskólagráðu Væntingar til náms » Rúmlega 10% getumeiri nemenda ætla ekki í háskóla. » Vekur athygli OECD hversu margir getuminni nemendur hafa metnað til háskólanáms. » Ríki eiga að huga meira að verðleikum en bakgrunni. Morgunblaðið/Golli Háskóli Ríflega 40% ungmenna hafa væntingar um að klára háskólanám. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það sem af er árinu hafa 23 ein- staklingar greinst með kíghósta hér á landi, þar af eru þrjú börn undir þriggja mánaða aldri. Nokkur börn hafa þurft að leggjast inn vegna hóstans. Í byrjun nóvember höfðu tíu einstaklingar greinst, svo þeim hefur fjölgað hratt á aðeins einum mánuði. Í fyrra greindust þrjú kíg- hóstatilfelli og árið þar áður var ekk- ert staðfest. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti landlæknis, segir að þeir hafi ekki verið óviðbún- ir þessum toppi. „Bóluefnið endist ekki nema í um tíu ár og það er vitað af kíghóstanum í samfélaginu, eins og með alla smitsjúkdóma koma upp smá toppar á nokkurra ára fresti. Fyrir tíu árum vorum við með svip- aðan topp. Þegar það er hópur í samfélaginu sem er móttækilegur fyrir sýkingunni tekur það nokkur ár þar til kominn er nægilega stór hópur svo sýkingin nái sér á strik aftur, þá kemur svona hvellur,“ seg- ir Þórólfur. Verndin í bólusetningu gegn kíghósta endist í um tíu ár og bólu- setningin útrýmir ekki bakteríunni úr samfélaginu. Kíghósti er fyrst og fremst alvarlegur sjúkdómur hjá börnum á fyrstu mánuðum ævinnar en getur valdið langvarandi hósta hjá eldri einstaklingum. Þórólfur segir að umræðan eigi líka þátt í því hversu margir eru búnir að greinast, hún hvetur fólk til að vera meira vakandi og það er tek- ið meira af sýnum svo fleiri greinast. „Börn eru í meirihluta þeirra sem greinast, úr þeim eru tekin fleiri sýni, þau eru með hefbundnari ein- kenni og verða veikari en fullorðnir. Allar aðgerðir miða að því að vernda krakka undir eins árs aldri en þau geta farið verst út úr sýkingunni,“ segir Þórólfur. 23 greinst með kíghósta Morgunblaðið/Ernir Ungbarn Kíghósti leggst verst í börn undir eins árs aldri.  Eðlilegur topp- ur smitsjúkdóms Talið var að kæping útsela haustið 2008 hefði skilað 1.677 kópum í stofninn og var stofn- stærðin þá metin vera 7.300 dýr. Haustið 2005 var talið að kæping útsels hefði skilað 1.377 kópum í stofninn. Stofnstærðin var þá metin vera um 6.000 dýr. Í heildartalningu 2002 var stofninn talinn vera um 5.500 dýr og í lágmarki. Útselsstofninn hafði þá minnkað umtalsvert frá árinu 1990 þegar hann var talinn vera um 12.000 dýr, að því er fram kemur í skýrslum Hafrann- sóknastofnunarinnar um nytja- stofna sjávar. Þegar landselir voru síðast taldir árið 2011 varð ekki vart breyt- inga miðað við taln- ingar 2006 og 2003 og því virðist landselsstofn- inn vera á sama róli og áður. Útsel fækkar, landsel ekki ÚTSELSKÓPAR ERU TALDIR Á 3-4 ÁRA FRESTI Erlingur Hauksson Morgunblaðið/RAX Útselur Útselum hefur fækkað talsvert við landið frá 2008. Brimlarnir eru mun stærri en landselir, um 2,5 metrar að lengd og yfir 300 kg þungir. Urturnar eru stærstar um tveggja metra langar og um 180 kg þungar. Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Gegn þingsályktun um græðara Með samþykkt tillögu um græðara væri Alþingi að leggja að jöfnu hefð- bundna, viðurkennda og gagn- reynda heilbrigðisþjónustu annars vegar og þjónustu með ósannaða gagnsemi hins vegar, segir í ályktun stjórnar Læknafélags Íslands, sem samþykkt var á fundi í gær. Slíkt er ekki ásættanlegt, segir í álykt- uninni. Fyrir skömmu lögðu fjórir alþing- ismenn fram þingsályktunartillögu um „að fela velferðarráðherra að skipa starfshóp sem kanni hvort nið- urgreiða skuli heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigð- isþjónustu og/eða undanþiggja þær greiðslu virðisaukaskatts“ eins og það er orðað í tillögunni. „Undanfarin ár hefur heilbrigð- iskerfið þurft að búa við viðvarandi niðurskurð fjárveitinga og skerta þjónustu við sjúklinga. Allt of litlu fjármagni hefur verið varið til rekst- urs heilbrigðiskerfisins og íslenskir sjúklingar þurfa að reiða fram um- talsverðar upphæðir fyrir lækn- isþjónustu, lyf og rannsóknir auk þess sem þjónusta sálfræðinga og tannlækna er að stærstum hluta án greiðsluþátttöku ríkisins,“ segir í ályktun stjórnar Læknafélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.