Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Fallinn er frá góður drengur langt fyrir aldur fram, mágur minn hann Þorsteinn Einarsson, kallaður Steini af fjölskyldu og vinum. Ég var tólf ára gömul þeg- ar ég hitti hann fyrst og minnist þess hversu myndarlegur mér fannst hann. Þá var hann kærast- inn hennar Haddýjar systur og okkur varð strax vel til vina. Frá fyrsta degi kallaði hann mig Stínu og var reyndar sá eini sem komst upp með það á þeim tíma. Steini og Haddý giftu sig í Bol- ungarvíkurkirkju og var brúð- kaupsveislan haldin með glæsi- brag á æskuheimili okkar systkina á Hóli í Bolungarvík. Ég minnist allra gestanna sem komu að sunnan, enda Steini vinamarg- ur, og ekki kom til greina að gista annars staðar en heima hjá okkur. Það var mikið um að vera og minnist ég þess hversu gaman það var að sofa á gólfinu inni í stofu, ásamt bræðrum mínum, enda gengið úr rúmi fyrir gest- unum. Ég naut þeirra forréttinda að fá að fara til Reykjavíkur, aðeins 12 ára gömul, og vera hjá þeim hjónum allt það sumar í vist. Það átti að heita að ég væri að passa frumburð þeirra, hann Einar, en varla gat það kallast fullt starf fyrir unga stúlku. Það var engin smá upphefð að spássera um Laugarnesið með pjakkinn í flott- asta barnavagninum á svæðinu. Steini var stýrimaður á Maí GK 346 á þessum árum og var mikið að heiman enda algengt að hann færi með togarann í siglingu. Oft ræddi hann við mig um sjó- mennskuna og þó að honum líkaði hún þættu honum miður þær fjar- vistir að heiman sem fylgdu starf- inu. Við Steini bestimágur (eins og hann kynnti sig alltaf í símanum) áttum margt sameiginlegt. Oft ræddum við um pólitík og ekki sá á milli skoðana okkar í þeim mál- um enda vorum við venjulega sammála um landsins gagn og nauðsynjar. Það voru ófá símtölin okkar á milli þar sem ekkert ann- að komst að og var okkur oftar en ekki heitt í hamsi þó að aldrei væri það í garð hvort annars. Ég sé bestamág fyrir mér í landlegu með vindil og viskí að hlusta á Jhonny Cash. Ávallt hress og kátur og stutt í glensið. Hann skilur eftir sig mikið tóma- rúm og er missir elsku systur minnar mikill við fráfall hans. Ég vil senda henni og börnunum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur á erfiðum tímum við ótímabært frá- fall Steina. Kristín Hálfdánsdóttir og fjölskylda. Við kveðjum í dag mér kæran mann, hann Steina. Steina kynnt- ist ég þegar ég gerðist heima- gangur á heimili hans og Haddýj- ar í Grundarásnum þegar við urðum vinir, ég og Einar sonur hans, fyrir ríflega 30 árum. Heim- ili Steina og Haddýjar var gott að heimsækja enda öllum þar vel tekið. Það var alltaf stutt í gamanið hjá Steina. Gríðarlegur húmoristi. Þegar hann var í landi lagði hann sig fram við að gera at í okkur strákunum og uppátækin enda- laus hjá kallinum. Steini hafði líka gaman af að mana mig í að tefla Þorsteinn Einarsson ✝ Þorsteinn Ein-arsson fæddist í Hafnarfirði 17. október 1940. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 25. nóv- ember 2012. Útför Þorsteins fór fram frá Digra- neskirkju í Kópa- vogi 3. desember 2012. við sig. Hann vann alltaf. Skemmtilegur maður, Steini, frek- ar hrjúfur við fyrstu kynni en hafði gríð- arstórt hjarta og var mikið ljúfmenni við frekari viðkynningu. Hann hafði einstakt gaman af börnum og spurði alltaf frétta af stelpunum mínum þegar við hittumst. Hin síðari ár, eftir að Einar flutti úr landi, hitti ég Steina oft- ast á Fylkisvellinum. Steini fylgdi okkar mönnum í Fylki alla tíð. Hans verður saknað á vellinum næsta sumar. Hans verður reynd- ar saknað hvar sem hann kom. Haddý, Einar og Linda, Hálfdán, Elín og Siggeir og fjölskyldur, hugurinn er með ykkur í sorginni. Þórir Örn Árnason. Mig langar í örfáum orðum að minnast hans Steina vinar míns. Ég kynnist Haddý og Steina þegar við bjuggum í Grundarásn- um. Það var mikill samgangur á milli húsa enda mamma, pabbi, Haddý og Steini miklir vinir. Steini var mjög stríðinn og leiddist honum ekki að finna upp á góðum hrekk mér til handa enda vissi hann að honum yrði svarað fullum fetum, sem honum leiddist ekki. Á góðum degi eitt sumarið þeg- ar ég lá og sólaði mig steinsofandi á maganum þá var hann búinn að læða garðslöngu að mér og skrúf- aði svo frá ísköldu vatninu þannig að ég hrökk upp með öskrum og látum þegar gusan skall á mér. Ég náði þó að hefna mín stuttu síðar þegar Steini sat úti á stétt sofandi í sólstól uppdubbaður að bíða eftir Haddý sinni en þau voru á leið í veislu. Ég náði mér í stóra vatnskönnu, náði að læðast að honum og skvetta yfir hann góðri gusu, honum varð ekki skemmt í fyrstu enda fínu fötin rennblaut. En við hin þar á meðal Haddý og fleiri ætluðum að pissa í okkur af hlátri, hann hló að þessu örlítið seinna og stríðið hélt áfram. Steini hefur líka þurft að berj- ast við veikindi og því miður þurfti hann að láta í minni pokann á þeim vígvelli. Elsku Haddý, Elín, Einar, Hálfdán, Sigurgeir og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um hann lifir áfram í hjarta okkar. Guðný Steina Pétursdóttir. Með söknuði og þakklæti kveð ég hann Steina. Þegar ég flutti í Selásinn kynntist ég fljótlega El- ínu Ósk, dóttur hans, og fékk að kynnast heimilislífinu í Grund- arási. Það teljast forréttindi að hafa kynnst manni eins og Steini var, eftirminnilegast er hversu stríðinn hann var, hress, skemmtilegur og við Elín fengum oft að finna fyrir uppátækjasemi hans. Eitt uppátækið var þegar við Elín lágum í sólbaði á góðri stundu í Grundarásnum og feng- um yfir okkur kalda vatnsgusu svona upp úr þurru frá Steina, sem lá í hláturskasti ekki skammt frá. Það er mér ljóst hvaðan dóttir hans hefur stríðnina. Sem unglingur fór ég með El- ínu og foreldrum hennar, Haddý og Steina, í þriggja vikna ferð til Benidorm þar sem ég fékk að kynnast þeim vel og kann þeim bestu þakkir fyrir. Sem fyrr var Steini uppátækjasamur alla ferð- ina og lífsgleðin var á hverju strái. Ég votta fjölskyldu Steina samúð mína og þakka fyrir að hafa notið litríkrar nærveru hans. Katrín (Katý). Í dag kveðjum við þig, elsku amma Maja. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þakk- læti fyrir að hafa kynnst þér. Þú varst einstök kona, dugleg með eindæmum, lífleg og skemmtileg. Þú hélst uppi heilu veislunum með kátínu þinni, enda húmoristi fram í fingurgóma, og var það ein- skær unun að hlýða á ævintýra- legar sögur af ferðalögum þínum. Þú kenndir okkur að lifa lífinu lif- andi og njóta þess sem guð hefur gefið okkur. Það var á allra vörum hversu glæsileg og sjarmerandi þú varst, jafnt að utan sem innan. Þú varst okkur góð fyrirmynd, mikill frumkvöðull og fórst í gegnum lífið með reisn en þannig munum við ávallt minnast þín. Elsku amma okkar, þín verður sárt saknað og kveðjum við þig með broti úr eftirlætis lagi þínu, Smile eftir Charlie Chaplin. Brostu í gegnum tregann brostu þótt hjarta þitt bresti. Þú lifir það af þó þungskýjað sé á himni ef þú brosir í gegnum sorgina og óttann. Brostu og kannski á morgun, skín sólin skært á móti þér. Þínar sonardætur, María Stefanía Dalberg og Sunna Borg Dalberg. Frá því að ég man eftir mér hefur amma Maja verið sterkt afl í mínu lífi, við vorum mjög góðar vinkonur og hún var ávallt fyrir- mynd okkar allra afkomenda hennar. Hún var mikil ættmóðir enda heita margir kvenkyns af- komendur hennar í höfuðið á henni. Vinskapur okkar ein- kenndist af glettni og gamansemi og það var alltaf hægt að tala við hana eins og jafningja. Eins og flestir vita hafði hún gríðarlegan áhuga á stjórnmálum og var í eðli sínu íhaldssöm og afskaplega pólitísk frjálshyggjukona. Einnig hafði hún gaman af öðrum dæg- urmálum og vissi alltaf fyrst okk- ar hvað var nýtt af nálinni varð- andi íþróttir, en kappakstur var hennar eftirlætisgrein. Amma hafði mikið „sjarma glint“ í aug- unum og var það vel þekkt í fjöl- María Dalberg ✝ María Geirs-dóttir Dalberg fæddist í Hafn- arfirði 16. mars 1921. Hún lést í Reykjavík 25. nóv- ember 2012. Útför Maríu fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 3. desember 2012 skylduboðum að ungu mennirnir vildu helst sitja með henni til borðs því hún var svo skemmtileg. Dugn- aður, stolt og sjálfs- agi var einkennandi fyrir ömmu mína. Amma Maja ólst upp á kreppuárun- um þegar skortur og fátækt var engin undantekning, en snemma kom fram smekkvísi hennar og hæfi- leikar bæði til hugar og handa. Hún sagði mér að á stríðsárunum hefði hún farið í bíó að sjá nýjustu kvikmyndirnar og að sýningu lok- inni hefði hún farið heim og teikn- að upp flík sem aðalleikkonan hefði klæðst. Svo hefði hún gripið gjarnan gamla gardínu, klippt og saumað á sig nýjan kjól. Svo var farið á Hótel Borg og dansað eftir „seinna stríðs-dægurlögum“. Allt lék í höndunum á ömmu og hún hafði eðlislægt fegurðarskyn. Alltaf var fallegt í kringum hana og hún ævinlega óaðfinnanlega tilhöfð við öll tækifæri fram á síð- asta dag. Jafnvel einfaldur gjörn- ingur eins og að hita kaffi og leggja á borð varð einhvern veg- inn alltaf fallega gert frá hendi ömmu. Amma Maja og afi Hall- grímur voru fyrirmyndir okkar systkinanna alla tíð. Þegar við fengum að gista á „Hoffó“ var dekrað endalaust við okkur og þar var sameiginlegt hreiður fjöl- skyldunnar sem við höfðum öll ótakmarkaðan aðgang að. Mikill sjónarsviptir er að elsku ömmu Maju en hún lifði löngu og inni- haldsríku lífi og ég er eilíflega þakklát fyrir að hafa þekkt og átt hana að fram að þessu. Hallgrím- ur bróðir minn snæddi hádegis- verð með ömmu fáeinum dögum fyrir fráfall hennar og þá stóð hún teinrétt, falleg og glöð og að sjálf- sögðu kvartaði ekki yfir nokkrum veikindum frekar en fyrri daginn. Hallgrímur tjáði henni þegar þau kvöddust að hún væri alveg eins og drottning og undraðist yfir hvernig mögulegt væri að vera svona skörp og sæt á nítugasta og öðru ári, en svona fáguð var hún alltaf. Við Magnús, Stefán, Anna María og Hanna Katrín þökkum henni samfylgdina. Guð blessi minningu yndislegrar ömmu minnar. María Björg Sigurðardóttir. Heimili ömmu Maju og afa Hallgríms skipaði sérstakan sess á uppvaxtarárum mínum. Á þeim tíma bjuggum við fjölskyldan er- lendis og þegar tækifæri gafst að koma heim í frí dvöldumst við oft- ast hjá ömmu og afa á Hofsvalla- götunni. Amma Maja kom alltaf til dyranna brosandi og hlátur- mild. Henni þótti gaman að of- dekra barnabörn sín dálítið með kóki í gleri og amerísku nammi. Hjá ömmu vorum við frjáls og gerðum það sem okkur datt í hug og ég man ekki eitt einasta tilfelli þar sem við börnin vörum skömmuð, þau voru ekki fyrir svoleiðis. Á fermingarvetri mínum flutti ég heim og bjó ég hjá ömmu Maju og afa Hallgrími um helgar. Það var tilhlökkunarefni alla vikuna að hjóla þessa óralöngu leið frá Fjólugötu að Hofsvallagötu. Allt- af voru amma og afi ánægð að sjá mig, amma Maja spurði ótt og títt hvort ég væri svangur og ef hún var ekki að elda ofan í mig þá var hún að segja mér sögur úr sínu lífi. Mér fannst amma Maja tala við mig eins og ég væri fullorðinn. Margt af því skildi ég ekki þá en kannski betur nú. Ilmurinn inni á snyrtistofunni Maju sem amma stofnaði og rak í þrjá áratugi mun aldrei hverfa mér úr huga. Þar var amma í hvíta sloppnum sínum að tala við kúnna eins og hún kallaði það. Ég fékk að lauma mér aftur fyrir búðarborðið og inn á pínulitla kaffistofu þar sem amma var allt- af með eitthvað gott handa manni. Mér fannst vera heilmikið hug- rekki fólgið í því að vera með eigin rekstur og skapa lifibrauð fyrir sig og sína upp á eigin spýtur. Ég fann strax þá hvað amma var sjálfstæð manneskja. Án efa er það amma Maja sem efldi aðdáun mína á því að starfa sjálfstætt og skapa eigin örlög. Eftir að mamma mín tók við snyrtistofunni hélt þó amma áfram að afgreiða allt fram á átt- ræðisaldur. Gleðin og ánægjan skein af ömmu í sínu starfsum- hverfi þó svo að hún væri komin langt fram yfir formlegan eftir- launaaldur. Eins og gefur að skilja dró amma sig hægt og ró- lega úr snyrtimennskunni og dvaldist meira heima við. Ég naut góðs af því á mínum háskólaárum að geta komið við hjá ömmu og fengið mér í svanginn. Alltaf passaði amma upp á að eiga það sem til þyrfti í uppáhaldssamloku mína. Hún lagði kapal á meðan ég borðaði á móti henni og oftar en ekki kom pólitíkin að í um- ræðunni. Á þeim vígstöðvum hafði amma ákveðnar skoðanir svo sem eins og á mörgum öðrum málefnum líðandi stundar. Það var einmitt manngerð ömmu að láta ekki sitt eftir liggja þar frek- ar en í öðru. Ég var svo heppinn að hafa borðað hádegismat með ömmu minni Maju örfáum dögum áður en hún lést. Hún var svo fögur að sjá, brosandi og með glitrandi augu. Hún var kát og glöð og leið vel að eigin sögn. Ég sagði við hana að hún myndi örugglega verða hundrað ára, en hún hafði meiri áhyggjur af komandi alþingis- kosningum. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að eiga þessa stund með ömmu minni þegar hún átti svo skammt eftir ólifað. Í huga mínum er hún og verður mín fyr- irmynd, bæði í senn glaðlynd og hörkutól, óháð öðrum en samt svo umhyggjusöm. Hallgrímur Stefán Sigurðsson. Nú þegar amma mín Maja er fallin frá streyma fram allar minningarnar sem ég á um hana. Amma mín var einstaklega sterk og kjarkmikil kona, sem var sjálf- stæður atvinnurekandi til fjöl- margra ára og frumkvöðull á sviði snyrtifræða. En hún var fyrst og fremst okkur fjölskyldunni mikil og góð ættmóðir. Hvert sem hún fór var tekið eftir henni fyrir hversu glæsileg og falleg hún var. Frá því ég var lítil man ég eftir henni stórglæsilegri með fallega, þykka, ljósa hárið sitt bundið í hnút. Hendurnar á henni voru svo nettar og fallegar með ljóslakk- aðar neglur og alltaf var hún fal- lega tilhöfð eins og við var að bú- ast. Hún átti dásamlega fallegt heimili með afa mínum Hallgrími sem var alltaf gott að koma inn á. Þar var allt til alls að mínu mati, og nóg af því. Amma og afi ferð- uðust heimshorna á milli og bar heimilið þess merki en þar voru framandi málverk og allskyns spennandi hlutir sem hún kom með heim úr þessum ferðum. Mér eru sérstaklega eftir- minnilegar þær ófáu stundir þeg- ar við frænkurnar skoðuðum skápana hennar og mátuðum föt og fylgihluti sem okkur þótti mik- ið til koma. Sannkallaður ævin- týraheimur að fá óátalið að grúska í. Amma Maja var óvenjulegur karakter. Hún hafði dásamlegan húmor oft kaldhæðnislegan, en ávallt var hún hin kvenlegasta. Amma var örugg með sig og ófeimin í framgöngu, hún vissi ná- kvæmlega hvað hún vildi. Hún notaði hvert tækifæri til að tala um pólitík en hún var íhaldssöm og hörð sjálfstæðiskona og dáðist mikið að Davíð Oddssyni. Hún var aðdáandi hans númer eitt. Guð blessi minningu ömmu Maju. Minning hennar mun vera hjá mér alla ævi. Þín dótturdóttir, Guðrún Björg Sigurðardóttir. Magnaður sjarmi fylgdi hon- um, glæsimenni, orðheppinn og víðlesinn og ljóð höfuðskáld- anna léku á tungu hans. Það var ekki algengt að skipstjórar Eyaflotans brygðu fyrir sig betri ljóðunum í talstöðvar- spjallinu en það lá Óskari á Há- eyri nærri því hann var sann- kallað athafnaskáld, hörku sjómaður, aflakló af Guðs náð og gáfum sínum og listamaður mannlífsins eins og allt hans Óskar Þórarinsson ✝ Óskar Þór-arinsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum 24. maí 1940. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja 2. nóvember 2012. Útför Óskars fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 10. nóvember 2012. fólk. Dugnaðarfor- kar, svipmikið fólk með tilþrifum í mannlífsspjallinu og fyrst og fremst gaf það samferða- mönnum af lífs- gleði. Óskar var út- sjónarsamur í öllu sem hann gerði, átti ákaflega gott með að vinna með þeim sem unnu vinnuna sína og var elskaður og dáður af öllum sem þekktu hann hvort sem það var í brúnni á bát hans Frá eða bjórspjallinu á góðum stundum. Óskar var afbragðs sögumaður, skemmtilegur og tryggur vinur vina sinna með innbyggða rétt- lætiskennd Háeyringanna, fylginn sér og harðskeyttur ef svo bar undir en skynjaði það snilldarlega að þótt háa skilji hnetti himinngeimur og blað skilji bakka og egg eins og Jón- as segir þá er andinn það öfl- ugasta af öllu í veröld okkar og hvar sem er á mannanna bóli hefði Óskar verið í fremstu röð að fjalla um þann galdur svo menn hefðu haft unun af. Ótal hnyttin tilsvör og inn- legg Óskars eru þekkt. Veit- ingastaðurinn Lundinn í Eyjum brann tvisvar með stuttu milli- bili, en var byggður upp. Í seinni opnuninni leit Óskar inn með nokkrum félögum sínum. Þá var við afgreiðslu á barnum vel brúnn Indverji. Óskar horfði á hann um stund og spurði síð- an með alkunnri kankvísi sinni: Lentir þú í báðum brununum? Óskar á Háeyri var hetja. Hann og Inga konan hans og fjölskylda þeirra styrktu stöðu Vestmannaeyja svo um munaði um árabil og það er þekkt og þakkar og virðingavert, en það vita kannski ekki margir að hann bjargaði lífi eins magnað- asta sonar Eyjanna ungur að árum háseti á Hersteini VE hjá skipstjóranum Ása í Bæ. Ólag kom á bátinn, Ási úti á dekki og aldan svikkaði skipstjóranum fyrir borð. Allt stefndi í það svartasta, Ási byrjaður að sökkva og búinn að missa með- vitund. Þá stakk Óskar, ungi hásetinn, sér á eftir vini sínum og skipstjóra, náði honum úr djúpinu upp að borðstokknum á Hersteini þar sem snöggar hendur brugðust við og það náðist að blása lífi í listaskáldið góða og gersemina Ása í Bæ. Það væri margt fátæklegra í menningu og mannlífi Íslands ef Óskar á Háeyri hefði ekki komið við sögu á þessari ögur- stundu með hetjudáð sinni. Allar stjörnur þurfa ljós og ljósið hans Óskars Þórarinsson- ar var hún Inga konan hans sem alltaf hefur verið geislandi af blíðustu birtunni sem bærist á okkar jörð. Alveg sama hvern- ig veður er, alltaf fylgir þessi birta Ingu sama hvar henni ber fyrir. Hún var ljóðið ljóða hans af lífi og sál. Megi góður Guð varðveita Ingu, börnin og barnabörnin og ástvini alla því sárt er þess saknað sem kall- aður er fyrir aldur fram og mik- ið skarð fyrir skildi. Það væri mikið gefandi fyrir það að fá að hlusta á fyrstu orðaskipti húsbóndans í himna- ranninum þegar sjarmatröllið siglir í hlað. Árni Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.