Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 6
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA SÉRSMIÐI innréttingar, borðplötur, sprautulökkun info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Drekasvæðið Jan Mayen Ísland Grænland Noregur Færeyjar Drekasvæðið Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á tveimur skilgreindum svæðum á Drekasvæðinu verða væntanlega gefin út í byrjun janúar á næsta ári og fá leyfishafar allt að 12 ár í leitina að olíu og gasi. Orkustofnun greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að veita félög- unum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku kolvetni ehf. annars veg- ar og hins vegar Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. umrædd sér- leyfi. Auk þess hafa norsk stjórnvöld ákveðið að norska ríkisolíufélagið Petoro verði þátttakandi að fjórð- ungs hlut í hvoru leyfi, samkvæmt heimild í samningi frá 1981. Þrjár umsóknir bárust í útboðinu sem lauk 2. apríl sl. Orkustofnun leitaði umsagna í samræmi við lög og kannaði getu umsækjenda til að takast á við starfsemina. Eykon ehf. fékk frest til 1. maí 2013 til að afla sér samstarfsfélags sem hefði að mati Orkustofnunar nógu mikla sér- þekkingu, reynslu og bolmagn til að annast viðkomandi starfsemi. Aukinn kostnaður Guðni Á. Jóhannesson orku- málastjóri segir að leyfin séu full- komin leitar- og vinnsluleyfi og sinni félögin skyldum sínum og finni olíu í framhaldinu gildi þau þar til olíu- vinnslu lýkur. Hann segir að árleg gjöld leyfishafa séu svipuð þeirri upphæð sem hafi verið varið árlega í verkefnið undanfarin ár eða um 50 milljónir króna á ári. Mikil áhersla sé lögð á að leyfishafar skili öllum gögnum til Orkustofnunar og þau þurfi að túlka og meta, þannig að ætla megi að kostnaðurinn aukist. „Þetta er bara okkar fyrsta útboð,“ áréttar Guðni. „Við höfum sett há- mark 12 ár á leitina en svo er að vísu hægt að fá ákveðna framlengingu.“ Hann bætir við að það sé auðvitað hagur félaganna að leitin taki skemmri tíma. Gæðastimpill Leyfishafarnir eru félög sem hafa þróast upp úr minni færeyskum, norskum og breskum félögum auk félaga annars staðar frá. „Þetta eru félög sem hafa starfað mikið í Norð- ursjónum,“ segir Guðni og bendir á að þau séu fjárhagslega sterk, metin á um 500 milljónir dollara. „Þetta eru félög sem hafa sérhæft sig fyrst og fremst í þessum fyrsta hluta,“ segir hann. Norsk stjórnvöld taka málið fyrir í norska stórþinginu 19. desember og verða leyfin gefin út í kjölfarið, að því gefnu að þingið samþykki þátt- tökuna, sem gengið er út frá. „Þetta er mikill gæðastimpill á verkefnið í heild sinni að þeir skuli vilja koma að því með þessum hætti,“ segir Guðni um þátttöku Norðmanna. „Það var ekkert sem við gátum í raun og veru séð fyrir með neinum hætti.“ Skuldbindingar leyfishafa eru miklar og því var ekki sjálfgefið að Norðmenn vildu taka þátt í verkefn- inu, að sögn Guðna. Til þess að við- halda framleiðslu sinni þurfi þeir hins vegar að byrja að undirbúa svæði sem liggja fjær í tíma. Eftir eigi að úthluta um 80% af svæðinu og því sé nægt efni í fleiri útboð. Fá tólf ár að hámarki í leitina  Sérleyfi veitt fyrir rannsóknir og vinnslu á Dreka- svæðinu 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 „Ég tel að það styrki verkefnið að fá þessa norsku þátt- töku. Það gefur því aukið vægi og það er styrkur í að hafa Norðmenn okkur við hlið í þessu. Þeir búa enda yfir mikilli reynslu á þessu sviði, þá ekki síst í öllu sem snýr að öryggis- og umhverfismálum í tengslum við olíu- og gasvinnslu á hafi úti. Þannig að ég held að það sé akkur í því, auk þess sem við eigum náttúrlega mikið samráð við Noreg og erum með samkomulag við Norð- menn um skiptingu á Drekasvæðinu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon at- vinnuvegaráðherra í tilefni af um- sókn norska ríkisolíufyrirtækisins Pe- toro um olíuleit á Drekasvæðinu. „Ég tel að það sé jákvætt að þeir séu að sýna þessu svæði aukinn áhuga og vilja vera með. Framhaldið er í stystu máli það að þetta þarf staðfestingu norska stórþingsins. Síðan þurfa þessir leyfisaðilar væntanlega að gera einhvers konar samstarfssamninga sín í millum. Að því loknu reiknum við með að það verði ekkert að vanbúnaði að gefa leyfin út einhvern tímann í byrjun næsta árs. Svo fara þessar rannsóknir og leit af stað. Við þurfum náttúrlega að nota tímann vel á meðan … Ef það fer að færast meiri alvara í þessi mál þarf auðvitað að sinna því héðan með ábyrgum hætti,“ segir Steingrímur sem telur aðspurður að ekki þurfi að fjölga fólki í stjórnkerfinu vegna þessa. „Ég held að þetta verði ekki svo viðamikið á meðan þetta er á leitar- og rannsóknarstigi. En auðvitað má bú- ast við auknum umsvifum í kringum þetta og þá kannski þjónustu við leitarrannsóknarskip og svo framvegis. Þessu fylgir svo auðvitað talsverð vinna vísindamanna og sérfræðinga. En það er ekki í neinu risavöxnu um- fangi á meðan þetta eru tveir aðilar, eitthvað aukin um- ferð skipa og vinna sérfræðinga. Það eru samt margir þættir sem þarf að huga að og undirbúa. Allt sem snýr að umhverfi og öryggi og björgunarmálum og viðbúnaði að ýmsu tagi. Um þetta var m.a. fjallað í umsögn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem Orkustofnun fékk og við þurfum að fara yfir og tökum alvarlega að sjálfsögðu.“ „Mikilvægt að menn fari ekki fram úr sér“ Er þetta búhnykkur fyrir Austfirðinga? „Auðvitað verður einhver þjónusta við þessa aðila. En hversu stórt það verður í sniðum verður að koma í ljós og þá eins hvað núverandi aðstaða í höfnum fyrir norðan og austan ræður við, eða hvort að það þarf að fara í meiri viðbúnað. Ég held að það sé mikilvægt að menn fari ekki fram úr sér. Þetta er auðvitað bara næsti fasi í málinu. Það verður þá meira umleikis í leitar- og rannsóknar- verkefnum. En það varð nú vart við það í sumar, ekki satt? Það komu hér skip í höfn sem voru úti að mæla,“ segir Steingrímur. baldura@mbl.is Þátttaka Norðmanna styrkur Fyrirtækinu Efnaeimingu verður heimilað að flytja og endurvinna tiltekin spilliefni í iðnaðarhúsnæði í Höfnum á Reykjanesi, samkvæmt starfsleyfi sem Umhverfis- stofnun mun gefa út. Kvartað hefur verið undan lykt frá starfsstöð fyrirtækisins. Efnaeiming sótti um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar á árinu 2007 en Umhverfisstofnun tók við úrvinnslu um- sóknarinnar rúmum tveimur árum síðar. Þegar sótt hafði verið um leyfið fékk félagið bráðabirgðaleyfi til vinnslunnar. Starfseminni var hætt um tíma en fyrir- tækið hefur frá því á síðasta ári haft leyfi sem gildir þar til formlegt starfsleyfi verður gefið út. Starfsleyfið er nú í opinberri kynningu og frestur til að gera athugasemdir rennur út 27. desember nk. Samkvæmt kynningu Umhverfisstofnunar felst starf- semin í því að eima terpentínu, sellulósaþynni, etanól og önnur sambærileg leysiefni. Heimilt er að endurvinna allt að 80 tonn á ári. Vinnslan fer fram í sérsmíðuðum gámi á steyptu og afgirtu plani. Afrennsli af planinu er leitt í steyptan brunn sem hægt er að dæla upp úr. Eim- ingarleifum er safnað saman og skilað til spilliefnamót- töku. Þrívegis hefur verið kvartað undan lykt frá starfsstöð fyrirtækisins. Fyrst fyrir tveimur árum en þá sprakk tunna með eimingarleifum. Fulltrúar Umhverfisstofn- unar fóru á staðinn í júní 2011 og fyrir fáeinum dögum, þegar kvartað var undan lykt. Í hvorugt skipið var starf- semi í gangi. Í fyrra skipið var verið að mála mannvirki og í seinna skiptið fannst aðeins keimur af leysiefnalykt við planið þar sem efnin eru geymd og eimuð. Niðurstaða úttektar sem gerð var í sumar að frum- kvæði Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að lítil uppgufun er af viðkomandi efnum og ekki geti stafað lyktar- mengun af eðlilegri starfsemi sem truflað geti í nágrenn- inu. Umhverfisstofnun boðaði til kynningarfundar í Höfnum sl. föstudag. Enginn íbúi mætti. helgi@mbl.is Kvartanir um lyktarmeng- un hafa ekki verið staðfestar  Spilliefni eimuð í Höfnum  Enginn íbúi mætti á kynningu Gjöld til Orkustofnunar vegna úthlutaðra sérleyfa fyrir rann- sóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu nema samtals um 54 milljónum króna á ári. Gjald vegna veitingar sérleyf- is er 850.000 kr. Verði leyfið framlengt til vinnslu kostar það 1.350.000 kr. Árlegt gjald til þess að standa straum af kostn- aði við eftirlit og frágang og varðveislu gagna er 1.000.000 kr. Svæðisgjaldið hjá Faroe Petroleum Norge AS, útibúi á Ís- landi, og Íslensku kolvetni ehf. verður 27.040.000 kr., en svæð- isgjald við útgáfu leyfisins til Valiant Petroleum ehf. og Kol- vetnis ehf. verður 11.190.000 kr. Auk þess greiðir leyf- ishafi Orkustofnun 1.000.000 kr. ár- lega sem stofn- framlag og 5.000.000 kr. til sérstaks mennt- unar- og rann- sóknarsjóðs. Árleg gjöld 54 milljónir SÉRLEYFISHAFAR Á DREKA BORGA ORKUSTOFNUN Guðni Á. Jóhannesson Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.