Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 35
menningi hlutlausar upplýsingar um ýmsar mikilvægar staðreyndir er varða Evópusambandið og Evr- ópumál. Það er gert með því að svara fyrirspurnum frá almenningi og með greinaskrifum um stofn- anir ESB og annað það sem máli skiptir.“ Fáið þið margar fyrirspurnir? „Það er svolítið misjafnt, fer eft- ir fréttum og annarri umfjöllun fjölmiðla. Ef Evrópumálin eru í deiglunni fáum við fleiri fyrir- spurnir en svo er rólegra þess á milli. Vefurinn var opnaður í júní 2011 og síðan þá höfum við svarað tæplega 400 fyrirspurnum og skrifað greinar. Hér eru fimm fastir starfsmenn en við erum þrjú sem sinnum skriftum.“ En heldurðu að fólk geti treyst því að þið séuð hlutlaus? „Já, já. Þess er vandlega gætt að héðan komi enginn pólitískur áróður, enda höfum við engan áhuga á því. Okkar hlutverk er að upplýsa fólk um staðreyndir, ekki að svara endanlega fyrir einn né neinn. Mér finnst að almenn umræða um Evrópusambandið mætti vera upplýstari á báða bóga. Við meg- um ekki gleyma okkur í slag- orðum.“ Þorvarður lærði á gítar í grunn- skóla, er áhugamaður um tónlist og hefur sungið með hljómsveit- inni Camp Keighley frá 2010. Hljómsveitin hefur haldið tónleika nokkuð víða að undanförnu. Þá söng Þorvarður með Hamrahlíðar- kórnum meðan hann var í skól- anum. Auk tónlistarinnar hefur Þor- varður áhuga á körfubolta. Hann æfði og keppti í körfu með ung- mennafélaginu Garpi á unglingsár- unum og hefur verið að leika sér í körfu með jafnöldrum sínum í Val sl. tvö ár: „Fyrir mig er þetta besta leiðin til að halda bumbunni í skefjum. Svo hef ég alltaf gaman af körfubolta, er orðinn harður Valsari, fylgist með NBA-deildinni og held með Chicago Bulls.“ Fjölskylda Sambýliskona Þorvarðar er Kristín Lena Þorvaldsdóttir, f. 13.2. 1983, málfræðingur hjá Sam- skiptastöð heyrnarlausra. Hún er dóttir Þorvalds Óttars Guðlaugs- sonar, grafísks hönnuðar, og Arn- dísar Tómasdóttur, gjaldkera hjá Lýsi. Sonur Þorvarðs og Kristínar Lenu er Óttar Kjerulf Þorvarðar- son, f. 12.6. 2011. Bræður Þorvarðs eru Sigurjón Bjarni Sigurjónsson, f. 30.7. 1988, nemi í kvikmynda- og fjölmiðla- fræði við HÍ; Vésteinn Sigur- jónsson, f. 4.1. 1994, nemi við MH. Foreldrar Þorvarðs eru Sigur- jón Bjarnason, f. 17.9. 1959, fyrrv. skólastjóri og framkvæmdastjóri Eldhesta, og Halldóra Jóhanna Þorvarðardóttir, f. 23.11. 1959, sóknarprestur og prófastur í Fellsmúla í Landsveit. Úr frændgarði Þorvarðs Kjerulf Sigurjónssonar Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstj. á Reyðarfirði Sigríður Kjerulf Þorvarðardóttir húsfr. Þorvarður Kjerulf Þorsteinsson sýslum. og bæjarfógeti á Ísafirði Magdalena Ó. Thoroddsen blaðam. og rith. Halldóra Jóhanna Þorvarðardóttir sóknarpr. og prófastur í Fellsmúla í Landsveit Ólína Andrésdóttir Thoroddsen frá Vaðli Ólafur Thoroddsen Einarsson skipstj., kennari og b. í Vatnsdal í Rauðasandshr. Sigurlaug Sigurjónsdóttir frá Seyðisfirði Jón Magnússon sjóm. í Sólvangi í Eyjum Kristín Björg Jónsdóttir húsfr. Bjarni Eiríkur Sigurðsson rith. og fyrrv. skólastj. í Hveragerði Sigurjón Bjarnason fyrrv. skólastj. og framkvæmdastj. Eldhesta Ingunn Bjarnadóttir tónskáld, frá Holtum í Mýrarhr. Sigurður K. Eiríksson verkam. í Rvík Þorvaldur Thoroddsen hreppstjóri á Patreksfirði Einar Thoroddsen lögmaður Ólína Þorvarðardóttir alþm. Þorgeir Þorsteinsson lögreglustj. á Keflavíkurflugvelli Jón Þorsteinsson læknir í Rvík Eiríkur Jónsson ritstjóri Katla María Þorgeirsdóttir leikkona Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur Herdís Þorgeirsdóttir fyrrv. forsetaframbj. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í vinnunni Afmælisbarnið. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Hannes Þórður Hafstein,skáld og fyrsti íslenski ráð-herrann, fæddist á Möðru- völlum í Hörgárdal 4.12. 1861. Hann var sonur J. Péturs Havsteen, amt- manns á Möðruvöllum, og þ.k.h., Kristjönu Gunnarsdóttur. Bróðir Kristjönu var Tryggvi Gunnarsson bankastjóri en móðir þeirra var Jó- hanna, dóttir Gunnlaugs, ættföður Briem-ættarinnar. Hannes var því af Briem-ætt eins og forsætisráð- herrarnir Jóhann Hafstein, Gunnar Thoroddsen og Davíð Oddsson. Hann bjó í ástríku hjónabandi með Ragnheiði Melsteð en þau þóttu óvenju glæsileg hjón og eignuðust fjölda barna. Þau voru Sigurður (1891), Kristjana (1892), Ástríður (1893), Þórunn (1895), Sigríður (1896), Sofía Lára (1899), Elín Jó- hanna Guðrún (1900), Ragnheiður (1903), Kristjana (1911), Sigurður Tryggvi (1913). Margir afkomenda Hannesar og Ragnheiðar hafa orðið þjóðkunnir. Hannes var í heimaskóla hjá Egg- erti Briem, ömmubróður sínum á Reynistað, og innritaðist tólf ára í Lærða skólann. Hann byrjaði ungur að yrkja og þótti snemma efnilegt skáld, lauk stúdentsprófi 1880 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1886. Fyrstu árin í Kaupmannahöfn drakk Hannes í sig bókmenntir og stofnaði tímaritið Verðandi, ásamt Bertel E.Ó. Þorleifssyni, Gesti Páls- syni og Einari Kvaran og varð per- sónulegur vinur Georgs Brandes. Hann varð sýslumaður Dalasýslu 1887, málflutningsmaður við Lands- yfirréttinn og landshöfðingjaritari 1889, og sýslumaður Ísafjarðarsýslu 1895. Hann var kjörinn á þing fyrir Ísfirðinga 1900 og síðan fyrir Ey- firðinga. Honum var falið að und- irbúa heimastjórn á Íslandi og skip- aður fyrsti ráðherrann þar 1. febrúar 1904 við upphaf heima- stjórnar. Hann missti meirihluta á þingi við sambands- lagakosningarnar frægu 1908 og vék eftir samþykkta vantrauststillögu í ársbyrjun 1909. Hann varð aftur ráðherra 1912-1914, og var banka- stjóri Íslandsbanka. Hannes lést 13.12. 1922. Merkir Íslendingar Hannes Hafstein 95 ára Guðrún Þorsteinsdóttir Gústaf Lárusson 90 ára Jörgen F. Berndsen Magnhildur Sigurðardóttir 85 ára Birna Þórlindsdóttir Gunnsteinn Magnússon Þorsteinn Auðunsson 80 ára Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir Gunnsteinn Gíslason Hildur Valeika Kristín Kristjánsdóttir Ragnheiður Sigurðardóttir Sigurlína Helgadóttir 75 ára Birna Ingadóttir Hjálmar J. Fornason Ketill Arnar Hannesson Valgerður Sigurðardóttir 70 ára Anna Einarsdóttir Auður Aradóttir Elsa Sigrún Eyþórsdóttir Gottskálk Ólafsson Grétar Arnbergsson Helgi John Fortescue Karl Friðrik Garðarsson Ríkey Eiríksdóttir Sigríður Ingólfsdóttir Sigurður Kristófer Pétursson Svanlaug Sighvatsdóttir Sverrir Kristjánsson Þóra Kristinsdóttir Þórunn Adda Eggertsdóttir 60 ára Erlendur Guðnason Margrét Vigdís Eiríksdóttir Sjöfn Arnfinnsdóttir Torfi Karl Karlsson 50 ára Adolfo Garcia Avila Ásgeir Þorgeirsson Björn Kjartansson Fanney Grétarsdóttir Guðmundur O. Halldórsson Guðrún Inga Úlfsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Ingólfur Geir Gissurarson Jón Már Jóhannesson Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir Snædís Valsdóttir 40 ára Bjarni Þorgilsson Guðrún Erla Gísladóttir Kristrún Einarsdóttir Ragna Benedikta Garðarsdóttir Sigurður Freyr Magnússon 30 ára Ewa Wicik Katrín Lilja Sigurðardóttir Krystian Mateusz Jereczek Magnús Mikaelsson Ólafur Haukur Magnússon Sigríður Helga Ástþórsdóttir Sigurbjörg Birgisdóttir Sæunn Elsa Sigurðardóttir Úlfar Gunnar Finsen Til hamingju með daginn 30 ára Ólafur stundar nú nám við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og er bifvéla- virki á Ísafirði. Maki: Hrund Sæmunds- dóttir, f. 1983, versl- unarmaður. Börn: Kristján Darri, f. 2008, og Karen Drífa, f. 2010. Foreldrar: Kristján Ólafs- son, f. 1962, verkstjóri á Ísafirði, og Hulda Valdís Steinarsdóttir, f. 1963, skrifstofumaður á Ísafirði. Ólafur S. Kristjánsson 40 ára Ásta lauk dokt- orsprófi í viðskiptafræði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og er framkvæmdastjóri Frí- hafnarinnar. Maki: Jakob Bjarnason, f. 1960, starfsmaður við skilanefnd Landsbankans. Dætur: Jóhanna Helga, f. 1996, og Þuríður Anna, f. 2005. Foreldrar: Óli H. Þórð- arson, og Þuríður Stein- grímsdóttir. Ásta Dís Óladóttir 40 ára Sigurður lauk prófi í viðskiptafræði og er viðskiptaráðgjafi hjá Norvik hf. Maki: Eyrún Harpa Har- aldsdóttir, f. 1973, nemi. Börn: Sindri Steinn, f. 2000; Thelma Rán, f. 1997, og Aldís Eva, f. 1998. Foreldrar: Steinar Magn- ússon, f. 1927, d. 2001, bóndi í Árnagerði, og Sjöfn Guðjónsdóttir, f. 1930, húsfreyja. Sigurður Steinarsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! www.falkinn.is • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.