Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Elsku amma. Amma þú varst yndisleg. Með hlýjasta hjarta sem til var. Þú hlýjar hugsanir ávallt barst í hjarta og sál. Amma, þú passaðir mig, elskaðir mig og dáðir mig. Ég sakna þín svo, ég mun sakna þín í dag, á morgun og alltaf. Þú ert verndarengillinn minn, það veit ég vel. En nú passar þú mig, mömmu, bræður mína og alla sem þér þótti vænt um. Amma, þú varst svo góð, yndisleg, og svo falleg. Þú varst yndislegasta mann- eskja sem hefur gengið á þess- ari jörðu í mínum augum. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér t.d. öll fallegu orðin, ljósið, og heilunina. Ég man þegar ég spurði þig, amma hvað hugsar maður um þegar maður er að heila fólk? Þá sagðir þú: „Allt sem er gott og yndislegt“, og nú amma, þá hugsa ég bara um þig því þú varst allt sem er gott og yndislegt. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig. Ég veit að þú hefðir gert allt fyrir mig alla tíð, og ég hefði líka gert allt fyrir þig, það veist Margrét Kristinsdóttir ✝ Margrét Krist-insdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. mars 1930. Hún lést 24. nóvember 2012. Útför Margrétar fór fram frá Jófríð- arstaðarkirkju í Hafnarfirði 3. des- ember 2012. þú vel, elsku amma. Nú veit ég að fallegasti og yndis- legasti engillinn er mættur í himna- ríki. Ég elska þig og sakna þín. Með allri minni ást kveð ég þig. Þín ömmustelpa, Sara Ísabella. Kær mágkona mín Margrét lést 24. nóvember sl. Það koma margar minningar í hugann þegar ég sest niður og minnist Grétu eins og hún var oftast kölluð. Þegar Óli maðurinn minn heitinn vildi kynna mig fyrir fjölskyldunni sinni þá var byrj- að á Grétu og hún varð sann- arlega traustur vinur minn og drengjanna okkar Óla. Gréta átti sex systkini og móður á lífi þegar ég kom í fjöl- skylduna. Stórfjölskyldan var mjög samrýmd og skemmtileg og notaði hvert tækifæri að hittast, hlæja, drekka kaffi og borða góðar kökur. Það var gott að kynnast þessu fólki og stóð Gréta vel við bakið á móð- ur sinni í hverju sem var. Gréta var sjúkraliði að mennt og vann við það, en nam ekki staðar þar, heldur bætti við sig nuddi og heilun og margir nutu góðs af því. Dóttir Grétu er Edda og ríkti mikill kærleikur milli þeirra og hennar barna. Gréta var ein- staklega góð við alla og vildi allt fyrir alla gera. Þegar Óli bróðir hennar veik- ist var hún daglega hjá honum og það kom alltaf bros hjá hon- um þegar hún birtist. Það voru sterk bönd á milli þeirra. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Óska þér góðrar heimkomu og takk fyrir samfylgdina. Karolína og synir. Kær mágkona mín Gréta, Margrét Kristinsdóttir, hefur kvatt okkur. Karlarnir sem lengi stóðu henni næst mundu segja að hún væri farin heim. Hún var tuttugu árum eldri en ég, svo hún hefur verið á sextugsaldri þegar við kynnt- umst. Hún var einstök, eins og við erum öll, hvert á sinn hátt. Hún var á því að við gerðum best skyldu okkar með því að vera sátt við okkur sjálf, það væri leiðin til að standa við aðr- ar skyldur sem við hefðum tek- ist á hendur. Hún sá það góða í fólki, hún sá hæfileika fólks og hvatti alla sem hún komst í tæri við til dáða. Um árabil ferðaðist hún um landið með nuddbekkinn sinn, og hann var vissulega líka hér í þéttbýlinu. Árangurinn af nuddi og samfélagi við Grétu verður seint mældur. Ég þykist viss um að það er fullt af fólki um allt land sem finnst það eiga henni þakkir að gjalda. Gréta, var stóra systir hans Kristófers. Þau systkinin sjö misstu föður sinn þegar Gréta var 26 ára og Kristófer, yngst- ur, var átta ára. Mamma þeirra var náttúrlega engri annarri lík og gafst ekki upp. Vann hjá Heimilishjálpinni og studdi við á heimilum fólks hvaðanæva úr þjóðfélaginu og lét alls staðar gott af sér leiða. Það var að vetri, á sumrin var hún ráðs- kona við Vinnuskólann á Úlf- ljótsvatni og eldaði mat ofan í strákastóð í mörg sumur. Ágústa var samt líka þeirrar gerðar að hún fór sinna ferða í vísinda- og vinnuferðir til Nor- egs og pílagrímsferðir til Róm- ar og Lourdes. Fjölskyldutengslin voru mik- il. Þegar sögur eru sagðar finnst mér stundum að Edda sé yngri systir Kristófers frekar en systurdóttir hans. Það er ekki aldur þeirra sem veldur því heldur hve mikinn hluta æsku- og uppvaxtarára sinna hann varði með Grétu og Björg- vini. Mér finnst stundum að þau hafi verið hálfgerðir foreldrar hans. Þau tóku hann til sín að Jaðri, sem þau báru ábyrgð á um árabil, þegar mamma hans lá á spítala og ferkantað skóla- kerfið hæfði honum ekki. Auð- vitað voru þau líka öll sumur á Úlfljótsvatni, þar sem Ágústa eldaði. Árum seinna vann hann með þeim að Jaðri, það er enda fjölbreytt flóra mannlífs sem spjallað er við þegar við hjónin göngum niður Laugaveginn. Fyrir nokkrum árum bauð ég mínum uppáhaldskonum til há- degisverðar. Ber fyrsta að nefna Grétu, mágkonu mína, hinar voru Inga Þorgeirsdóttir, tengdamamma Björns bróður míns og Herdís Tryggvadóttir mamma Herdísar vinkonu minnar. Umræðurnar og lær- dómurinn af því sem þessar lífsreyndu konur höfðu fram að færa verða mér alltaf í minni. Ég vona að Eyja dótturdóttir mín, sem eftir að hafa hjálpað mér að leggja á borðið vildi vera með í boðinu, muni þennan hádegisverð. Að leiðarlokum þakkar kona fyrir sig, og hún þakkar líka fyrir manninn sinn, litla bróður hennar Grétu, sem hún reyndist eins og móðir. Valgerður Bjarnadóttir. Kær móðursystir er fallin frá – millistykkið við móður okkar sem kvaddi fyrir sex árum. Ef við ættum að lýsa Grétu gæti hvert og eitt okkar komið með persónulega lýsingu á þessari konu sem var svo stór hluti af lífi okkar. Skátaskólinn á Úlf- ljótsvatni, Jaðar, Nóatún, heilari, nuddari, sálusorgari, frænka, vinur og margt fleira. Sjálfstæða, duglega Gréta sem var svo mikilvæg fyrir- mynd í svo mörgu. Fór í sjúkra- liðanám á „efri“ árum, ferðaðist til grísku eyjanna til að læra jóga, fór til Ameríku með veika einstaklinga og ferðaðist um landið til að nudda og heila. Átti alltaf opinn faðm þegar fólk leitaði til hennar og stutt í hláturinn og húmorinn sem ein- kenndi hana alla tíð. Síðast en ekki síst þá tókst henni alltaf að hvetja mann áfram á þann hátt að nánast ekkert virtist ómögu- legt. Þegar maður átti sína hall- ærisdaga og sjálfsmyndin ekki upp á marga fiska þá gat dugað að heimsækja Grétu því hún tók á móti manni með orðum eins og „Mikið ofboðslega lítur þú vel út“ eða „Ji hvað þú ert smart.“ Það þurfti ekkert Brian Tracy-námskeið þegar Gréta var annars vegar og hún veitti manni þann stuðning sem þurfti hverju sinni. Ein dýrmætasta minningin okkar um Grétu tengist kær- leiksríku sambandi hennar og Evu móður okkar. Þær voru samrýmdar og reyndust hvor annarri vel og skildu okkur eft- ir með svo mikilvæg gildi: skil- yrðislausan kærleika í gegnum þykkt og þunnt, húmor sem var þeirra sterka vopn á erfiðum tímum, óeigingjörn hjálparhönd við nánast hvað sem var. Þær töluðu saman á hverjum degi og áttu það til að tala „sjúkraliða- latínu“ sem engin skildi nema þær. Þær systur voru með sterka réttlætiskennd og ynd- islegt að hlusta á þær fordæma misréttið í þessum heimi sem var þó alltaf gert af yfirvegun og á uppbyggjandi hátt. Þegar þær komu saman lagði maður við hlustir því það mátti alltaf taka eitthvað gott með sér úr þeirra samræðum. Gréta var falleg kona sem bjó yfir glæsileika sem minnti okkur systkinin einna helst á amerískar kvikmyndastjörnur. Sama hvar hún bjó, heimilið var allt í senn glæsilegt, þægilegt og hlýlegt. Þykk teppi, púðar, myndir, kertaljós, reykelsi, englar, smákökur á borðum, konfekt í skálum og myndir á veggjum koma upp í hugann. Við upplifum ákveðin kafla- skil við fráfall elsku Grétu sem reyndist okkur svo vel í veik- indum og við andlát móður okk- ar og var til staðar á þeim tíma sem við þurftum hvað mest á henni að halda. Hún hefði ekki viljað væmni né tilgerð í minn- ingargrein en erfitt er að kveðja þessa frábæru konu án þess að segja að með henni kveðjum við svo margt sem var okkur kært. Minningin mun lifa, gildin munu lifa, og von- andi mun okkur veitast sú gæfa að halda merkjum þeirra systra á lofti að einhverju leyti. Við vottum aðstandendum samúð okkar og sendum styrk og hlýjar hugsanir. Á sama tíma erum við full þakklætis fyrir þann tíma sem við fengum að hafa elsku Grétu í lífi okkar. Megi ljós hátíðar og friðar verma hjörtu okkar allra. Kristinn, Berglind, Anna Lóa, Margrét Lind og Magnús Sverrir. ✝ Hanna GuðrúnJónsdóttir fæddist á Suður- eyri við Tálkna- fjörð 9. janúar 1921. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu 4. nóvember 2012. Foreldrar henn- ar voru Jón Krist- ófersson kennari, skólastjóri og sjómaður og Guðbjörg Káradóttir kennari og húsmóðir. Hanna var elst af fimm systkinum.Yngri systkini hennar voru: Ragna, f. 1922, Anna Ólafía, f. 1927, tví- burarnir Margrét og Krist- ófer, f. 1932, þau eru bæði lát- in. Hanna giftist Hákoni Ein- Einar Freyr, Arna Ýr og Þórð- ur Andri. Jón Haukur, f. 7. nóvember 1953, hann er í sam- búð með Svövu Árdísi Jó- hannsdóttur. Synir Jóns og Önnu Sigurjónsdóttur eru: Há- kon Róbert, í sambúð með Jó- hönnu Björk Kristinsdóttur, dóttir þeirra er Anna Margrét. Ásgeir Örn. Kolbrún Há- konardóttir, f. 22. apríl 1955, börn hennar og Kjartans Erl- ingssonar eru: Hannes Örn, dóttir hans er Ester Inga. Ing- unn Heiða, gift Sigþóri Árna- syni, dóttir þeirra er Þórdís Eva. Kristín Erla. Hanna og Hákon héldu ætíð heimili í Reykjavík og lengst í Hólmgarði 54. Hanna var hús- móðir en Hákon rak slippinn Bátanaust til fjölmargra ára. Eftir að Hákon lést flutti Hanna á Hellu í nágrenni við Kolbrúnu dóttur sína og henn- ar fjölskyldu. Síðustu árin dvaldi Hanna á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Útför Hönnu fór fram í kyrrþey. arssyni skipasmiði þann 16. mars 1946. Hann var fæddur í Vest- mannaeyjum 1. mars 1913 en lést 10. apríl 2003. Börn þeirra eru: Einar Hákonarson, f. 13. desember 1946, hann er kvæntur Margréti Björnsdóttur. Börn þeirra eru: Björn Ein- arsson, kvæntur Sigríði Björk Þormar. Þeirra synir eru Sig- urður Hrannar og Tómas Atli. Hanna Margrét Einarsdóttir, gift Björgúlfi Ólafssyni. Börn þeirra eru: Margrét Birta, Ólafur og Teitur. Unnur Dóra Einarsdóttir, gift Bergi Þór Þórðarsyni, börn þeirra eru Elsku amma, það er skrítið að setjast niður og rifja upp allar yndislegu minningarnar sem ég á um þig og hugsa til þess að þær verða ekki fleiri. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt öll þessi ár með þér og að hafa fengið að verja góðum tíma með þér. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma í heimsókn, hvort sem var heim eða í bústaðinn í Kjós- inni. Þú varst alltaf svo góð við alla og vildir allt fyrir alla gera. Fólk laðaðist að þér. Mér er hvíta tyggjóílátið þitt sérstak- lega minnisstætt. Uppi í skáp fyrir ofan ísskápinn var hvítt box sem alltaf var fullt af tyggjói. Þar var meðal annars mynda-, Andrésar andar-, tattoo-, kisu- og Wrigley’s- tyggjó. Inni í skáp í stofunni var svo enn meira af tyggjói. Þar voru Wrigley’s-kartonin. Það var alltaf til nóg af tyggjói. Þér þótti einnig mjög vænt um dýr, vildir alltaf hafa kisu eða hund hjá þér enda sóttu dýrin í þig líkt og mannfólkið. Ef Neró týndist var hann oftar en ekki hjá þér jafnvel að éta samloku sem þú smurðir í hann. Þú varst alltaf svo glæsileg, vel til fara og fórst reglulega í lagningu. Það skipti þig miklu máli að vera snyrtileg og líta vel út, allt fram á þína síðustu daga. Þú fylgdist vel með í kringum þig, varst alltaf með allt á hreinu, vissir hvenær hver átti afmæli og hvað var um að vera hjá þínu fólki. Ég veit ekki til þess að þú hafir klikkað á því að senda skeyti eða kveðju til fólks þegar tilefni var til. Þú varst alltaf með hugann hjá fólkinu þínu. Þú varst gestrisin og hélst ófáar glæsilegar veislurnar. Það sem vantaði aldrei á veisluborðið voru glæsilegar marengstertur, gómsætar tartalettur, einstakt rækjusalat og nýbakað hafra- kex, Mackintosh og Nóa-kon- fekt. Í Kjósinni var gott að vera. Þar áttuð þið afi glæsilegan sumarbústað sem var mjög hlý- legur og flottur. Bústaðnum var vel við haldið og lóðin til fyr- irmyndar. Í gróðurhúsinu voru fallegar rósir sem þú ræktaðir. Það var yndislegt að fá að vera með ykkur þar. Auk þess að leika sér á lóðinni, m.a. í vatns- hönunum, óðum við krakkarnir í ánni, fórum út á bát, lékum við hundana úr sveitinni og röltum um svæðið. Þetta voru góðir tímar. Mig hafði alltaf langað til að eiga ömmu sem byggi nálægt mér og ég gæti heimsótt eftir skóla. Það rættist þegar þú fluttir til okkar á Hellu. Þá var ég að vísu búin með skólann en, að sjálfsögðu, þrátt fyrir það mjög ánægð með að fá þig til okkar. Loksins bjó amma í sömu götu og ég, ská á móti. Við átt- um góða tíma saman á Hellu og ég fékk að kynnast þér enn bet- ur. Þú tókst alltaf vel á móti okkur fjölskyldunni þegar við komum í heimsókn og okkur þótti alltaf gott að fá þig í heim- sókn. Það er ómetanlegt að hafa fengið að verja svona góðum tíma með þér. Elsku amma, það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki kom- ið í heimsókn til þín. Það er stórt skarð í hjarta mínu eftir að þú fórst en ég mun fylla upp í það með öllum góðu minning- unum okkar. Ég er viss um að afi hefur tekið á móti þér, að nú séuð þið saman á ný og að ykkur líði vel. Elsku besta amma, ég sakna þín. Þín Ingunn Heiða. Dyrnar opnast og við tekur ilmur af reykelsi og sterku kaffi. Þegar upp stigann er komið blasir við veisluborð sem svignar undan veitingunum, púðursyk- ursmarengs með silfurkúlum, hlauphringir, heimabakaða hafrakexið, heitt súkkulaði og Mackintosh-sælgæti á öllum borðum. Svona var um að litast í hverju boði hjá Hönnu ömmu og Konna afa og maður hlakkaði til. Sömu sögu var að segja í sum- arbústaðnum þeirra í Kjósinni. Þar byggðu þau sinn sælureit, Bakkasel við Meðalfellsvatn. Amma var þar drottning í ríki sínu og þangað voru allir vel- komnir, ættingjar og vinir og allir þeir sem voru að veiða við vatnið. Þar var alltaf heitt á könnunni og nóg til af vínar- brauðslengjum og kökum í úti- skápnum þangað sem við vorum iðulega send til að sækja með- lætið er gesti bar að garði. Mað- ur naut þess í hvert skipti að virða fyrir sér úrvalið af bakk- elsi, eins og amma kallaði það, í skápnum. Amma átti líka alltaf Wrigley’s-plötutyggjó fyrir börnin og allir fengu sinn sér- pakka. Gestrisnin var alltaf í fyrirrúmi. Enda vöknuð klukkan sex á morgnana til að kynda ol- íueldavélina og hita kaffi. Hún átti einnig alltaf til sígarettur sem hún bauð öllum og sagði oft í gríni við gesti að hún ætti allt að bjóða þeim nema p-pilluna! Þannig var amma, stutt í húm- orinn, enda með eindæmum fyndin þegar hún tók sig til. Það voru fáir sem sögðu skemmti- legri sögur þar sem orðaforðinn var ríkur og sagan ýktist til muna í hvert skipti sem hún var sögð. Maður veltist oft um af hlátri þar sem hún bað oft guð almáttugan og Jesú að hjálpa sér við flutninginn og stutt var í gæsahúðina sem bar vott um al- varleika sögunnar í hvert sinn. Burtséð frá því að hafa svo til sinn eigin orðaforða á köflum og segja „gurra mín“ við okkur sem þýddi guð minn góður og hjá henni fór maður á toilettið. Í hvert skipti sem við vorum á leið til útlanda vildi amma hitta okk- ur áður til að óska okkur góðrar ferðar. Þá vorum við kysst og kjössuð og guð beðinn að fylgja okkur. Svo fór hún í bókaskáp- inn og dró fram nýpressaða doll- ara. Það er ekki hægt að minn- ast Hönnu ömmu án þess að tala um allar fallegu peysurnar og hosurnar sem voru svo vel prjónaðar og haganlega gerðar eins og allt sem hún tók sér fyr- ir hendur. Amma var vel lesin og klár í alla staði og hafði gaman af alls kyns fróðleik, fór oft í leikhús og kenndi okkur að hlusta á klass- íska tónlist. Hún leysti kross- gátur af miklum móð og þar var myndagátan í helgarblaði Morg- unblaðsins efst á baugi. Hún vann svo oft til verðlauna, að yf- ir því var kvartað að sama kon- an skyldi alltaf fá verðlaunin. Hún var ákaflega stolt af for- eldrum sínum og minntist þess oft að faðir hennar, Jón Krist- ófersson, hefði mörgum sinnum unnið spurningakeppnina í út- varpinu og átti til margar upp- tökur af honum í útvarpssal sem hún hlustaði reglulega á. Amma er nú svifin á vit reykelsisins þar sem hún fer til móts við nýja drauma og þrár. Takk fyrir allar sögurnar, bakkelsið, peysurnar og tyggjóplöturnar. Hvíl í friði elsku amma. Þín barnabörn, Björn, Hanna Margrét og Unnur Dóra Einarsbörn. Hanna Guðrún Jónsdóttir Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.