Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Það er eins og það komi einhver deyfð yfir atvinnulífið í apr- ílmánuði ár hvert. Oft lenda páskar í þessum mánuði, síðan sumardagurinn fyrsti og 1. maí rétt á eftir. Ég man apríl- mánuð þar sem að- eins 14 vinnudagar voru í mánuðinum, innan við helmingur mánaðarins. Margir eru hikandi við að byrja á nýjum verkefnum fyrir páska og fresta þeim fram yfir þá. Svipað má segja um des- embermánuð. Margir fleiri frídag- ar koma í öðrum mánuðum t.d. annar í hvítasunnu, 17. júní, 1. maí eins og áður var getið, versl- unarmannahelgin o.fl. Alls eru þessir frídagar 14, en sumir lenda á helgum, svo að með- altalið er um 11 dagar. Þessum lögbundnu frídögum er ákaflega illa raðað niður, bæði fyr- ir launþega og vinnuveitendur, enda ekki ákveðnir af þeim né fyr- ir þá. Menn taki eftir að það eru engir lögbundnir frídagar um há- bjargræðistíma landbúnaðarins, nema frídagur verslunarmanna, sem byrjaði 1891. Sumir þessara frídaga lenda inni í vinnuvikunni, stytta hana og skera í sundur. Sú starfsemi fer vaxandi, sem ekki er hægt að loka á þessum dögum. Má þar nefna sjúkrahús, heilsugæslu, löggæslu, örygg- isgæslu, sjónvarp, ferðaþjónustu, samgöngur, skemmtanir, veitinga- og gistihús, flug, siglingar, fisk- veiðar, verslun í æ ríkari mæli o.fl. o.fl. Það er ekki lengur í samræmi við lýðræðislega þróun samtímans að skipa mönnum að ofan, hvenær þeir taka sér frí, heldur fer það eftir þörfum hvers og eins. Ég legg til að þess- ir lögskipuðu frídagar verði afnumdir en þessum 11 frídögum bætt við orlofið. Síðan er það hlut- verk launþega og vinnuveitenda að semja um hvenær þessir frídagar verða teknir út. Þá geta menn bætt þessum fríum við helgar sem þeim hentar en eru ekki skyldir til að taka 3ja daga helgar í apríl eða maí t.d. Atvinnulífið verður fyrir minni truflunum og verður afkastameira. Nú eru fjárfestingar, vélar, sjálf- virkni og kerfi ýmiskonar, æ rík- ari þáttur í verðmætasköpuninni. Óþarfi er að gefa kapítalinu frí á meðan mannfólkið hvílir sig. Þeir sem vilja halda sumardag- inn fyrsta, 1. maí, eða 17. júní há- tíðlegan taka sér einfaldlega frí þann dag. Það er enginn að tala um að leggja þessar hátíðir niður. Það er hins vegar alveg óþarfi að senda alla þjóðina heim og drepa á vélinni á meðan, enda orðið erf- iðara af tæknilegum ástæðum eins og fyrr er talið. Einnig mætti færa þessar hátíðir á sunnudaga, þar sem frídagarnir eru komnir annað. Ég er viss um að ef þessum há- tíðisdögum væri haldið uppi af þeim, sem virkilega hafa áhuga á því, yrðu þeir ennþá hátíðlegri. Skyldufrídagar Eftir Jóhann J. Ólafsson Jóhann J. Ólafsson »Ég legg til að þessir lögskipuðu frídagar verði afnumdir en þessum 11 frídögum bætt við orlofið. Höfundur er stórkaupmaður. Það urðu þáttaskil hjá okkur sumarið 2008, er við misstum báðar syni okkar. Þeir voru jafnaldrar, annar nýorðinn tvítugur og hinn að nálgast þann áfanga og bjuggu í sama hverfi. Annar lést af slysförum en hinn vegna veikinda. Hvert sem banamein þeirra var urðu áhrifin söm. Líf okkar breyttist mikið og margar brekkur að fara. Þeir sem verða fyrir áföllum og missi finna flestir einhverja leið til að lifa af og horfa fram á veginn. Sorgarvinna er þrotlaus vinna sem lýkur aldrei og tekur á sig ólíkar myndir, mismunandi eftir ein- staklingum og aðstæðum hverju sinni. Hjá okkur markaði það ákveð- inn áfanga í þessu ferli að kynnast starfi Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Við hófum þátttöku í stuðnings- hópi hjá Nýrri dögun. Þar kynnt- umst við fyrst þó að við hefðum áður vitað hvor af annarri og hist í kjöl- farið á andláti drengjanna okkar. Hópurinn okkar var leiddur af tveimur fagaðilum og var samsettur af fólki sem átti það sameiginlegt að hafa misst barn. Börnin létust vegna ýmiskonar veikinda eða slysa, þau voru líka frá því að vera nokkurra mánaða gömul til þess að teljast fullorðin, en öll voru þau börn for- eldra sinna. Það tekur mjög á að fara í svona hóp og tjá líðan sína, treysta öðrum fyrir tilfinningum sínum, segja upphátt sögu sína og hlusta á þrautagöngu annarra, sögu sem maður þekkir ekki en þekkir þó og skilur tilfinningarnar sem henni fylgja. Í hópnum ríkti trúnaður og traust og hver og einn deildi tilfinningum sínum og reynslu. Þó að það taki á að vinna í svona hópi var það ekki síður léttir og ákveðin lausn að upp- lifa að innan hópsins voru allar til- finningar viðurkenndar. Það var styrkjandi fyrir okkur að tala við skilningsríkt fólk sem hafði lent í ámóta áföllum og við. Að finna þær skrýtnu tilfinningar og hugsanir sem bærast innra með sér og upp- lifa þær ekki bara sem sínar og sennilega ekkert svo skrýtnar og sjá að það eru aðstæður okkar sem eru svo skrýtnar og rangar. Úr varð því einskonar jafningjastuðningur, þar sem allir veittu og þáðu. Það skipti ekki minnstu máli að þeir sem leiddu hópinn eru fagmenn fram í fingurgóma og mjög færir í sinni vinnu. Markmið Nýrrar dögunar er að styðja syrgjendur sem og alla þá sem vinna að velferð syrgjenda. Samtökin eru öllum opin og lýtur starfsemi þeirra fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjón- ustu og fræðslu. Samtökin hafa á að skipa reyndu fólki sem hefur mikla reynslu af vinnu við sálgæslu, fræðslu og ráðgjöf. Makamissir, barnsmissir og sjálfsvíg eru nokkur dæmi af þeim sorgarvöldum sem Ný dögun hefur unnið með. Samtökin bjóða upp á reglulegar sam- verustundir, fyrirlestra og stuðn- ingshópa árið um kring. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, hafa nú starfað í aldarfjórðung, en þann 8. desember n.k. eru liðin 25 ár frá stofnun sam- takanna. Áformað er að halda upp á daginn með táknrænni göngu til móts við nýja dögun og afmælisdag- skrá í Háteigskirkju. Nánar má sjá um dagskrá afmælisins á heimasíðu samtakanna,www.sorg.is, og þar er einnig hægt að kynna sér starfsemi Nýrrar dögunar, þar á meðal dag- skrá vetrarins og um stuðnings- hópa. Ný dögun Eftir Steinunni Sigurþórsdóttur og Droplaugu Guðnadóttur »Hjá okkur markaði það ákveðinn áfanga í sorgarvinnunni að kynnast starfi Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Steinunn Sigurþórsdóttir Steinunn er kennari. Droplaug er forstöðumaður. Droplaug Guðnadóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir er glæsilegur sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni – sem jafnan leiðir til ráðherrastóls í fyllingu tímans – og fróðlegt verð- ur að sjá hvaða málaflokk hún tek- ur að sér, eftir að ráðuneytum verður raðað upp á nýtt – í kjölfar hamfara „fjölmálaráðherrans“, skákandi í skjóli forsætisráð- herranefnunnar, frænku minnar. Illugi náði svo öðru sætinu, þrátt fyrir setu sína í vafasömum sjóði fallins banka, enda dró hann sig í hlé og endurmat stöðu sína, vann heimavinnuna og kom svo til baka, sterkari en fyrr. Ólíkt Pétri H. Blöndal sem ekkert hefur gert ann- að en styrkja stöðu sína með skyn- samlegum málflutningi frá upphafi þingferilsins og tæpitungulausri leiðsögn í þágu almennings – sem kannski hefur komist skýrast í ljós, þegar hann mætir í hreinskilnisleg viðtöl á Útvarpi Sögu. Ég studdi auðvitað Gulla vin minn í annað sætið, einn mesta ágætismann sem ég hef hitt á lífs- leiðinni, bráðgáfaðan. Vinsæll og myndarlegur ofan í kaupið. Ekki furða að hann sé öfundaður og því er ekki skrítið að hann komist inn á topp-tíu listann yfir mest rægðu menn þjóðarinnar. Án þess þó vita- skuld að hagga á listanum sameig- inlegum vini okkar sem hélt upp á fimmtugsafmælið sitt í Perlunni, sællar minningar. Svo er það hinn sigurvegarinn, Brynjar Níelsson lögmaður, leigu- bílstjórasonur sem „lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum“ – stað- fastur og æsingalaus afbragðs- maður sem senn mun líklega fyr- irfinnast í framvarðarsveit flokksins. Auðvitað er ekki pláss fyrir alla þar (þess vegna er Fram- sóknarflokkurinn til líka) og Birgir Ármannsson neyðist til að horfast í augu við það líkt og Óli Björn – sem báðir eru þó mjög fram- bærilegir menn og vaxandi. Líkt og segja má almennt um sjálfstæð- isfólk. PÁLL PÁLMAR DANÍ- ELSSON, leigubílstjóri. Gátu úrslit mikilvæg- asta prófkjörsins orðið eitthvað betri? Frá Páli Pálmari Daníelssyni Bréf til blaðsins Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum! Smelltu Boen á gólfið þitt Norskt viðarparket með 5g smellukerfi sem gerir lögnina einfalda og fljótlega. Á R N A S Y N IR util if. is CASALL MAGAHJÓL 3.790 kr. MIKIÐ ÚRVAL SPORTAUKAHLUTA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.