Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Deiliskipulag Landspítalans var samþykkt á aukafundi skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni og segja að ekkert tillit hafi verið tekið til rúmlega 800 at- hugasemda borgarbúa. Fulltrúi meirihlutans segir aftur á móti að það hafi verið gert á ýmsan hátt. „Fá mál hafa átt sér jafn langan aðdraganda eða jafn langan kynn- ingarferil eins og þessi fram- kvæmd,“ sagði Hjálmar Sveinsson, fulltrúi meirihlutans í skipulagsráði, í samtali við mbl.is í gær. Að sögn Hjálmars var farið vandlega yfir at- hugasemdir um umferðarmál sem bárust í kynningarferlinu og gerðar ýmsar úttektir þar að lútandi. Hann segir að búið sé að þrengja verulega að því byggingasvæðinu og hann heilmiklar breytingar hafi verið gerðar í takt við efni athugasemd- anna. Þessu hafnar Júlíus Vífill Ingvars- son, sem sæti á í skipulagsráði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Þær breytingar sem voru gerðar á skipu- laginu eiga ekki við um auglýst deili- skipulag, heldur allt annað ferli,“ sagði Júlíus Vífill í samtali við mbl.is. „Mér finnst það vera mjög merkilegt að svona umdeilt skipulag, sem fær á níunda hundrað athugasemdir, skuli hafa verið afgreitt úr skipulagsráði án þess að tekið hafi verið tillit til svo mikið sem einnar einustu athuga- semdar.“ Segja fjármögnun óljósa Í bókun sjálfstæðismanna um af- greiðsluna er bent á að ekki liggi fyr- ir samkomulag við lífeyrissjóði um fjármögnun verkefnisins. Fjármögn- unina þurfi að hugsa upp á nýtt sem opinbera framkvæmd. „Skipulags- ráð ætti því að nýta tímann til þess að skoða þetta mál betur í stað þess að boða til aukafundar í skipulags- ráði og í borgarstjórn til þess að klára málið á miklu meiri hraða en talist getur eðlilegt,“ segir í bókun- inni. „Lífeyrissjóðirnir og aðrir sem ætluðu að koma að þessu hafa ekki verið í sambandi við framkvæmdaað- ilann undanfarin tvö ár. Mér finnst alveg sérstaklega skrýtið að verið sé að reka á eftir Reykjavíkurborg með þeim hætti sem gert hefur verið, ef fjármagnið liggur ekki fyrir,“ segir Júlíus Vífill. Hjálmar segir fjármögnun vera verkefni stjórnvalda. „Við erum ekki að byggja spítalann, við erum ein- göngu að afgreiða deiliskipulag,“ segir hann. Kosningakeimur af málinu Nágrannasveitarfélög Reykjavík- ur þurfa að samþykkja svæðisskipu- lagið, en ekki hefur náðst samstaða um það. Skipulaginu var hafnað í Kjósarhreppi og ekki hefur verið tekið afstaða til þess á Seltjarnar- nesi. Hjálmar telur að það muni ekki stöðva skipulagsráð í því að sam- þykkja tillögurnar. Júlíus Vífill segir vinnubrögðin bera keim af kosningavetri. „að er ekki hægt að horfa fram hjá því að það eru kosningar framundan. Það er einhvern veginn sá bragur á þessu að það eigi að koma þessu í gegn fyr- ir kosningar.“ annalilja@mbl.is Enn er deilt um deiliskipulag spítala  Meirihlutinn segir fá mál hafa fengið jafn langan kynning- arferil  Minnihluti segir málið bera keim af kosningavetri Landspítalinn Nýtt deiliskipulag Landspítalans var samþykkt í gær. Betra kaffi! Kaffivél með hitabrúsa Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra af kaffi. Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Fastus til framtíðar Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fallega jólaskeiðin frá Ernu Jólaskeiðin 2012 er hönnuð af Sóleyju Þórisdóttur. Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri. Verð: 18.500.- stgr. Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Pallíettur um jólin Verð 7.900 kr. Fleiri litir Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Laugavegi 63 • S: 551 4422 laxdal.is Vertu vinur á LOÐSKINNSHÚFUR – SKINNKRAGAR KASMÍRTREFLAR SPARIBOLIR PEYSUÚRVAL BLÚSSUÚRVAL JÓLAGJAFIR KONUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.