Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Ég fer í bakarí og kaupi köku til að mæta með í vinnuna,“ seg-ir Katrín Lilja Sigurðardóttir sem er þrítug í dag. Katrín ogeiginmaður hennar ætla að slá upp sameiginlegri þrítugs- afmælisveislu um helgina og bjóða vinum og vandamönnum. Katrín hefur í mörg horn að líta en hún starfar hjá Raunvísindastofnun Há- skóla Íslands, er í meistaranámi í efnafræði, sinnir stundakennslu og hleypur fjórum sinnum í viku með hlaupahópnum Bíddu aðeins. Þar að auki heldur hún utan um sprengjugengið svokallaða sem stendur fyrir stórum sýningum innan Háskóla Íslands tvisvar á ári auk þess að ferðast með Háskólalestinni um landið og fræða unga fólkið um efnafræði. Katrín segir sprengjugengið góða leið til að kynna yngri kynslóðinni efnafræði. „Við erum stjörnur efnafræð- innar. Þetta er langbesta leiðin til að ná til krakkanna og sýna þeim hvað vísindin geta verið skemmtileg,“ segir Katrín sem hikar ekki við að hlaupa 10-15 km fjórum sinnum í viku milli þess að sinna fjöl- skyldu og vinnu. Hún fagnar því að geta nú loksins tekið þátt í jóla- undirbúningnum án þess að þurfa að láta prófalestur trufla sig. „Þetta er nýtt fyrir mig, ég er t.d. búin að baka smákökur sem er eitthvað sem hefur ekki gerst oft. Við fjölskyldan ætlum að njóta þess að vera saman í aðdraganda jólanna,“ segir Katrín en hún og eiginmaður hennar eiga þrjú börn. heimirs@mbl.is Katrín Lilja Sigurðardóttir er þrítug í dag Vinátta Katrín Lilja, þriðja frá hægri, ásamt góðum hópi vinkvenna. Allar verða þær þrítugar á árinu, þar af fjórar nú í desember. Nýtur þess að vera laus við próflestur Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Sigurður Stein- arsson er með opið hús, kaffi og með því, í dag, 4. desem- ber, á heimili sínu frá kl. 18. Árnað heilla 40 ára Hveragerði Hrafnhildur Emelía fædd- ist 27. febrúar kl. 17.30. Hún vó 3.625 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigrún Helga Högnadóttir og Bragi Árdal Björnsson. Nýir borgarar Grindavík Aþena Ósk fæddist 17. maí kl. 2.15. Hún vó 3.905 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristín Ósk Högnadóttir og Aron Daníel Arn- arson. Þ orvarður Kjerulf fædd- ist í Reykjavík 4.12. 1982, átti heima að Brúarási á Héraði frá þriggja ára til fimm ára aldurs en ólst síðan upp í Fellsmúla í Landsveit við fjárbú- skap og hestamennsku. Þorvarður var í Laugalands- skóla, stundaði nám við MR í eitt ár en lauk stúdentsprófum frá MH 2003. Hann stundaði nám í fé- lagsfræði við HÍ og lauk BA-prófi í þeirri grein 2008 og lauk MA-prófi í alþjóðasamskiptum við HÍ 2011. Á menntaskólaárunum starfaði Þorvarður hjá Bónusvídeói, starf- aði við Kópavogshælið á háskóla- árunum og í þjónustuveri Skelj- ungs. Að loknum háskólaprófum vann hann við utanríkisráðuneytið í eitt ár en hefur starfað við Evrópuvef- inn frá ársbyrjun 2012. Vill upplýsta ESB-umræðu En hvað er Evrópuvefurinn? „Evrópuvefurinn er upplýsinga- veita um Evrópusambandið og Evrópumál, settur á stofn og kost- aður af Alþingi en starfræktur af Háskóla Íslands. Hann er í raun systurvefur Vísindavefs HÍ. Vefnum er ætlað að veita al- Þorvarður K. Sigurjónsson, verkefnastjóri á Evrópuvef - 30 ára Á sviði Hljómsveitin Camp Keighley, talið frá vinstri: Hilmar Örn Egilsson, Fannar Ásgrímsson, afmælisbarnið. Jónas Vilhjálmsson, Ólöf Katrín Þórarinsdóttir og Magnús Gylfi Hilmarsson. Svarar spurningum almennings um ESB Fjölskyldan Þorvarður, ásamt Kristínu Lenu og syninum, Óttari Kjerulf. Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is sk idaskal i . i s Skíðaskálans í Hveradölum Hafið samband og við gefum verðtilboð í hópinn þinn. Pantið tímanlega í síma 567 2020 eða sendið á okkur tölvupóst á skidaskali@skidaskali.is Ekki missa af okkar landsfræga og margrómaða jólahlaðborði Skíðaskálinn í Hveradölum er í 15 mín. fjarðl ægð frá Rauðava tni Salir Skíðaskálans eru: Stóri salur (100-200 manns) Litli salur (60-90 manns) Risið (60-90 manns)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.