Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 6
 MÁLFRÍÐUR skyldi birta verkefnin. Niðurstaðan varð sú, að safna þeim saman á geisladisk. Ekki var talið gerlegt að birta þau á opnu svæði t.d. vefsíðu, þar sem þá hefði komið til höfundaréttur og þurft að greiða fyrir notkun efnis. Skólar og nemendur eru líka misvel útbúnir tækjum og ýmsir aðrir tæknilegir örðugleikar geta komið upp á. En hvernig lítur svo „pródúktið” út? Verkefnið með öllum fyrirmælum og lausnarblað (þar sem það á við) eru plöstuð og því endurnýt­ anleg. Þessi blöð geta verið hin líflegustu með litmyndum og fleiru í þeim dúr. Verkefnablöðin eru ljósrituð, yfirleitt í svart/hvítu. (Bent var á að oft þurfa kennarar að kosta ljósritun eða hafa kvóta sem þeir mega ekki fara yfir og geta oft ekki ljósrit­ að í lit). Það eina sem nemandi heldur eftir er ljósrit af verkefnablaðinu með eigin lausnum. Það reynir á sjálfsaga nemandans að sækja ekki lausnablaðið fyrr en eftir að hann hefur unnið verkefnið eftir bestu getu. Verkefnin eru yfirleitt stutt, því hafa verður í huga að þau eru ætlað til vinnu í kennslustund, sem viðbót við annað efni. Þannig getur nemandi sem er búinn með það sem er á dagskránni þann dag­ inn, náð sér í verkefni og unnið það sem eftir er af tímanum. Eða þá að gert er ráð fyrir tíma fyrir slíka vinnu í stundaskránni t.d. einu sinni í viku. Í maí var vinnufundur í Brüssel sem ég fór á til að kynnast hópnum og byrja samstarfið af okkar hálfu. Tilgangur fundarins var að fara yfir verk­ efnin, samræma útlit og uppsetningu, ræða hvernig tekist hefur til fram að þessu og skipta með okkur verkefnum fram að næsta vinnufundi sem verður á Ítalíu í nóvemberlok. Ásamt því að taka þátt í samræmingarferlinu, vann ég aðallega með kenn­ urum frá Frakklandi, Portúgal og Ítalíu að úttekt á vinnublöðum þeirra. Þessi verkefni bera það með sér að við erum að stíga fyrstu skrefin og margt að athuga eins og að auka fjölbreytni í æfingum. Mismunandi þyngdarstig er á verkefnum eins og verða vill þegar margir vinna saman en það er af því góða. Nemendur geta þá byrjað á einhverju einföldu sem þeir ráða auðveldlega við og síðan smáþyngist róðurinn. Við erum ekki alveg sammála um að öll verkefnin nái B1. En allt stendur þetta til bóta eftir því sem verkefnum fjölgar og við erum ekki lengur að glíma við tækni­ og útlitslegar spurn­ ingar. Frá Frakklandi og Ítalíu komu nemendur með til Brüssel sem prófuðu verkefnin ásamt belgískum nemendum. Eftir hvert verkefni fylltu þau út mats­ blöð með spurningum eins og hvernig þeim gekk að skilja fyrirmæli og leiðbeiningar og hvað hefði vant­ að eða mátt vera öðruvísi. Gaman var að sjá hversu alvarlega nemendurnir tóku hlutverk sitt og unnu af mikilli samviskusemi. Þeir voru líka ófeimnir við að koma strax með munnlegar ábendingar ef þeim fannst eitthvað athugavert eða lentu í vandræðum með fyrirmæli. Í lokin skiptum við með okkur verkum. Ákveðið var að vinna að verkefnum í A1, A2 og B2 í ensku. Verkefni skv. B2 kom í hlut íslenska og franska skólans. Frakkarnir stungu uppá að taka fyrir inn­ og útflytjendur, að lifa og starfa í útlöndum. Við erum að hefjast handa og velja efni. Fram að næsta vinnufundi í lok nóvember munum við skiptast á verkefnum þannig að búið sé að sníða af helstu vankanta og hægt að koma þeim á geisladisk. Það fer alltaf töluverð vinna í að fara yfir verkefni og að fyrirmælin séu nógu skír til að nemendur frá mis­ munandi löndum eigi ekki í vandræðum með þau. Þýsk og frönsk verkefni á neðri stigum, t.d. A1 og A2 eru í undirbúningi af okkar hálfu og við munum byrja á efni sem tengist landi og þjóð. Von mín með þáttöku í þessu verkefni var að ná til fulltrúa sem flestra erlendra tungumála sem kennd eru við Borgarholtsskóla og að við fengj­ um tækifæri til samvinnu og tjáskipta við félaga í öðrum löndum. Vonandi eykur þetta líka enn frekar samskipti og samvinnu okkar í milli. Í augnablik­ inu erum við fjögur í hópnum, þ.e. einn enskukenn­ ari, tveir þýskukennarar og einn frönskukennari. Þar sem enginn skólanna í samstarfinu býður upp á dönsku fann það tungumál engan hljómgrunn hjá hinum skólunum. Spænska er ekki í boði hjá okkur svo hún bíður. Í gegnum svona verkefni opnast nýr vettvangur fyrir okkur til að ræða og skiptast á hugmyndum, við kynnumst tungumálakennslu í öðrum löndum á vettvangi og myndum tengsl sem nýtast okkur t.d. með stuttum heimsóknum kennara þar sem þeir geta tekið þátt í kennslustundum og þar með opnast enn fleiri möguleikar.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.