Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 4

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 4
 MÁLFRÍÐUR Alþjóðaskrifstofa stúdentastigsins býður með vissu millibili uppá tenglafundi í þeim tilgangi að efla samstarf meðal tungumálakennara í Evrópu, ýmist á sviði nemendaheimsókna eða skólaverkefna. Þar gefst kennurum sem hafa áhuga á slíku samstarfi kostur á að hitta kollega frá öðrum löndum og finna skoðanabræður og –systur. Ein slík var hald­ in hér á landi síðastliðið vor. Þar sagði ég stuttlega frá tilraunaverkefni á vegum menntamálaráðuneyt­ isins um evr. tungumálamöppuna. Út frá þessu spunnust umræður m.a. um ábyrgð og sjálfstæði nemenda. Þarna kynntist ég mikilli kjarnakonu Suzy Verkammen sem kennir ensku og hollensku í Brüssel í Belgíu. Hún kynnti fyrir mér skólasamstarfsverkefni á vegum Comeniusar “Take your portfolio and help yourself to European languages“ sem var á fyrsta ári og sagði að þau vildu endilega fá íslenskan skóla í samstarfið. Þátttakendur koma frá framhaldsskól­ um í Szczytno í Póllandi (sem stjórnar verkefninu), Brüssel í Belgíu, Taranto á Ítalíu, Arouca í Portúgal og Marseille í Frakklandi. Umsókn Borgarholtsskóla var samþykkt sl. vor. Nokkrir skólar í þessum hóp hafa unnið saman að öðrum verkefnum innan Comeniusar. Þar þróaðist hugmyndin að núverandi verkefni út frá starfi Suzy í sínum skóla. En út á hvað gengur þetta verkefni? Það tengist hugmyndinni um að auka sem mest ábyrgð nem­ enda á eigin námi, þó ekki þannig að þeim sé hent út í djúpu laugina heldur taki þeir þetta í hæfileg­ um skrefum. Nemendur eru oft ótrúlega raunsæir á eigin stöðu og á hvaða sviði þeir þurfi helst að styrkja sig. Sigurborg Jónsdóttir er þýskukennari við Borgar­ holtsskóla og formaður STÍL. Sigurborg Jónsdóttir Sigurborg Jónsdóttir Skólasamstarf innan Comeniusar Ad together A4 12/3/07 11:20 Page 1 Kveikjan að samstarfsverkefninu eru svokölluð “Self study sheets” (sjálfsnámsblöð) sem Suzy hefur um árabil notað, þar sem hver nemandi getur unnið nokkuð sjálfstætt og markvisst að náminu út frá eigin styrk­ og veikleikum. Hún reynir að notast sem mest við rauntexta eins og þeir birtast t.d. á netinu, í tímaritum o.s.frv. Verkefnin eru merkt með stjörnum sem segja til um þyngd/erfiðleika verk­ efnis. Þannig getur nemandi sem á erfitt með skilja tal/söng unnið markvisst að eigin þjálfun með æ erfiðari verkefnum. Til að hann vanræki ekki önnur færnisvið, velja nemandi og kennari í sameiningu hversu mörg verkefni og á hvaða þyngdarstigi skuli bæta við. Hún hefur góða reynslu af slíkum verkefn­ um og telur þau auka bæði sjálfstraust og sjálfstæði nemenda sinna. Í stað þess að bæta við verkefnum sem allir vinna á sama tíma, þá eru verkefnin til staðar í skólastof­ unni. Nemendur venjast því að sækja sér sjálfir verk­ efni. Þeir hafa skráningarblað til að halda utan um vinnu sína og eins verkefnablað ef niðurstöður eru skriflegar. Sé um munnlegar niðurstöður að ræða hlustar kennarinn á niðurstöður, spyr spurninga eða gerir munnlegar athugsemdir, annars fylgir flest­ um verkefnum lausnarblað. Það er svo kennara að ákveða hvernig hann vill halda utan um verkefnin. Í byrjun þarf jú að ala suma nemendur upp í slíkum vinnubrögðum á meðan aðrir eiga ekki í neinum vandræðum. Í nóvember 2005 hittist hópurinn í Póllandi á fyrsta vinnufundinum. Þar sem ætlunin er að útbúa verkefnin í samræmi við viðmiðunarramma Evrópuráðsins, fór töluverð vinna í að samræma skilning þátttakanda á honum. Menn sættust á hvað fælist í þeim viðmiðum sem t.d. A1 felur í sér og settu fram skýra áætlun um hvernig vinna skyldi að fyrstu verkefnunum, út frá hvaða þema og nán­ ari útfærslu / uppsetningu á blöðunum sjálfum. Ákveðið var að byrja á ensku og frönsku en bæta fleiri málum við, þegar komið væri gott rennsli á vinnuna. Hópnum fannst kynning á landi og menn­ ingu þátttökuþjóða tilvalið sem fyrsta þema.. Hver hópur skyldi vinna minnst eitt verkefni í öllum færniþáttum sem næði B1 fram að næsta fundi. Einnig veltu menn fyrir sér, hvernig og hvar

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.