Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 21
MÁLFRÍÐUR 1 sex evrópska skóla sem vinna að sameiginlegu efni um menningartengd ferðamál og fjölbreytt norrænt skólasamstarf. Skólinn státar af mikilli reynslu í samskiptum og tíðum ferðum kennara og nemenda til Frakklands, Þýskalands, Belgíu, Danmerkur og fleiri landa. Fyrsti hópur nemenda á ferðamála­ kjörsviði náði að fara til útlanda á öllum þremur önnunum og fékk fjölda erlendra gesta til sín. Allt bendir til að hið sama verði uppi á teningunum með næstu hópa. Ferðir þessar eru að miklu leyti fjármagnaðar með Comenius styrkjum en gestafyrir­ lesarar og ferðir innanlands hafa verið greiddar af þróunarstyrknum. Reynslunni ríkari Þróun áfanganna hefur ekki verið eintómur dans á rósum. Mörgum gæti þótt gagnlegt að heyra um þær hindranir sem við höfum þurft að yfirstíga. Oft hefur verið talið upp að tíu og andað djúpt! Hvað viðkemur samstarfi kennara þá má nefna sem dæmi að vinnulagið er nýtt fyrir kennurum eins og nemendum og gleymist stundum að ákvarðanir er ekki hægt að taka einn. Kennarar fá spurningar frá nemendum sem þeir geta ekki svarað og eru ekki sérfræðingar í. Þeir lenda líka í því að vera ekki allt­ af sammála, eitthvað sem nemendum finnst skrýtið að verða vitni að. Sumir eru of afmarkaðir við sína grein og það getur tekið á að aðlaga sérþekkinguna nýjum markmiðum. Fyrirmæli hafa verið gefin seint og eru stundum óskýr – í fyrsta rennsli áfanganna vorum við mikið í að sjá til hvernig verkefni gengu áður en við ákváðum framhaldið. Þegar við fengum næsta hóp gátum við látið nemendur koma töluvert meiru í verk. Kennarar eru ekki alltaf tiltækir þegar á þarf að halda því þeir eru að kenna öðrum bekkj­ um líka á FERdegi (námsgreinastjórinn er þó alltaf laus þennan dag). Þeir sjá ekki fyrir tæknivandamál og eiga stundum í basli við að leysa þau. Tæknin og netsambandið hefur stundum leikið okkur grátt. Nemendur þurfa tíma og þjálfun í að komast frá hugsuninni um afmarkaða kennslustund og stundaskrá. Þeir spyrja margir lengi vel um orða­ og textafjölda þegar þeir eiga sjálfir að meta hvenær verkefnið uppfyllir markmið. Þeir eru sumir nokk­ uð fastir í hugsuninni um að hespa verkefni af og hætta; virðast gleyma því að lengi getur gott batn­ að. Ferlivinnan getur tekið á þolinmæðina. Sumir láta einföld vandamál stöðva sig og snúa sér ekki að öðru, þetta er þjálfunaratriði þó ótrúlegt sé. Við lærðum að sveigjanleg verkefnaskil eru óraunhæf; að nemendur þurfa hlé frá hópavinnu og að ein­ staklingsverkefni auka metnað. Best er að nemendur ígrundi og skrifi vinnuskýrslu strax í lok vinnudags um hvað þeir hafi lært og komið í verk – annars gleyma þeir. Vinnuskýrslan gefur þeim færi á að líta yfir unnið dagsverk og meta það. Ennfremur breyta „alvöru“ kynningar öllu því þá leggja nemendur sig alla fram (sbr. kynningar í grunnskólum). Er þetta vinnunnar virði? Með ferðamálakjörsviðinu náðum við því megin­ markmiði okkar að efla málabraut svo um munaði. En ýmislegt fleira hefur áunnist. Samvinnan hefur verið gífurlega lærdómsrík, enda sá þekkingargrunn­ ur sem kennarar og nemendur vinna með mun fjöl­ breyttari og breiðari en í öðrum áföngum, ekki síst vegna tengslanna við atvinnulífið sem fást með gestafyrirlestrum og vettvangsferðum. Fjölbreytni í framsetningu náms, kennsluaðferða og námsmats mælist vel fyrir og smitar yfir í aðra áfanga viðkom­ andi kennara. FERið hefur nefnilega virkað á kenn­ arana sem hvati til sjálfskoðunar í kennslu, námi og mati. Ekki er síður verðmætt að samþættingin hefur aukið traust og samkennd í starfi því tilraunastarf­ semin og áhættan sem henni fylgir (vel er fylgst með hvernig okkur reiðir af) eflir þátttökugleði og ábyrgðarkennd og hefur oft á tíðum dregið fram það besta í nemendum og kennurum. Að lokum Nýjungar og breytingar eru jafntengdar missi og ávinningi. Alltaf má búast við neikvæðum og íhalds­ sömum viðbrögðum og eflaust geta svona áfangar virkað sem ógnun við skólastarfið. Kennari gæti þurft að spyrja sig grundvallarspurninga eins og hvort réttlætanlegt sé að kenna eins og hann hefur valið að gera í breyttum og síbreytilegum heimi? Eru nemendur hans að læra það sem þarf, er hann að undirbúa þá eins og best verður á kosið? Jafnvel: Á greinin mín yfirleitt rétt á sér (í núverandi mynd eða yfirleitt) í undirbúningsnámi fyrir háskóla og líf og störf í lýðræðisþjóðfélagi? Það er eðli greina að viðhalda sjálfum sér og svona spurningar eru óþægilegar. Oft verða samþættir áfangar svo flóknir eða dýrir að erfitt er að halda þeim gangandi til lengdar. Þegar þróunarstyrkurinn er búinn eða einhver aðalsprautan fer er hætt við að breytingarnar gangi til baka og fólk segi þá: „við vissum að þetta myndi ekki endast“. Því verða ráðuneyti, skólastjórn og umfram allt kennarar áfanganna að sýna þolgæði og skilning á mikilvægi verkefnisins. Í fræðunum er talað um að fullri samþættingu sé ekki náð fyrr en

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.