Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 19
MÁLFRÍÐUR 1 því sem hefur verið gert hingað til í kynningarmál­ um. Þegar lagt er í svona viðamikið verkefni er ljóst að ekki er fýsilegt að fara að finna upp hjólið. Því var töluvert gagn af því að lesa sér til um fyrirsjáan­ lega erfiðleika samþættingar og reyna að varast þá. Meginvandi í samþættingu greina hlýst oftast af tvennu: Tímaskorti kennara til að stilla saman strengi sína og því að einhver grein eða kennari skipi stærri sess í áfanganum en upp var lagt með. Hætta er á að samþættingin fari út í raðkennslu en ekki samkennslu. Þannig gætu kennarar kennt það sem þeir eru vanir eins og þeir eru vanir. Við höfum fundið nasaþefinn af þessu og flestu öðru sem varað er við í fræðunum, t.d. endurtekningum á leiðbein­ ingum til nemenda þegar verkefni falla undir sér­ svið margra kennara, vandræðagang með hver eigi að taka að sér hlutina þegar ekki er auðséð hver ætti að sjá um þá ­ og margt fleira. En við ræddum og ræðum þetta og vorum eins viðbúin og hægt er þegar lítið er vitað um hvað maður er að fara út í. Það vó þungt að leiðarljós áfanganna var alltaf skýrt – ferðamál – og því engin grein sjálfsögð í aðalhlut­ verk með hinar til uppfyllingar. Það er samt alveg á hreinu að við val á kennurunum í svona verk­ efni verður að leita eftir vissum eiginleikum: Þeir þurfa að vera tilbúnir til að læra, hlusta og skipta um skoðun. Svo er gott að bæta við yfirvegun, þolinmæði, úthaldi, áreiðanleika, sveigjanleika og hörðum skráp. Kannski er þó mikilvægast að hugsa nemendamiðað og vera tilbúinn að taka áhættu. Fjármögnun og leyfi Kjörsviðið varð til og gengur vel vegna afar jákvæðra viðbragða kennara og stjórnenda við hugmyndinni. Allir vildu bjarga málabrautinni og voru opnir fyrir öðruvísi tilhögun á námi. Fimm manna hópur vann á vordögum 2003 að því að móta hugmyndirnar í fyrstu áfangalýsingarnar – sem vissulega hafa þró­ ast verulega eftir að kennsla hófst. Sótt var um leyfi fyrir greininni til menntamálaráðuneytisins í nóv­ ember 2003 og síðan um styrk úr þróunarsjóði fram­ haldsskóla til áframhaldandi mótunar. Ráðuneytið hefur sýnt verkefninu áhuga og skilning og veitt verkefninu tvisvar styrk úr þróunarsjóði framhalds­ skóla. Nemendur 2. bekkjar voru strax spenntir og völdu þetta kjörsvið og hófst kennsla í FER103 vorið 2005. Það er gaman að geta sagt frá því að fjöldi nemenda á málabraut þrefaldaðist í kjölfarið. Það leikur enginn vafi á því að ferðamálakjörsviðið á stóran þátt í auknum vinsældum brautarinnar. Í dag eru tveir málabekkir í 2. bekk og tveir í 3. bekk. Áherslur í einstökum áföngum og skipting milli greina Hér eru nöfn áfanganna og þær námsgreinar sem að þeim koma: FER 103 Menning og UTN, ÍSL, ENS, DAN, SAG. ferðafræði Heimahagar Mest unnið með prentmiðla. FER 203 Náttúra og UTN, ÍSL, ENS, ÞÝS, NÁT ferðafræði – Ísland Mest unnið með stafræna miðla. FER 303 Ferðafræði UTN, FER, ÍSL, ENS, FRA og útlönd Blandaðir miðlar. Einstakir tímar og fyrirlestrar eru keyptir af kenn­ urum í sögu, dýrafræði, fjölmiðlafræði og af leið­ sögumönnum sem kenna við skólann sem og öðrum eftir því sem við á. Einnig fáum við utanaðkomandi gesti, t.d. ferðamálafulltrúa, fólk frá auglýsingastof­ um, dagblöðum og ferðaskrifstofum. Nemendur hafa sótt fyrirlestra í Háskólanum á Akureyri og farið í dagsferðir í Háskólann að Hólum þar sem þeim eru kynntar fjölbreyttar tegundir ferðamennsku. Pakkinn afhentur.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.