Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 14
1 MÁLFRÍÐUR Námsvitund (metacognition) Fyrir dyslexíunemendur er mjög mikilvægt að efla námsvitund (metacognition) sína til að gera sér grein fyrir hvernig þeir læra og hvað er vænlegt til árangurs. Með námsvitund er átt við aðferðir sem hjálpa nemendum í námi og hafa yfirfærslugildi í önnur fög (Peer, 2000). Aukin námsvitund vekur nemendur til umhugsunar um námsaðferðir og er liður í að nemendur taki ábyrgð á eigin námi. Sterkir nemendur hafa að jafnaði sterka námsvitund en til að efla námsvitund dyslexíunemenda þurfa þeir að meta eigin færni og vita hvernig þeir geta bætt sig. Til þess þurfa þeir bæði gagnlegt endurmat og hvatningu (Weeden, Winter og Broadfoot, 2002). Á sama hátt og kennarar benda nemendum á það sem betur má fara geta nemendur, og þá sérstaklega dys­ lexíunemendur komið með hugmyndir að úrbótum í kennslunni sem kemur þeim vel í námi. Hvernig á að meta færni dyslexíunemenda? Þegar kemur að því að meta færni dyslexíunem­ enda er kennurum vandi á höndum. Matið þarf að vera sanngjarnt fyrir alla, bæði úrvinnslan og fram­ kvæmdin. Eftirfarandi úrræði eru gjarnan í boði fyrir dyslexíunemendur í prófum: sérstofur, lengri tími, lituð prófblöð, stækkuð próf (A3) og prófin lesin inn á segulband. Ég hef oft velt þessum prófúrræðum fyrir mér. Hvað merkir lengri tími í prófi? Er það hlutfalls­ lega lengri tími eða bara hálftími í viðbót burtséð frá því hversu langur tími er til að leysa sama próf. Nemendur, sem fá alltaf verkefni á hvítum blöð­ um, nota kennslubækur með hvítum blaðsíðum en hvorki litglærur né lituð gleraugu, þurfa skyndilega að fá lituð prófblöð. Prófblöðin eru jafnvel orðin risastór og letrið einnig og frekar óhönduglegt að fást við. Ég velti því fyrir mér hvort próf með þéttu letri, litlu línubili, verði skýrara og betra við það að fara á stærra blað. Leturgerð verður líka skyndilega mikilvægari á prófum en aðra daga. Ég velti því líka fyrir mér hvort það sé næði fyrir próftaka í þéttsetn­ um sérstofum. Hvernig svo sem framkvæmdin er, hlýtur aðalatriðið að vera að gefa öllum nemendum kost á því að leysa próf sín við bestu mögulegar aðstæður. Þrátt fyrir ýmis úrræði fyrir dyslexíunemendur í prófum held ég að mikilvægast sé að prófið sé gott. Vont próf verður ekki betra af því að nemandinn er í sérstofu eða af því það er ljósritað á gult blað? Vandvirkni við prófagerðina er afar mikilvæg, próf þurfa að vera skýrt fram sett, fyrirmæli öllum aug­ ljós og útlit prófsins gott. Innihald prófsins þarf einnig að vera í samræmi við áherslur og í tungumál­ um sakar ekki að innihaldið sé bæði áhugavert og skemmtilegt. Eins mega kennarar huga að því að innihald prófsins sé smekklegt og við hæfi. Fyrir dyslexíunemendur í prófi hlýtur að vera heldur óskemmtilegt að þurfa að glíma við texta, s.s. „The Mystery of Reading Disorders“ eins og nemendur í samræmdu prófi í 10. bekk árið 2004 þurftu að gera. Dæmigerð próf í tungumálum eru ekki alltaf góð fyrir dyslexíunemendur og jafnvel ekki í takt við tímann (Auður Torfadóttir, 2002). Prófin verða gildrur frekar en mats­ og mælitæki til að meta fjölbreytta færni og hagkvæmnissjónarmið verða stundum ráðandi í prófunum sem henta kennurum betur en nemendum. Próf þurfa að gefa dyslexíu­ nemendum tækifæri til að sýna þekkingu og skiln­ ing, bjóða upp á fjölbreytni og sveigjanleika og ekki síst þurfa þau að gefa nemendum tækifæri til að nýta styrkleika sína. Það má t.d. prófa munnlega, eða láta nemendur fá heimapróf í sumum tilvikum. Nemendur sem eiga erfitt með að skrifa geta skrif­ að á tölvu eða fengið ritara og fleiri möguleika er hægt að nota án þess að minnka kröfur. Mikilvægt er að dyslexíunemendur meti eigin færni og hægt er að prófa nemendur út frá „can do“ listum sem vinnulag evrópsku tungumálamöppunnar býður upp á. Þegar nemendur fara í próf er mikilvægt að þeir þekki leikreglur, viti hvað á að gera og hvernig þeir verða metnir. Stundum snýst próf upp í andhverfu sína og prófar allt annað en tilgangurinn var. Hlustunarpróf verða að lestrarprófum, því nemendur þurfa oft­ ast að lesa valmöguleika í fjölvalsspurningum og leysa hlustunina skriflega. Fyrir dyslexíunemendur er þetta erfitt, þeir skilja það sem sagt er en þurfa að sýna skilninginn með því að lesa og skrifa! Stundum eru nemendur í munnlegum tungumála­ prófum látnir lesa og framburður metinn út frá því – en lestur er ekki mælikvarði á framburð. Það er t.d. verulegur munur á hvernig Íslendingur með lestrarerfiðleika les og talar. Varla metum við fram­ burð hans út frá lestrinum. Að lokum Markviss stuðningur ræðst talsvert af því hvaða stefnu skólar hafa í málefnum dyslexíunemenda. Margt fleira en það sem hér er nefnt getur komið til móts við dyslexíunemendur, s.s. sérstakir náms­ hópar, stoðkennsla o.fl. Kennarar geta lagt sitt af mörkum til að koma til móts við þarfir nemenda með dyslexíu án þess að umbylta allri kennslunni. Til þess verðum við að byrja á okkur sjálfum og skoða hvernig við getum

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.