Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 20
0 MÁLFRÍÐUR „Öðruvísi“ nám Við ákváðum strax að nýta okkur þá kunnáttu sem við höfðum viðað að okkur sem þróunarskóli í upp­ lýsingatækni. Nemendur skrifa vikulegar vefskýrslur um verkefni sín, þeir vefa, setja upp PowerPoint fyrirlestra, hanna bæklinga, taka ljósmyndir og gera myndbönd. Kennsluumhverfið Angel er svo notað til að halda utan um alla vinnu kennara og nemenda. Nemendur mæta kl. 8.15 og vinna samfellt að verkefnum sínum a.m.k. til 15:30 einn dag vikunn­ ar. Reynt er að líkja eftir hefðbundnum vinnustað, án stundaskrár, án afmarkaðra kennslustunda. FER hefur aðsetur í einni kennslustofu miðsvæðis við Kvosina, sem er í hjarta skólans, og er starfið því mjög sýnilegt. Þó gefur auga leið að nemendur vinna einnig í fleiri stofum, í tölvustofu, á bókasafni og jafnvel í sjálfri Kvosinni. Verkefni eru lögð fyrir og nemendur skipta með sér verkum en vinna oftast að sameiginlegu lokamarkmiði. Þegar verkþætti lýkur bíður nemandans annað verk og eru nemendur því ekki alltaf að vinna sömu vinnu. Hluti vinnunnar fer fram utan skólans. Námsmat verður náttúrlega að endurspegla nám og kennsluhætti. Ef við göngum út frá því að FERið sé flókið og samþætt nám, skapandi nám sem líkir eftir raunveruleikanum, þá er augljóst að matið fer ekki fram með krossaspurningum á lokaprófi. Markmiðin geta verið hefðbundin, s.s. aukin færni í ritun, munnlegri frönsku eða tölvulæsi, en þar sem námsleiðirnar eru margræðari og sjónarhorn fjöl­ breyttari eru til betri leiðir til að mæla árangur sem tengist gagnrýnni og skapandi hugsun. Jafnframt þarf að vera mögulegt að meta nám sem kemur svona „óvart“ án þess að hafa verið sett niður fyrir­ fram á markmiðalistann. Við höfum notað fjölbreyttar matsaðferðir við að meta frammistöðu og framfarir nemenda en ekki síður til að fá fram hvernig bæta megi sjálfa áfang­ ana. Þar sem markmiðin eru nokkuð opin og ófyrir­ sjáanleg, treystum við töluvert á eigindlegar mats­ aðferðir (sjálfsmat, jafningjamat, vinnuskýrslur nem­ enda og samræðu kennara í lok verkefna – fjórir til fimm kennarar hafa ólíka sýn á vinnu nemenda eftir fögum og þátttöku). Þetta hefur verið mjög gagnlegt, jafnvel bráðnauðsynlegt, sérstaklega þegar áfang­ arnir voru kenndir í fyrsta sinn. Kröfur og markmið hafa orðið ljósari og árangur þ.a.l. auðmælanlegri. Það eru engin próf, ekkert lokapróf. Matið er byggt á ferlivinnu nemenda og afurðum. Hér má sjá dæmi um mat í FER203: Öll verkefni í 103 og 203 tengjast óbeint stóra verk­ efninu í lokaáfanganum FER303 þegar nemendur fara utan. Allt sem nemendur hafa gert fram að því nýtist þá (heimildaöflun, skapandi framsetning, ritun texta, skipulag ferða og framkvæmd, orðaforði tungumálanna tengdur ferðamálum, myndabanda­ gerð, textauppsetning, fyrirlestrar o.fl.). Áfanginn felst í því að hver nemandi fær úthlutað einum ferða­ mannastað í Evrópu og þarf að skipuleggja hópferð fjögurra nemenda þangað. Hann skrifar ferðarhand­ rit sem er síðan notað EF sá staður verður fyrir val­ inu. Nemendur vita það ekki fyrr en í flugvélinni til London hvert haldið er þaðan og hverjir lenda saman í hóp. Þeir taka síðan myndband í ferðinni þar sem þeir fjalla um staðinn, taka viðtöl við fólk og skrá ferðasögu sína á sem flestum tungumálum. Þegar heim er komið vinna nemendur myndbönd sín og halda kynningar í landafræðitímum í grunnskólum. Hagnýti námsefnis Námsefnið á að reyna verulega á færni í íslensku og erlendum tungumálum og eru textar unnir án þýð­ inga, þ.e. samdir beint á viðkomandi tungumál, og efnistök miðuð við getu í tungumálinu. Oftast er unnið í hópum með mismunandi tungumál og reyn­ ir því á samstarf. Nokkur verkefni eru ætíð í gangi í einu því kennari er ekki alltaf á staðnum þegar nemendur lenda á blindgötu. Við leggjum upp með að nemendur geti alltaf séð tengsl verkefnanna við atvinnustarfsemi og samfélagið. Viðmiðið er sem sagt „alvöru“ efni sem á að vera hæft til að senda í erlenda skóla eða til birtingar í blöðum og tímaritum. Jafnframt að það sé góð kynning á málabrautinni. Erlent samstarf Erlent samstarf er með miklum blóma við Mennta­ skólann á Akureyri og okkur finnst kjörið að tengja það og nýta í þágu ferðamálafræðinnar. Þar má nefna þýskan skóla sem starfar á ferðamálasviði, 2,5% 2,5% 5% 5% 5% 10% 25% 25% 10% 10% 100% S já lfs m at m yn d b an d S já lfs m at v ef ur Ja fn in gj am at m yn d b an d Ja fn in gj am at v ef ur E in st ak lin gs ve rk ef ni - fe rð am ál av ef ir E in st ak lin gs ve rk ef ni - M ei ne H ei m at M yn d b an d - H ús av ík Ve fu r - N or d os te n na tu rli ch Ve fs ký rs lu r í l ok d ag s K en na ra ei nk un n R ei kn uð lo ka ei nk un n

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.