Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 13
MÁLFRÍÐUR 1 trufla og erfitt er að losna við. Veikleikar í skipu­ lagshæfni birtast í gleymsku, lélegu tímaskyni og skipulagningu tíma og verkefna (Townend, 1994). Þessir veikleikar hafa áhrif á nám en kennarar halda iðulega að subbuleg og illa unnin verkefni séu vegna óvandvirkni og þegar verkefni gleymast eða týnast þá erum við kennarar gjarnir á að kenna um leti og ómennsku. Sum vandamál dyslexíunemenda má minnka eða komast hjá með því að breyta örlítið til í kennslunni. Þurfa nemendur að skrifa af töflunni á sama tíma og þeir eiga að hlusta af athygli? Þarna má afhenda nemendum fjölrit með mikilvægum atriðum í stað þess að eyða orku í skriftir sem eiga til að umbrey­ tast í eitthvað óskiljanlegt. Ef menn vilja forðast ljósritun er hægt að setja minnisatriði á vef sem allir nemendur hafa aðgang að. Skilaboð til nemenda skipta máli og ef við teljum nóg að segja einu sinni hvað nemendur eiga að læra heima, hvenær á að skila verkefnum og hvernig þau skuli vera er varla hægt að ætlast til að allir með­ taki boðskapinn. Það þarf að koma honum til skila á þann hátt að allir nemendur viti til hvers er ætlast af þeim. Kennarar þurfa að endurmeta hvernig þeir setja efni fram, það þarf að vera skýrt og skipulegt til að hægt sé að gera kröfu til nemenda um slíkt hið sama. Það eru ekki bara dyslexíunemendur sem skrifa illa, vitlaust eða gleyma verkefnum. Öllum þarf að sinna en aðstæður kennara til þess eru býsna þröng­ ar. Að dyslexíunemendur þurfi skýr verkefni með skýrum fyrirmælum og nægum fyrirvara þýðir ekki að aðrir nemendur geti látið bjóða sér óskýr verk­ efni með óljósum fyrirmælum eða litlum fyrirvara. Ef kennarar taka tillit til dyslexíunemenda þá njóta aðrir nemendur góðs af. Það felur ekki í sér einföld­ un á verkefnum eða minni kröfur. Hvaða kennsluaðferð? Námsgreinar virðast liggja misvel fyrir nemendum og áhugi þeirra er misjafn. Þegar nemendur hafa veika málvitund og færni í móðurmáli er e.t.v. óburðug eins og hjá mörgum dyslexíunemendum má ætla að það sé óyfirstíganlegt að læra erlent tungumál. Það er vissulega erfitt en ekki óyfistíg­ anlegt og að sleppa tungumálanámi hjá þessum nemendahópi væri að svipta þá námsmöguleikum og gagnlegum námsaðferðum sem tungumálanám býður upp á (Crombie og McColl, 2001). Tungumálakennari með fjölmennan og fjölbreytt­ an nemendahóp veit ekki hvar styrkleikar og veik­ leikar nemendanna liggja og nemendur gera sér heldur ekki grein fyrir því. Málanám hjá dyslexíu­ nemendum hefur e.t.v. gengið brösuglega, áherslur í kennslunni á nákvæmni fremur en færni og árangur lítill. Hugrekkið sem nemendur sýna við að beita málinu þrátt fyrir ýmsa vankanta í málnotkun hefur heldur ekki verið metið að verðleikum. Kennsla sem hentar dyslexíunemendum þarf að vera fjölskynjunarkennsla (multisensory teaching) sem reynir á alla færniþætti, lestur, ritun, hlustun og tal. Hún þarf að vera skipulögð og ítarleg ásamt því að fela í sér þjálfun og endurtekningu til að festa í sessi mikilvæg atriði og auka sjálfvirkni nemenda. Kennslan þarf einnig að beinast að aðalatriðum frekar en aukaatriðum og styrkleika nemendanna frekar en veikleika. Til að ná árangri þarf áhugi að vera fyrir hendi og vænlegt til árangurs er að leyfa nemendum að fást við sjálfvalið efni, s.s. áhugamál eða sérþekkingu á einhverju sviði, miðla því á viðkomandi tungmáli á sem fjölbreyttastan hátt, eftir því sem við á og hæfi­ leikum nemenda. Hugarkort (mind mapping) nýt­ ast vel til að halda utan um orðaforða og innihald og samvinna nemenda getur líka verið árangursrík. Verkefni sem vekja forvitni nemenda fela iðulega í sér mikla málnotkun. Tölvuverkefni og vefleið­ angrar geta t.d. ýtt nemendum áfram af einskærri forvitni. Gátlistar og hjálpargögn reynast dyslexíunem­ endum vel til að koma til móts við veikleika í minni en þurfa að vera aðgengileg og skýr. Ljósrituð minn­ isatriði eiga það til að týnast svo þau þarf líka að vera hægt að finna á neti. Utanbókarlærdómur skil­ ar takmörkuðum árangri hjá dyslexíunemendum og trúlega hentugra til lengri tíma litið að nemendur kunni að nota orðabækur og hjálpargögn til að finna t.d. rétta beygingu sagna frekar en að ómældur tími fari í utanbókarlærdóm. Tölvur nýtast dyslexíunemendum vel og þeir standa jafnfætis öðrum nemendum í notkun tölvu– og upplýsingatækni (Keats 2002). Með tölvu geta dyslexíunemendur skilað jafn snyrtilegum verkefn­ um og aðrir, þeir geta notað leiðréttingarforrit og orðabækur. Tölvan gefur einnig möguleika á fjöl­ breyttum og skapandi verkefnum og hún er hvorki dómhörð né óþolinmóð þegar nemendur gera villur. Hægt er að sníða tölvuna að einstaklingsþörfum og mikið úrval forrita gefur möguleika á hljóðskrám, teikningum, útreikningum, myndvinnslu. Fleira mætti telja eins og gildi tölvunnar í skipulagningu og utanumhaldi en hún getur einnig verið tímaþjóf­ ur og dreift athygli nemenda. Hjálpartæki í námi má ekki verða að leiktæki í kennslustundum.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.