Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 3
MÁLFRÍÐUR  Það að kenna tungumál, veitir tækifæri til þess að sameina, til að víkka sjóndeild­ arhringinn. Á margan hátt er þetta rétt um flest fög, en tungumálakennsla gerir kenn­ ara kleift að sýna menningarheima annarra þjóða, veita fólki sem er í mótun innsýn í aðra veröld sem þó er þeirra eigin. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst tungu­ málakennsla líklega síst af öllu um mun á tíðum, fornöfn, afturbeygðar sagnir eða mál­ fræði yfirleitt. Það sem við kennum er víð­ sýni, tilfinning fyrir samskiptum, hvernig líf og tunga annarra er eða getur verið og í því er ekkert endanlegt. Tungumálakennsla veitir ótal möguleika til að opna glugga, brjóta niður landamæri hver svo sem þau geta verið og það er okkar skylda að gera einmitt slíkt. Svona tímarit er vettvangur þar sem við getum skipst á skoðunum um hvernig við förum að því. Efnisyfirlit Ritstjórnarrabb . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Skólasamstarf innan Comeniusar . . . . . . . . . . . . . 4 Sigurborg Jónsdóttir Cervantes­setur opnað á Íslandi . . . . . . . . . . . . . . 10 Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir „að taka tilit til“ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Lovísa Kristjánsdóttir Spørg din datamat . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Pia Taftrup Estuary English . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Guðlaug Hilmarsdóttir Nýbreytni á málabraut í MA . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Árný Helga Reynisdóttir Thirteen Ways of Looking at a Blackbird . . . . . . 22 Wallace Stevens. – Þýðandi: Dr. Sigurður Ingólfsson Language Learning Online . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Matthew Whelpton Málfríður tímarit Samtaka tungumálakennara, 1. tbl. 2007 Útgefandi: Samtök tungumálakennara á Íslandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Bryndís Helgadóttir Halla Thorlacius Sigurður Ingólfsson Prófarkalestur: Eygló Eiðsdóttir Umsjón með netútgáfu: Guðbjartur Kristófersson Málfríður á Netinu: http://malfridur.ismennt.is Umbrot, prentun og bókband: Gutenberg Póstfang Málfríðar: Pósthólf 1110 128 Reykjavík Eftirtalin félög tungumálakennara eiga fulltrúa í ritstjórn Málfríðar vorið 2006: Félag dönskukennara: Bryndís Helgadóttir Iðnskólanum í Hafnarfirði heimasími: 557 4343 netfang: bryndis.helgadottir@idnskolinn.is Félag enskukennara: Halla Thorlacius Garðaskóla heimasími: 552 4509 netfang: halla@gardaskoli.is Félag frönskukennara: Dr. Sigurður Ingólfsson Menntaskólanum Egilsstöðum heimasími: 471 2110 netfang: si@me.is Félag þýskukennara: Ásmundur Guðmundsson Menntaskólanum í Reykjavík heimasími: 568 1267 netfang: asmgud@mr.is Ritstjórnarrabb Forsíðumynd: Nemendur MA í innbænum á Akureyri.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.