Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 32

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 32
Enskar smásögur úr ýmsum áttum Bók sem bragð er að edda.is Í Pigs Can´t Fly and Other Stories er að finna smásögur víðsvegar að úr hinum enskumælandi heimi. Sögurnar voru valdar af framhaldsskólanemum og eru höfundarnir af ýmsum toga, þekktir jafnt sem minna þekktir. Sögurnar eru ólíkar en eiga það sameiginlegt að hreyfa við lesandanum og hvetja til umræðna. Í bókinni er einnig að finna kafla um greiningu á smásögum, verkefni og glósur við sögurnar. Bókin hentar einkum nemendum sem lokið hafa fyrstu áföngunum í framhaldsskóla. Í A Taste of English er að finna 20 texta af ýmsu tagi þar sem fjallað er um efni sem endurspegla margvíslega þætti í lífi enskumælandi þjóða. Þá inniheldur bókin fjölbreytileg verkefni við textana þar sem áhersla er lögð á að þjálfa lesskilning og að auka og treysta orðaforðann. Á vefsíðu bókarinnar er að finna lausnir við verkefnunum og fleiri texta tengda textum bókarinnar. Bókin er einkum hugsuð fyrir nemendur í áföngunum ENS 303 og ENS 403.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.