Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 7

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 7
Samtals verða 52 tilraunaverkefni framkvæmd og skilyrði er að þau séu á framhaldsskólastigi og raun- færnimat hafi ekki farið fram áður í viðkomandi grein. Eitt af þeim verkefnum sem ákveðið var að kanna grundvöll fyrir er raunfærnimat fyrir íslensku, stærð- fræði, dönsku og ensku. Fengnir voru til skrafs og ráðagerða fulltrúar fagfélaga kennara. Niðurstaðan var í stuttu máli að bjóða upp á raunfærnimat sem miðað- ist við fyrsta og annað stig hæfniviðmiða kjarnagreina í aðalnámsskrá framhaldsskóla. Nú hafa verið myndaðir faghópar fyrir þessar grein- ar. Hlutverk þeirra verður að móta mælanleg hæfnivið- mið úr námsskrá og dæmi um verkfæri sem nýtast við raunfærnimatið. Að því loknu verður tilraunakeyrt eitt verkefni fyrir hverja grein og er miðað við að í hverjum hópi verði 15 einstaklingar. Þessum verkefnum lýkur á næsta ári og þá verður árangur þeirra metinn. Í lokin Hlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins varðandi raunfærnimat er að halda utan um aðferðafræði, tryggja gæði og tengja hagsmunaaðila. Þetta hlutverk er skilgreint í samningi við Mennta- og menningar- málaráðuneytið: Að þróa aðferðir við mat á óformlegu námi og námsárangri í samvinnu við menntamálaráðuneyt- ið, atvinnulífið og fræðsluaðila ásamt því að þróa aðferðir við mat á raunfærni einstaklinga . Framkvæmd einstakra verkefna er hjá símenntunarmiðstöðvum og fræðslu- miðstöðvum iðngreina í samstarfi við framhaldsskóla. Skemmtilegir tímar framundan. tengjast flestar starfsnámsbrautum, (uppeldi og umönn- un, skrifstofu- og verslunarfærni) og löggiltu iðnnámi. Er raunfærnimat að virka? Stutta svarið við spurningunni er já, fyrir þá sem eiga þangað erindi, en þetta eru fullorðnir einstaklingar á vinnumarkaði, fólk sem hefur aflað sér reynslu á vinnumarkaði og í einkalífi. Frá árinu 2007 hafa yfir 2000 einstaklingar nýtt sér þessa leið, og hafa verið metin 1.270 skólaár m.v. 35–36 einingar í námsári. Hópurinn á það sameiginlegt að hafa hafið nám í framhaldskóla en ekki lokið því, og meðalaldur þeirra sem sækja raunfærnimat er 40,4 ár. Meðaltal staðinna eininga sem metnar er með raunfærnimati 2011–12 er 26,2, í iðngreinum 27,9 en 23,1 í öðrum greinum. Í kjölfar raunfærnimats á móti námskrá er í boði að ljúka námi og fara þá inn í námið á „réttum“ stað. Meirihluti þeirra sem fer í raunfærnimat nýtir sér þetta, en það þarf að vera til staðar námsframboð í takt við þeirra þarfir. Þar er átt við dreifnám, kvöldnám, lotubundið nám eða fjarnám. Dagskóli hentar í flestum tilfellum ekki. Raunfærnimat í almennum bóklegum greinum „Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fólks með litla formlega menntun“ er Evrópuverkefni sem FA vinnur að. Það hófst árið 2012 og því lýkur árið 2015. Tilgangur verkefnisins er að auka skilvirkni framhalds- fræðslu fyrir fólk með litla formlega menntun og eru raunfærnimatsverkefni á nýjum sviðum uppistaðan í verkefninu. MÁLFRÍÐUR 7 Raunfærnimat Góð leið til að meta þá þekkingu sem fólk býr yfir Skilvirk leið til að hækka menntunarstig Samtök atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | IS-105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | Netfang: sa@sa.is

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.